Heilsuvernd - 01.10.1974, Page 18

Heilsuvernd - 01.10.1974, Page 18
Hve hár á stóllinn aö vera? Mönnum heíir lengi verið ljós þýðing þess að fólk sitji rétt í sætum sínum. Eitt fyrsta skilyrði fyrir því er rétt gerð stólsins, þar á meðal hæð setunnar frá gólfi og lögun baksins. Af mistökum í þessum efnum verða margskonar truflanir á líffærum og störf- um þeirra. Sitji menn skakkir tímunum saman, getur af því leitt skekkjur í hrygg og mjaðmargrind og þrýstingur á innri líffæri, bæði í brjóstholi, kviðarholi og grindarholi með truflunum á starfi hjarta, lungna, meltingarfæra og líffæra konunnar í grindar- holinu, ásamt erfiðleikum um meðgöngutímann og við fæðingar. Þetta hefir líka í för með sér margskonar óþægindi í liðum og vöðvum, bæði í ganglimum, mjaðmargrind, baki, hálsi, höfði og handleggjum. I barnaskólum er hæð borða og stóla misjöfn eftir aldri barna, og er þar miðað við meðalhæð barna í hverjum aldurs- flokki, eða þannig ætti það að vera. En sjaldnast mun þá vera tekið tillit til þeirra barna, sem eru til muna hærri eða lægri en meðaltalið. Nýlega hefir þýska tímaritið Reform-Rundschau sagt frá at- hugun, sem gerð var meðal skrifstofufólks sem situr allan daginn við vinnu sína. Kom þar í ljós, að þeir sem sitja í stólum af rangri hæð kvarta oft um bakverki að kvöldi, þegar heim kemur, eru leiðir í skapi og daufir til ásta. Vísindamenn þeir sem stjórnuðu rannsókninni héldu því fram að þetta gæti skert starfsþrek um 30 til 40%, m.a. vegna truflana á blóðrás. Niðurstaðan af þessum athugunum var sú að hæfileg hæð stól- setunnar sé sem hér segir: Líkamshæð 160 til 165 cm Stólhæð 42 til 45 cm. 165 — 170 170 — 175 175 — 180 45 — 48 48 — 52 52 — 56 138 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.