Heilsuvernd - 01.06.1967, Side 18

Heilsuvernd - 01.06.1967, Side 18
Spurniiigar og svör S. P. spyr: Af hverju stafa sár, sem koma á tungu eða innan á varir og kinnar, byrja sem smábólur, breytast í einskonar graftrarkenndan poll, oftast hringlaga, að þvermáli á við matbaun, og eru horfin eftir svo sem viku- tíma frá því þeirra varð fyrst vart? Þau eru stundum fleiri saman, en oft líða vikur eða mánuðir, án þess þau geri vart við sig. Læknar hafa engin lyf eða ráð getað gefið mér við þessum sárum, sem eru mjög óþægileg og valda miklum sárindum við hreyfingu vara og tungu. Getur Heilsuvernd gefið mér nokkur ráð við þeim? Svar: Hér er um að ræða munnsár, sem á læknamáli eru kölluð stomatitis aphtosa. I lækningabókum hefi eg hvergi séð skýringu á þeim eða ráð við þeim. Þau munu æði algeng, og sjálfur hefi eg átt við þennan kvilla að stríða áratugum saman. Mig hefir lengi grunað, að sárin stæðu í sambandi við mataræðið og meltinguna. Síðustu 5—6 árin hefi eg ver- ið laus við þau að mestu, án þess eg treysti mér til að segja ákveðið, hverju ég á það að þakka. Nýlega las ég í amerísku riti, Let us live, sem fjallar um heilbrigðismál, smágrein eftir lækni um munnsárin. Hann telur þau stafa af tregri meltingu, en af henni getur leitt öfuga hreyfingu í veggjum þarma og maga, þannig að sýrur úr maga leiti upp í munn. Ráð læknisins eru þessi: Forðast hreinsuð kolvetni (hvítt hveiti, sykur o. s. frv.), krydd, áfenga drykki og tóbak, halda hægðum í lagi með réttu mataræði, og meðan það ekki tekst, þá að nota stólpípur daglega, en ekki hægðalyf. BLJ 82 HEII-SUVERND

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.