Heilsuvernd - 01.06.1966, Qupperneq 20

Heilsuvernd - 01.06.1966, Qupperneq 20
SIGURLAUG .JÓNSDÓTTIR HÚSMÆÐRAKENNARI Uppskrl l'lir Linsubuff 200 g soðnar linsur — 100 g soðnar kartöflur — 2 egg — 1 laukur — brauðmylsna og grænmetiskraftur. Linsur, kartöflur og laukur sett í gegnum kjötkvörn, eggjum, brauð- mylsnu og grænmetiskrafti blandað í, myndaðar buffkökur og steiktar í jurtafeiti á heitri pönnu. Sojabaunabuff 400 g soðnar karlöflur — 100 g sojamjöl — 2 egg — haframjöl — hvítlauksduft og grænmetiskraftur. Búið til á sama bátt og linsubuff. Hvílkáls- og hrísgrjónabakstur hvítkálshöfuð — 100 g hrísgrjón — 1 bolli rifinn ostur -— 2—3 egg- Hrísgrjónin soðin, hvítkálið skorið smátt, soðið við hægan hita í 1—2 mínútur, eggin þeytt. Síðan er öllu blandað saman í eldfast mót. Bakað í ofni í 10—15 mínútur. Loks skal lögð á það áherzla, að hvíld og svefn er veigamikið skil- yrði fyrir eðlilegum blóðþrýstingi og góðri heilsu. En til þess þurfa menn að læra að slaka á þeirri andlegu og líkamlegu spennu, sem alltof mjög hefir gripið um sig í seinni tíð meðal allra stétta þjóð- félagsins. Rétt er að benda á það að lokum, að blóðþrýstingur hækkar við alla líkamlega og andlega áreynslu, og er það í alla staði eðlilegt. En af því leiðir, að ef blóðþrýstingur er mældur í lækningastofu, þegar sjúklingurinn hefir reynt meira og minna á sig, er kvíðinn og áhyggju- fullur, þá getur hann mælzt miklum mun hærri en t. d. að morgni dags. Má því ekki leggja of mikið upp úr slíkum mælingum. BLJ 84. IIEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.