Grænmetisréttir - 01.06.1937, Blaðsíða 5
Gulrætur og grænt salat.
GRÆNMETISFAT (sjáið myndina). Hafi maður ekki
fat með hólfum í, má nota hvaða fat sem er. Þá er
grænmetið látið beint á fatið eða á smáskálar eða
hörpudiska. — Á miðju fatinu er mayonnaise. Það er
skreytt með steinselju. Vilji maður helzt borða hrátt
grænmeti, má bera það þannig fram á fatinu, en æfin-
lega finnst mér betra að sjóða blómkálið og baunirn-
ar, en gæta verður þess, að skafa gulræturnar, rauð-
kálið og gúrkurnar mjög fínt. Ef vill, er gott að hafa
lög á gúrkunum.
RIFNAR GULRÆTUR. Gulræturnar hreinsaðar og
rifnar á grænmetishefli og sykur og sítrónusafi sett
í þær eftir smekk. Sett í skál; einnig má láta þeyttan
eða óþeyttan rjóma yfir gulræturnar.
Skafið gulrieturnar, en flysjiS þær ekki, því mestu bætiefnin
eru í flusinu.
GULRÓTASALAT. 8—10 smáar gulrætur, 1 gúrka, 1
salathöfuð, sítrónusafi, 1—2 matsk. þeyttur rjómi, salt
og sykur. Gulræturnar eru skafnar hráar, nokkuð gróft
með rifjárni. Gúrkan skorin í þunnar sneiðar og salatið
einnig skorið í ræmur. Sítrónusafa, salti og sykri er
blandað í rjómann og því hellt yfir jurtirnar. Söxuðum
sa.latblöðum er stráð yfir salatið. Gúrkunum má sleppa.
SjóðiS gulrœturnar ekki of lengi, vi8 þa?S tapa þær gótSum efn-
* um og bragði.
GULRÆTUR I MAYONNAISE. l/2 kg. gulrætur, vatn og
salt, mayonnaise, grænt salat. Gulræturnar hreinsaðar
og soðnar í saltvatni, kældar, skornar í sneiðar og bland-
að í mayonnaisen. Grænu salati raðað á fat og gulróta-
salatið sett í topp þar á.
Næstum helmingi meiri bætiefni eru í hrárri gulrót en í soSinní.
GULRÓTA- OG RADÍSUSALAT. Radísur, gulrætur,
salt og pipar, sítrónusafi eða edik, salatblöð. Gulræturn-
ar burstaðar vel úr köldu vatni og skafnar ef þess er
þörf. Radísurnar einnig burstaðar og hvorttveggja hakk-
að einu sinni í hakkavél. Salti, pipar og sítrónusafa er
blandað í, sett með skeið á salatblöð og raðað á fat.
Borið fram á kveldborð. Á sama hátt má bera fram gul-
rófur, blómkál o. fl.
GefitS börnunum aÖ borða hráar gulrætur eÖa rófur, eSa aíSrar
þær matjurtir, sem þau vilja bortSa hráar.
GULRÓTABÚÐINGUR. 250 gr. gulrætur,100 gr. makka-
roní, 2 egg, li/£ dl. mjólk, 50 gr. smjör, 2 tesk. sykur,
salt. Makkaroníið er soðið og vatnið látið síga vel af
því á gatasigti, síðan brytjað smátt. Gulræturnar eru
ekki soðnar, en hreinsaðar og skafnar og blandað sam-
an við makkaróníið. Eggin, saltið og sykurinn hrært á-
samt mjólkinni og smjörinu, sem er brætt. Makkaróníið
og gulræturnar settar í smurt mót 0g eggjajafningnum
hellt yfir og soðið í 30 mín. í vatnsbaði. Borðað með
hrærðu smjöri.
PrýSiS og bætiS matinn meS grænum salatblöSum.
ÞvoiS grænt salat úr köldu vatni. LátiS blöSin á hvolf. ivo aS
vatniiS renni af þeim.
INNBAKAÐAR GULRÆTUR. Gulrætur, vatn og salt,
100 gr. hveiti, li/á dl. mjólk, 1 matsk. ö.l, 1/2 matsk. olía
(ef hún er til), 1 egg. Gulræturnar eiga að vera falleg-
ar og stórar. Þær eru hreinsaðar og skornar eftir endi-
löngu, — séu þær litlar, eru þær ekki skornar. Soðn-
ar hálf meyrar í saltvatni. Hveiti, mjólk, öli, eggi, olíu og
salti er hrært saman. Plöntufeiti eða tólg er hituð í potti,
gulrótunum dýft ofan í jafninginn og steiktar jafnóðum
móbrúnar í heitri feitinni. Lagðar á bréf, raðað á fat og
borðaðar með grænmetisjafningi. Bezt er, að í hann sé
haft spínat, grænkál eða grænar baunir.
Hafið gulrætur í fiskisúpu.
GeymiS gulrætur í þurrum sandi og mold á köldum *ta?5.
GRÆNT SALAT. Það er bæði notað, og er jafn nauð-
synlegt, ti.1 miðdegis- og kveldverðar. Það ætti að vera
jafn sjálfsagt á borði hvers manns, við allar máltíðir,
eins og kartöflur eru nú orðnar. Grænt salat má nota
við öll tækifæri og með öllum mat, hvort heldur er kjöt
eða fiskur, grænmetisréttir eða ávaxtasalat, og er það
hvarvetna til prýðis og bóta. — Hollast er að
hafa salatið með sítrónusafa og olíu, en bezt með
þeyttum rjóma eða eggjum, og ódýrt og hollt er að
þeyta nýtt skyr út með mjólk og borða með salati. Ágætt
er að setja þeyttan rjóma saman við skyrið rétt áður en
því er hellt yfir salatið. Gott ráð fyrir sveitakonur er að
skera salatið í ræmur og bera það fram með skyrhrær-
ingi og borða það þannig saman. Ef þið hafið svo mikið
grænt) salat^ að þið komist ekki yfir að borða það hrátt,
eins og að framan er sagt, er hægt að hagnýta það á
sama hátt og spínat.
Grænt salat er jafn nauðsynlegt me<5 matnum og kartöflur.
SALAT MEÐ SÍTRÓNU. 1—2 salathöfuð, 1 matsk. sít-
rónusafi, 3 matsk. olía, salt, pipar og sykur. Salatið þveg-
ið blað fyrir blað úr köldui, vatni og blöðin lögð á hvolf
á línklút, svo að vatnið renni vel af þeim. Olían, sítrónu-
safinn og allt kryddið er hrært vel saman með gaffli.
Salatinu raðað í glerskál og rétt áður en borðað er, er
leginum hellt yfir. — Munið, að salatið verður að vera
nýtekið upp og ný tillagað þegar það er borið fram.
Það ef ekki gott að geyma það frá einni máltíð til ann-
arar, og svo er um allt salat. Látið salat aldrei vanta á
borðið þann tíma, sem það er fáanlegt í garði ykkar.