Heilsuvernd - 01.06.1967, Page 15

Heilsuvernd - 01.06.1967, Page 15
Hundur læknar sig með l'iislu Maðurinn hefir sæmt sig heitinu „homo sapiens“, þ. e. æðsta vitsmuna- vera jarðar. Þetta heiti verðskuldar hann ekki nema aS vissu marki, því aS engin skepna á jarSarríki fremur eins mörg og alvarleg heimskupör og einmitt maðurinn, eins stórfelld ódæSis- og grimmdarverk gegn sjálfum sér, meðbræSrum sínum og öðrum dýrum, ýmist vitandi vits eða af hreinni vanþekkingu. Af þessu leiðir m. a., að maðurinn er sjúkasta dýr jarSar. Þar komast húsdýrin næst okkur, einmitt af því að við höfum tekið af þeim ráðin og troðið upp á þau ónáttúrlegum lifnaðarháttum. Eigi aS síður þykjumst við yfir það hafnir aS læra af dýrunum, og er það illa farið. Þau láta stjórnast af eðlishvötum, en þeim mikilsverða leiðarvísi glötum við, löngu áður en við komumst til vits og ára, jafn- vel þegar í vöggu, og þykjumst geta séS okkur horgiS meS vitsmunum okkar og lærdómi. En árangurinn er ekki glæsilegri en þaS, aS flest erum viS meira og minna sjúk svo aS segja frá vöggu til grafar. A því er enginn vafi, aS ef viS tækjum dýrin til fyrirmyndar á ýms- um sviSum lifnaSarhátta, mundi margt betur fara. Af þeim gætum við lært aS forSast sjúkdóma, og einnig að lækna þá. Eitt einkenni í mörgum sjúkdómum er það, að matarlystin hverfur. Margir halda, að sjúkur maður þurfi aS fá kraftmikla fæSu til aS styrkja sig og vinna þannig bug á sjúkdóminum. En lystarleysiS er aS- vörunarmerki náttúrunnar og þýSir það, að hinn sjúki líkami eigi aS fá hvíld frá öllu meltingarstarfi til aS geta gefiS sig óskiptur að viðureign- inni við sjúkdóminn. ÞaS vill svo vel til, að veik börn á óvitaaldri er oft ekki hægt að fá meS fortölum til að taka viS fæSu, vilja jafnvel ekki mjólk, þó aS þau drekki blátt vatn meS góðri lyst. Og líkt er hinuin „skynlausu“ skepnum fariS, að þau lækna sig oft með algerðri föstu, og eru þess fjölmörg dæmi. VerSur sagt frá einu hér á eftir, og er þaS tekiS upp úr amerísku tímariti, „Let us live“, sem fjallar um heilbrigSismál. ÞaS er eigandi kjölturakka, sem segir frá: HEILSUVERNÐ 79

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.