Grænmetisréttir

Árgangur
Tölublað

Grænmetisréttir - 01.06.1937, Blaðsíða 10

Grænmetisréttir - 01.06.1937, Blaðsíða 10
Rabarbari, rauðrófur o. fl. RABARBARAFLESK. i/2 kg. saltað eða reykt flesk, 1 kg. hreinsaður rabarbari, sykur. Rabarbarinn er hreinsaður og skorinn í jafna bita, sem settir eru í skál með sykri. Skálin höfð yfir gufu, þar til leggirnir eru meyrir. Sykur settur í eftir smekk og látið í topp á fat. Þar í kring er raðað flesksneiðum, og má brúna þær, ef vi.ll. Til endanna eru settar soðnar kartöflur og hálf- um tómötum raðað í kring. Salat er ríkt af a'Salbætiefnunum. MuniíS a?S strjúka flusiíS af rautSrófunum. JURTA- EÐA KARTÖFLUHRINGUR MEÐ SPÍNAT- JAFNINGI. 600 gr. jurtir eða kartöflur, 35 gr. laukur, 60 gr. hveitibrauð, 2 egg, 1 dl. mjólk, ca. 50 gr. smjör, spínatjafningur. Eg geri ráð fyrir að notaðar séu kartöfl- ur í þennan hring. Þær eru flysjaðar og soðnar, hakk- aðar 2 sinnum með lauknum. Hveitibrauðið lagt í mjólk- ina um stund. Brauðið og mjólkin hrært út í kartöfl- urnar. Þar í eru eggin hrærð, salt og pipar látið í eftir smekk. Hrært í 20 mín. Hringmótið er smurt vel með smjöri og stráð vel með brauðmylsnu. Deigið sett í mót- ið og það bakað, þar til það er ljósbrúnt, í heitum ofni. Spínatjafningur látinn í miðjuna. I þess stað má hafa brúnaðar gulrætur eða rófur. Ath. í staðinn fyrir kartöflur má nota hvaða jurtir sem er í þetta deig, og í stað þess að Iáta deigið í búð- ingsmót má steikja úr því bollur. Bezt er að þær séu steiktar í smjöri. Gót$ar rautirófur eru sléttar og hartSar. LeggitS rótarávexti í vatn, þegar búitS er atS flysja J>á. RABARBARASÚPA MEÐ BITUM. 750 gr. rabarbari, 11/2 1. vatn, 90 gr. sagógrjón, 2 egg, 4 matsk. sykur, vanilla. Helmingurinn af rabarba/ranum er soðinn í mauk í vatninu og síað. Þegar sýður aftur eru sagó- grjónin sett út í og hrært í súpunni á meðan soðið er í 10 mín. Það sem eftir er af rabarbarabitunum er sett í mót með sykri og 3 matsk. af vatni. Sett inn í ofn og bakað, þar til rabarbarinn er meyr. Eggin, sykurinn og vanillan hrært saman í súpuskálinni og súp- an hrærð þar í. Síðast eru rabarbarabitarnir úr mótinu settir út í súpuskálina. RABARBARASÚPA. V2 kg. rabarbari, 11/2 1- vatn, 125 gr. sykur, IY2 matsk. sagómjöl eða kartöflumjöl, 1—2 egg. Rabarbarinn er hreinsaður, brytjaður og soðinn í mauk. Síað- ur, soðið hitað aftur og jafnað með sagómjöl- inu, sem hrært er út í köldu vatni. Egg og sykur hrært saman í súpuskálinni, súpan hrærð þar í og borðað með smáum tvíbök- um. Eggjunum má sleppa. STEIKTAR RAUÐRÓFUR. Rauðrófur, 1 dl. edik, 4 dl. vatn, hveiti, salt og pipar, smjör- líki, laukur, hrærðar kartöflur. Rauðrófurn- ar eru soðnar meyrar, flysjaðar og skornar £ fremur þykkar sneiðar, sem snúið er upp úr hveiti með salti og pipar. Steiktar móbrúnar í smjöri og raðað á fat og þar á settur brúnaður laukur. Hrærðar kartöfl- ur látnar öðrum megin á fatið. Borðað með brúnni grænmetissósu. RAUÐKÁLSSALAT. Y% rauðkálshöfuð, 1 dl. olía, safi úr hálfri sítrónu, Y4, tesk. hrært sinnep, 1 tesk. salt, 1 tesk. sykur, lítill pipar. Sítrónusafinn er hrærður með öllu kryddinu, olíunni er hrært þar saman við smátt og smátt. Rauðkálið er skorið smátt, bezt er að skafa það með grænmetishefli. Látið í skál og leginum hellt yfir. KJÖRVEL-FISKISÚPA. 45 gr. smjörlíki, 30 gr. hveiti, 250 gr. gulrætur, 100 gr. seljurót, 2 blaðlaukar eða 1 laukur, 1 1. fisksoð, 200 gr. fínt saxað kjörvel. Græn- metið hreinsað og skorið smátt. Smjörlíkið brætt í potti, grænmetið látið þar út í og hrært í, þar til það fer að minnka. Þá er hveitinu hrært út í og þynnt út með heitu fisksoðinu. Salt og pipar látið í eftir smekk. Það bætir súpuna mikið að jafna hana með eggjarauðu. Kjörvel- ið er þvegið, þurrkað og saxað og borið í glerskál með súpunni, svo hver geti tekið eftir vild. SetjiíS leifar af loínu graenmeti frá miðdegisverSinum í smurt mót, ásamt kjöti og fiski, sé þat! fyrir Kendi, og bar yfir einhverjar sósuleifar. Gott er ati hrœra eggjum saman vitS sósuna. Bakatt í heitum ofni. RABARBARI í BITUM. 200 gr. rabarbari, 100 gr. syk- ur, 1 dl. vatn. Rabarbarinn þveginn og skorinn í jafna bita, sem eru settir í kökumót. Þar á milli er stráð sykri. 1 dl. vatn er sett í mótið, það sett inn í heitan bakarofn í 10—20 mín., eða þar til bitarnir eru meyrir, en samt heilir. Borðað kalt með kjötréttum, súpum eða haft á kveldborði. Láta má meira vatn á bitana og jafna það síðan með kartöflumjöli, þegar þeir eru næstum meyr- ir. Þá er rabarbarinn borðaður með allskonar þykkum grautum, t. d. hrísgrjónagraut úr vatni, í stað rúsína.. Smábrytjaðan rabarbara má sjóða í allskonar súpum í. stað rúsína.

x

Grænmetisréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Grænmetisréttir
https://timarit.is/publication/1616

Tengja á þetta tölublað: Grænmetisréttir (01.06.1937)
https://timarit.is/issue/419763

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Grænmetisréttir (01.06.1937)

Aðgerðir: