Heilsuvernd - 01.10.1974, Page 22

Heilsuvernd - 01.10.1974, Page 22
Á víö og dreiff Hverjir varast skuli heit böð Heit böð eru mörgum góð og gagnleg. Sumir þola þau illa, og stundum eru þau beinlínis hættu- leg. Þetta gildir fyrst og fremst um sjúklinga með sjúkdóma í hjarta og hjartaæðum (kransæðum) og háan blóðþrýsting. Þá eiga sjúkl- ingar með gigtsótt (febris rheuma- tica) og með venjulega liðagigt (arthritis rheumatoides) ekki að taka heit böð, þegar gigtarköst standa yfir. Milli kasta er öðru máli að gegna, og þeir sem haldnir eru hinni algengu gamalmennagigt (arthrosis) eða slitgigt, sem sér- staklega er algeng í mjöðmum, hnjám og baki, hafa einmitt gott af heitum böðum, ef engin tormerki eru á að öðru leyti. Þá eiga sjúk- lingar með flogaveiki, lamariðu (Parkinsonismus) og heila- og mænusigg (multiple sclerosis) að sneiða hjá heitum böðum. Sama gildir um berklasjúkt fólk og skjaldkirtilsjúkdóma, þegar um er að ræða ofstarfsemi skjaldkirtils- ins, svo og þungaðar konur og upp- dráttarsýki (Cachexia). (Or grein eftir próf. dr. med. F. Ditmar í Der Deutsche Badebetrieb) Kaffi truflar svefninn Rannsóknir gerðar nýlega við stofnun eina i Edinborg hafa leitt í ljós að kaffineysla styttir svefn- tímann um tvær klukkustundir að meðaltali. Þeir sem fengu kaffi við þessar tilraunir voru auk þess um klukkutíma lengur að sofna, svefn þeirra var óværari, og þeir voru við og við að vakna. Þetta gildir þó ekki fyrir sumt gamalt fólk sem verður gott af kaffi fyrir svefn, sennilega vegna þess að kaffið örvar blóðrás til heilans, en ónóg blóðsókn til heila getur ein- mitt haft svefntruflanir í för með sér. (Or Hálsa) Vindlareykingar hættulegar Viðtækar rannsóknir hafa sýnt, að lungnakrabbi er miklu sjald- gæfari hjá fólki sem reykir vindla eða pípu heldur en meðal þeirra sem reykja sígarettur. Munurinn stafar af því, að vindla- og pípu- reykingamenn soga reykinn yfir- leitt ekki niður í lungun að neinu ráði. Hafa því margir hætt að reykja sígarettur en tekið að reykja vindla eða pípu í þeirri sælu trú, að nú sé þeim óhætt. En nú er ný- lega skýrt frá því I ameríska tíma- ritinu „Let us Live“, og heimild þess er enska læknablaðið „The Lancet", eitt þekktasta læknablað í heimi, að rannsóknir hafi leitt í ljós, að þeir sem breyti þannig til haldi yfirleitt áfram að reykja „of- an í sig“, eins og það er kallað, og að þeim sé enn meiri hætta búin af vindlum en af sígarettum. 142 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.