Grænmetisréttir - 01.06.1937, Blaðsíða 12
== Radísur, kartöflur og hvítkál.
RADÍSUR. Radísur ættu að vera á borði hvers manns, að sumrinu, því þær getur hvert mannsbarn ræktað. Radísur
,eru oftast borðaðar hráar með smurðu brauði og er gott að hafa mjólkurost með, mörgum þykir og betra að hafa
salt með þeim. Radísurnar eru þvegnar úr köldu vatni, flest blöðin skorin af þeim og þeim raðað í glerskál og
bornar þannig fram. En hvers vegna ekki að hagnýta radísurnar á annan hátt, þar sem þetta er fyrsta grænmetið,
sem við fáum á vorin.
RADÍSUR MEÐ OSTASNEIÐUM. (Sjáið myndina). Radísurnar eru þvegnar, öll blöðin nema eitt eða tvö eru skor-
in af þeim. Látnar í topp á glerfat. Hveitibrauðssneiðar eru smurðar með smjöri og ostur lagður ofan á. Brauðinu
er raðað á fat og radísufatið sett á miðjuna. Borðað á eftir kjöt- eða fiskrétti til miðdegisverðar eða kveldverðar.
SOÐNAR RADÍSUR. Okkur þykja góðar soðnar næpur, á sama hátt má nota radísur, sem orðnar eru of þrosk-
aðar. Soðnar radísur, borðaðar með hrærðu smjöri, eða í jafningi, eru mjög góðar. Einnig má rífa hráar radísur,
strá á þær salti og pipar eða blanda þeim saman við hrært smjör. Borðað þá til kveldverðar.
RADÍSUSOPA. íy^ .1. kjötsoð, 20 radísur, 14 kg. spínat, salt og pipar. Radísurnar eru þvegnar og soðnar í salt-
vatni í 10 mín., síðan skornar í sneiðar. Kjötsoðið síað og hitað, spínatið hreinsað og þvegið blað fjrrir blað og soð-
ið í 5 mín. í kjötsoðinu. Þá eru radísusneiðarnar settar út 1. Salt og pipar eftir smekk.
Aths. Radísusoðið er ekki hægt að nota, að því er remmubragð.
HafiS radísur og salat
á bor'Sum allan sumar-
tímann.
Toppkál og hvítkál er
matbúið á sama hátt í
flestum tilfellum.
SoíSiíS grænmeti er
ágætt meS steiktum
fiski.
TakitS skemmdu og
óhreinu blöíSin af hvít-
kálinu, áÖur en þaÖ er
notatS.
LeitSbeiningar um sölt-
un hvftkáls eru í „150
jurtaréttum“.
Þoli matSur ekki atS
bortSa hvítkál, er þatS
soðið augnablik í nat-
rónvatni, sítSan soÖiíS á
venjulegan hátt.
VefjitS grænu blöÖun-
um vel utan um kálið,
þegar þa?S er geymt.
ÞvoiíS radísurnar úr
köldu vatni.
RADlSUR OG SÍLDARSALAT. 20—30 radísur, eftir stærð, 1 reykt síld, 2 matsk. soðið makkaróni eða hrísgrjón,
2 eggjarauður, tesk. salt, edik, 2 dl. olía, 4 matsk. súr rjómi, karsi eða steinselja. Eggjarauðurnar hrærðar með
salti og ,ediki, þar í er olíunni hrært smátt og smátt og síðast er rjóminn hrærður saman við. Radísurnar og síldin
er hreinsað og brytjað, blandað í eggjasósuna ásamt makkaróníinu eða hrísgrjónunum, sett í skál og skreytt með
litlum búntum af karsa og sneiðum af radísum. Þetta er sérstaklega hollt salat.
KARTÖFLUSÖPA. 1/2 kg. kartöflur, 2 1. saltkjötssoð, 40 gr. makkaroní, V2 matsk. hveiti, 2 egg. Kartöflurnar
flysjaðar og skornar í bita og settar ofan í sjóðandi kjötsoðið. Makkaróníið soðið með í síðustu 15 mín. Hveitið
hrært út í köldu vatni og súpan jöfnuð með því. Súpan er soðin þar til kartöflurnar eru komnar í smá bita. Eggin
eru hrærð með salti og súpan jöfnuð með þeim. Eggjunum má sleppa.
KARTÖFLUKAKA. Soðnar kartöflur eru skornar í svo þunnar sneiðar sem mögulegt er, bezt er að gera það
með kartöfluflysjara. Dálítill smjörbiti og álíka mikið af tólg er brætt í potti. Kartöflusneiðunum raðað þar nið-
ur í, salti og pipar stráð á og hlemmur settur á pottinn. Hitað þar til kartöflurnar eru fastar saman og myndast
hefir kaka. Kartöflukökunni er hvolft á fat og borin fram sjóðandi heit með grænu salati.
HVÍTKÁL Á FATI. 1 stórt hvítkál, vatn og salt, 14 kg. kjötdeig, smjörlíki. Yztu og óhreinu blöðin eru tekin gæti-
lega af kálinu og það tekið í sundur. Soðið í 10 mín. í saltvatni og sett á gatasigti, svo vatnið renni vel af því. Mót
er smurt með smjöri, þar í er kálblöðunum raðað og einnig upp með börmunum. Kjötdeigið er sett í mótið og kál-
blöðunum raðað yfir. Þar yfir eru settir smá smjörbitar. Sett í skúffu með vatni inn í heitan ofn og bakað í %' klst.
eða þar til það er ljósbrúnt. Borðað með brúnni steikarsósu eða tómatsósu.Nota má hvaða kál sem er í þenna búðing.
HVÍTKÁLSBÚÐINGUR. IV2 kg. hvítkál eða toppkál, 40 gr. smjörlíki, 40 gr. hveiti, mjólk og kálsoð,
3 matsk. rifinn ostur, 2 egg, salt. Kálið skorið í breiðar ræmur, sem soðnar eru næstum meyrar í saltvatni. Sett á
gatasigti, svo soðið sígi vel af því. Smjörið og hveitið bakað saman og þynnt út með mjólkinni og heitu kálsoðinu.
Jafningurinn á að vera vel þykkur, soðinn í 5 mín., tekinn af eldinum og 2 matsk. af osti, salti og eggjunum hrært
saman við. Kálið sett í vel smurt mót, þar yfir er jafningnum hellt og því, sem eftir er af ostinum, stráð yfir. Bak-
að í ofni í 10—15 mín., þar til búðingurinn er fallega ljósbrúnn. Borðað með hrærðu smjöri, sem saxaðri stein-
selju er hrært saman við.
Næsta bíað kemtir út fyrír jól, að forfallalatísu