Heilsuvernd - 01.06.1967, Page 17

Heilsuvernd - 01.06.1967, Page 17
Offita cr orðin þjóðarböl í Þýzkalandi Á síðustu hundrað árum hefir hættan af sjúkdómum, sem eiga rót sína að rekja til rangrar næringar, aukizt meira en nokkru sinni fyrr í Þýzkalandi og mörgum öðrum vestrænum löndum, og valda slíkir sjúk- dómar nú flestum dauðsföllum í Vestur-Þýzkalandi. Um 1850 var með- alneyzla í þýzkum stórborgum 2650 hitaeiningar á dag, en 3050 hita- einingar árið 1964. Jafnframt þessu hafa svo atvinnuhættir þjóðar- innar tekið þeim breytingum, að létt störf stunda nú 60 af hundraði, en fyrir 100 árum aðeins 20 af hundraði. Næringarþörfin hefir þannig minnkað, enda þótt neyzlan hafi aukizt verulega. Og það er ekki aðeins við dagleg störf, sem dregið hefir úr líkamlegri áreynslu, heldur og á ýmsum öðrum sviðum, svo sem í sambandi við ferðalög. Allar þessar „framfarir“, ásamt aukinni almennri velmegun, leiða af sér vaxandi hóglífi og ofát og þar með offitu í síauknum mæli og margs- konar vanheilsu og sjúkdóma, sem offitu fylgja. Telst svo til, að 36% skráðra sjúklinga séu of feitir. Fæstum mun það kunnugt, að 10% umfram eðlilega þyngd minnkar langlífishorfur um 17% og 30% of- fita minnkar þær um 40%. Sjúkdómar eins og sykursýki, hár blóð- þrýstingur og kransæðastífla eru þeim mun tíðari sem fólk er feitara. Á fyrstu tugum 20. aldar voru berklar, lungnabólga og aðrir smitsjúk- dómar helztu dánarmein, en nú deyr fjöldi fólks á bezta aldri úr fyrr- greindum hrörnunarsjúkdómum. Frá því árið 1959 eru 64% þýzkra karla orðnir óvinnufærir, áður en þeir hafa náð ellilaunaaldri, og efst á blaði eru það sjúkdómar háðir næringunni, sem því valda. Hér þarf að spyrna við fótum og beita varnarráðstöfunum í tæka tíð. Og þetta er að sjálfsögðu í verkahring lækna, sem hafa á þessu sviði möguleika á að taka í taumana með því að uppfræða almenning um rétta lifnaðarhætti. (Lauslega þýtt úr grein eftir dr. med. II. J. Holtmeier. lleform-Rundsehau, okt. 1966). HEILSUVERND 81

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.