Heilsuvernd - 01.06.1966, Page 10

Heilsuvernd - 01.06.1966, Page 10
ALAN P. MAJOR Áhrif lila á hcilsuna Litir hafa næsta mikil áhrif á líkama okkar og sál. í sjúkrahúsum er þetta notað í lækningaskyni, sérstaklega í geðveikrahælum. I verk- smiðjum og öðrum vinnustöðum hefir einnig verið lagt kapp á að rannsaka og hagnýta áhrif lita á starfsfólk. Sjúkrastofur og biðstofur lækna voru áður í daufum litum, dökkum, gráum eða hvítum, og lítil tilhreyting í litavali. Nú er lögð áherzla á hressandi og margbreytilega liti í þessum húsakynnum. I sjö höfuðlitum litrófsins eru talin um milljón mismunandi lit- brigði, og af þeim er augað talið geta greint 378. En höfuðlitirnir sjö eru: Rautt, rauðgult, gult, grænt, blátt, indígóblátt og fjólublátt. Rauíl og rauðgult örvandi Þetta eru heitir, fjörgandi litir, sem henta m. a. vel í heimahúsum. En gæta verður hófs í notkun þeirra, eins og eftirfarandi saga sýnir. Eg þekkti konu, sem alltaf hafði verið heilsugóð. En nokkrum vikum eftir að hún hafði flutt í nýja íbúð fór að bera á miklum höfuðverk og meltingartruflunum. Eg kom heim til hennar, og varð mér þegar ljóst, hvar hundurinn lá grafinn. Ibúðin var mestöll í sterkum, rauðum og rauðgulum litum og húsgögn sömuleiðis. Hver maður hlaut að fá verk í augu og höfuð af að dveljast þar inni. Ibúðin var nú öll máluð upp, herbergin með róandi, bláum og gráleitum litum, eldhúsið Ijós- rautt, og áklæði á húsgögnum var einnig breytt. Eftir stuttan tíma var heilsa konunnar komin í samt lag. Grœnl og blát.t róandi Utvarpsfyrirtæki í Bandaríkjunum gerði ýmsar tilraunir með litaval í útsendingarherbergjum sínum. Niðurstaðan varð sú, að þau voru máluð með tveimur bláum litum, sem virtust öðrum litum fremur verka róandi á þá, sem flytja skyldu útvarpsefni, bæði meðan þeir biðu og meðan á flutningi stóð, og drógu úr taugaóstyrk. 74 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.