Heilsuvernd - 01.10.1974, Blaðsíða 9

Heilsuvernd - 01.10.1974, Blaðsíða 9
enn, ná tiltölulega fáir hitabeltisbúar háum aldri. En þeir sem komast á efri ár eldast seint og sýna minni ellimörk en íbúar tempruðu beltanna. Hverju sætir nú það, að hitabeltisbúar eru seinþroska og eldast seint? Hvorttveggja á sér eina og sömu orsök: Efnaskipti þeirra eru hægari en meðal íbúa tempruðu beltanna. Þegar Evrópumenn dvelja langvistum í hitabeltinu, stillir líkami þeirra sig smám- saman inn á hægari efnaskipti í því skyni að draga úr hitafram- leiðslu sinni. Þetta tekur nokkrar vikur, en eigi að síður gengur mönnum illa að venjast hitanum. Þeim er alltaf hættara við hinu lífshættulega hitaslagi en innfæddum mönnum, vegna þess að efnabruninn er ör og hitaframleiðsla líkamans því meiri en skyldi. Menn verða latir og værukærir í miklum hitum. Tilraunir hafa sýnt að þá gengur mönnum illa að læra, samanber rottutilraun- irnar sem lýst var hér á undan. Og í sumarhitum eru einkunnir námsmanna lægri en ella. Um ýmsa sjúkdóma. Sjúklinga með æðakölkun og háan blóð- þrýsting ætti að vista í hitabeltinu, því að þar ber tiltölulega lítið á þessum hættulegu kvillum. Sama er að segja um bólgur í nef- og ennisholum sem virðast tíðastir í löndum með stormasamt veðurfar, og liðagigt, sem versnar í illviðrum, og ýmsa sjúkdóma í öndunarfærum. Öðru máli gegnir um ýmsa smitsjúkdóma. Eins og fyrr er sagt, reyndust rottur aldar upp í hitabeltisloftslagi viðkvæmar fyrir sýklum. Á sama hátt virðast t.d. hermenn úr hitabeltislöndunum hafa litla mótstöðu gegn sjúkdómum eins og lungnabólgu, kvefi og öðrum umferðasóttum. Mótstaða gegn berklum er einnig næsta lítil meðal hitabeltisbúa. Varast skyldi þó að flytja berklasjúklinga úr hitabelti í veðrasöm lönd tempruðu beltanna, því að það mundi oftast ríða þeim að fullu. í tempruðu beltunum er holdsveiki hæg- fara sjúkdómur og lítt smitandi, öfugt við það sem er í hitabeltinu. Á hinn bóginn benda skýrslur fjölda lækna ótvírætt til þess, að krabbamein, botnlangabólga, magasár og margir svonefndir ,,menningarsjúkdómar“ séu sjaldgæfari í hitabeltinu en í tempr- uðu beltunum. Athuganir hafa sýnt, að botnlangabólga er tíðari HEILSUVERND 129

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.