Heilsuvernd - 01.06.1967, Síða 9

Heilsuvernd - 01.06.1967, Síða 9
sjúkdómum, geymsluefni í fóður eða matvæli, krydd eða matarlitir. Síðari árin hefir þó verið flutt inn eitthvað af sykri, svo og venjulegt matarsalt, sem farið er að nota í staðinn fyrir óhreinsað heimaunnið salt. 6. 011 hörn eru höfð á brjósti, oft til þriggja ára aldurs. 7. Þurrkun aldina og grænmetis til geymslu fer fram úti í sólskini. 8. Villtar jurtir eru mikið notaðar, m. a. til að bragðbæta matinn. 9. Úr aprikósukjörnum er pressuð matarolía með frumstæðum að- ferðum, án upphitunar eða kemiskra efna. Hún er notuð m. a. í salöt og til suðu matvæla. 10. Venjuleg brauð eru bökuð úr ósigtuðu mjöli. En aðalbrauðið er einskonar flatkökur úr ógerjuðu deigi, léttbakaðar. 11. Húnzabúar eru ekki miklir matmenn, enda er offita nær óþekkt meðal þeirra. Einn aðalréttur Húnzamanna er grautur búinn til úr þurrkuðum apríkósum og grófu mjöli. Af grænmeti má nefna kartöflur, lauk, baun- ir, gulrætur, tómata og blaðgrænmeti. Auk apríkósa eru ræktuð ber, epli, hnetur, plómur, perur, kirsuber og vínber, en úr þeim er búið til vín. Helztu korntegundir eru hveiti, rúgur, bygg, bókhveiti og hrís- grjón. Smári og alfa-alfa eru ræktuð aðallega til fóðurs. Súrmjólk, áfir og mjólkurystingur eru reglulega á borðum. Fæðan er að mestu leyti borðuð ósoðin, sennilega aðallega vegna skorts á eldsneyti. Árið 1964 kom út önnur bók um Húnza, rituð af amerískri blaða- konu, Renee Taylor að nafni. Hún tók þátt í kvikmyndaleiðangri til Húnzalands árið 1960, dvaldi þar mánuðum saman sem gestur kon- ungsins og kynntist vel landi og þjóð. Ber lýsingu hennar í einu og öllu saman við það, sem haft er hér að framan eftir Tobe. Hún rómar mjög alúð og gestrisni fólksins, glaðlyndi þess og nægjusemi og frábært þrek eldri sem yngri og úthald við erfið útistörf. Framar öllu lýkur hún lofsorði á þá lífsspeki, sem mótar allt daglegt líf þjóðarinnar og allra einstaklinga hennar. Lífsbaráttan er hörð, 365 vinnudagar á ári, en vinnan er sem leikur, vegna þess að vanheilsa eða sjúkdómar þekkjast varla, og segja má, að hvert mannsbarn njóti fullkominnar heilbrigði til hárrar elli. Þessu er samfara óbilandi lífsgleði, og fólk býr saman í sátt og samlyndi. Lögregla er engin, ekkert hegningarhús, enda mega jafnvel minnstu glæpir eða afbrot beita óþekkt. Fólk kemur stundum HEILSUVERND 73

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.