Heilsuvernd - 01.12.1971, Síða 14
Aðalfundur
Pöntunarfélags NLFR
Aðalfundur Pöntunarfélags Náttúrulækningafélags Reykjavíkur
var haldinn í Matstofu NLFR föstudaginn 22. okt. 1971 og hófst
kl. 21.
Formaður félagsins, Hafsteinn Guðmundsson prentsmiðjustjóri,
setti fundinn og tilnefndi sem fundarstjóra Björn L. Jónsson lækni
og sem fundarritara Friðgeir Ingimundarson bókhaldara.
Formaður gerði grein fyrir starfsemi stjórnarinnar frá síðasta
aðalfundi. Hið markverðasta er stofnun nýrrar verzlunar að Sól-
heimum 35, sem var opnuð hinn 1. marz 1971 (sjá 4. hefti Heilsu-
verndar), og naut hún aðstoðar stjórnar NLFÍ til þess að koma
verzluninni á fót. Ásbjörn Magnússon verzlunarstjóri lagði fram
reikninga, sem sýndu lítilsháttar tekjuafgang, enda þótt nokkur
halli væri á brauðgerðinni. Nokkrar umræður urðu um skýrslu
formanns og reikninga, sem voru síðan samþykktir.
Úr stjóm félagsins áttu að ganga Ámi Ásbjarnarson og Zóph-
onías Pétursson, en voru báðir endurkjörnir til þriggja ára. Stjórn
félagsins skipa nú: Árni Ásbjamarson, Ásta Jónasdóttir, Eggert
V. Kristinsson (tilnefndur af stjórn NLFR), Hafsteinn Guðmunds-
son og Zóphónías Pétursson. Varastjórn: Anna Matthíasdóttir,
Eiður Sigurðsson og Friðgeir Ingimundarson. Endurskoðendur:
Hilmar J. Norðfjörð og Eiður Sigurðsson.
174
HEILSUVERND