Heilsuvernd - 01.06.1967, Page 4

Heilsuvernd - 01.06.1967, Page 4
JONAS KRISTJANSSON LÆKNIR Stóra liólan og' rauða Ijósið A síðuslu öldurn hajði bólusóttin, sem líka var kölluð stóra bólan, borizl alloft til Evrópu austan úr Asíu. Var hún jajnan hinn mesli vágestur og olli ojt feikna mann- falli. En þeir sem af tórðu, urðu jajnan svo bólugrafnir, að til stórra lýla var. Að vísu hafði ver- ið fundin upp bólusetning við henni. En hún var ekhi allstaðar framkvœmd, enda ekki ugglaus með öllu. Enskur lœknir, C. Black, hafði árið 1867 birt íensku lœkna- tímarili grein, þar sem hann ráð- leggur ,að ekkert Ijós sé látið kom- ast að hinum bólusjúku mönnum, því að þá verði þeir lílið eða ekki bólugrafnir. Þetla reyndisl rétt. En hvorttveggja var, að þetta þótti ó- mannúðleg meðferð, og svo höfðu einhverjir dáið, sem þella hafði verið reynt við. Niels Finsen hélt því jram, að óþarft vœri að láta þessa sjúklinga liggja í myrkri. Mœtti eins vel hafa þá í rauðri Ijósbirtu, og mundi það koma að sama gagni. Reit hann grein um þetta í danskt lœknatímarit. Um þessar mundir var engin bólusótt í Danmörku. Margir lœknar töldu þetla firru eina og vildu ekki sinna því. Skömmu síð- ar vildi svo til, að bóluveikin barst til Bergen í Noregi. Lœknir sá, sem annaðist bólusjúklingana, hafði lesið greinina eftir Finsen um rauða Ijósið og fór að hans ráð- um. Þetta gafst vel, og fór alveg að getu Finsens. Þeir sem aðeins höfðu verið í rauðri birtu eða rauðu Ijósi, og öll önnur birta úti- lokuð, sluppu að mestu við hita- sóttina, sem þessari veiki er sam- fara. Bólurnar hjöðnuðu niður án þess að grœfi í þeim ,og sluppu sjúklingarnir þannig við hin af- skrœmandi bóluför í andlitinu. Fyrir mistök hafði þó verið opnað fyrir dagsljósið hjá einum sfúkl- inganna, og fékk hann bæði hita- sótt og varð bólugrafinn, vegna þess að bólga hljóp í bólurnar á andlitinu, og gróf í þeim, þar sem birtan komst að . Söm varð reyndin í Kaupmanna- höfn, er stóra bólan komst þangað skömmu síðar. Séð var um, að aðeins rautt Ijós kæmist að sjúk- lingunum. Þeir sluppu líka við hin 68 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.