Grænmetisréttir - 01.06.1937, Blaðsíða 6
Blandað grænmeti.
SoSicS grœnmeti meíS smjöri eíSa sósu er sjálfsagíSur heitur rétt-
ur til kveldveríSar á sumrin.
GRÆNMETISRÚLLUR. 1 hvítkáls- eða toppkálshöfuð,
y% kg. flysjaðar kartöflur, 1 egg, 3—4 gulrætur, 250 gr.
grænar baunir, 1 blómkál, salt, pipar, tómatkraftur,
grænmetissoð, 30 gr. smjörlíki, 1 tesk. sykur, 1 tesk.
hveiti og kalt vatn. Kartöflurnar eru soðnar og pressað-
ar eða hakkaðar. Saman við þær er eggið hrært. 1 matsk.
af kartöflunum er sett á hvert blað af hvítkálinu, þar á
er raðað smáskornu, soðnu grænmeti, og hvítkálsblað-
inu vafið vel utan um. Smjör og sykur er brúnað saman,
hvítkálsbögglarnir eru brúnaðir þar á, þar yfir er græn-
metissoði hellt á pönnuna, og nú er það soðið við hægan
eld í 20 mín., og rúllurnar settar á heitt fat. Rjóminn er
látinn á pönnuna og soðið jafnað með 1 tesk. af hveiti,
sem er hrært út í köldu vatni.
ÞvoiS moldina af jurtunum úr köldu vatni.
GRÆNMETISSTAPPA. Gulrætur, kartöflur, blaðlauk-
ur eða Iaukur og kál, 40 gr. smjörlíki, 1 matsk. hveiti,
mjólk, salt og pipar, 8 hveitibrauðssneiðar, bakaðar í
smjöri. Grænmetið er rúmlega hálfsoðið og skorið í
bita. Smjörið brætt í potti, grænmetið hitað þar í, hveit-
inu stráð yfir og þynnt út með mjólkinni, svo það verði
þykkur jafningur. Salt og pipar látið í eftir smekk.
Hveitibrauðið steikt í smjöri, sneiðunum raðað á fat og
jafningur settur í hrúgu ofan á hverja sneið.
GRÆNMETISRÉTTUR. 2 sneiðar hveitibrauð, 2 soðn-
ar seljurótarsneiðar eða gulrófusneiðar, i/2 kg. soðið
heilt spínat, 2 harðsoðin egg, brúnað smjör og eggja-
sósa. Hveitibrauðssneiðarnar eiga að vera af sömu stærð
og seljurótarsneiðarnar og hvorttveggja kringlótt.
Brauðsneiðarnar eru steiktar í smjöri á pönnu, raðað á
fat, vel heitum seljurótarsneiðunum raðað þar yfir og
þar á sett stór hrúga af spínati (það er ekki saxað eða
brytjað). Efst er sett ein sneið af harðsoðnu eggi. Borð-
að með heitri eggjasósu eða brúnuðu smjöri. Það eru
ætlaðar 2 sneiðar, þannig útbúnar, á mann til miðdegis-
verðar.
Myndin sýnir hverniíS allskonar soðið grænraeti er boriíS
fram. Eftirtektarvert er, aíS íslenzkir ætisveppir, ræktaSir
í Fagrahvammi í Olfusi, eru lagtSir ofan á grænu baunirnar.
GRÆNMETI Á FATI. 1 stórt blómkálshöfuð,
14—1 kg. gulrætur, y% kg. grænar baunir, hafi
maður þær, 3—4 soðnar rauðrófur, smjör, egg,
brauðmylsna. Fallegt og stórt blómkál er soðið
og sett á mitt fatið. Þar í kring eru grænu baun-
irnar látnar, sem eru soðnar og hitaðar í smjöri,
og í hring þar fyrir utan soðnar gulrætur, sem
eru skornar eftir endilöngu, steinselju er stráð á,
og yzt rauðrófusneiðarnar, sem eru steiktar
þannig: Rauðrófurnar soðnar, skornar í sneiðar
og snúið upp úr eggjum og brauðmylsnu, steikt-
ar í smjörinu og salti og pipar stráð á þær. Borð-
að vel heitt með hrærðu smjöri.
KJÖTBÚÐINGUR MEÐ HRÍSGRJÓNUM OG GRÆN-
METI. 400 gr. kjöt, 100 gr. hveitibrauðsskorpur eða tví-
bökur, 6 dl. mjólk, salt og pipar, 1 dl. hrísgrjón, vatn og
salt, 10—20 gulrætur (eftir stærð), 1 seljurót, 2 b,lað-
laukar eða laukur, hvítkál eða blómkál, ætisveppir
eða kartöflur, steinseljusósa. — Brauðið er lagt í
mjólkina um stund. Kjötið skorið smátt og hakkað 4
sinnum, salti og pipar blandað saman við, brauðið hakk-
að einu sinni með kjötinu og allt hrært með mjólk í 20
—30 mín. Hrísgrjónin þvegin og soðin í miklu saltvatni
í 15 mín., vatninu hellt af þeim og þau látin bíða á gata-
sigti um stund, þá er þeim hrært saman við kjötdeigið.
Salt og pipar sett í eftir smekk.
Grænmetið hreinsað og soðið í saltvatni þar til það er
meyrt. Skorið í jafnar smáar ræmur. Gulrætur eru einn-
ig skornar í stórar ræmur (sjá myndina). Stórt kringlótt
mót er smurt vel með smjöri, þar í er sett kjötdeig, græn-
metisræmur og kjötdeig, og þannig til skiptis er mótið
fyllt og kjötdeig haft efst. Soðið í vatni í i/2 klst. og
hvolft á fat. Gulrótum og soðnum ætisveppum raðað ut-
an um. Hafi maður ekki ætisveppi má nota hvaða annað
grænmeti sem er, til að raða utan um búðinginn. Borðað
með ætisveppasósu eða steinseljusósu.