Heilsuvernd - 01.03.1993, Blaðsíða 19

Heilsuvernd - 01.03.1993, Blaðsíða 19
sem breyta amnióníaki í nítrít og enn aðrir sem breyta nítríti i nítröt. Þannig hverfa nítröt aftur til jarðvegs og plöntur nýta þau á nýjan leik. Þeir gerlar sem auka styrk nítrata í jarðvegi kallast nítratgerlar. Nú ætti að vera ljóst hvers vegna safnhaugamold og dýraáburður (tað, mykja o.fl.) auðga jarðveg og örva vöxt plantna. Plöntur eru ófær^r um að nýta óbundið niturand rúmslofts. Tilteknir gerlar geta á hinn bóginn tekið það upp og breytt því í nítröt og prótín. Þessir gerlar eru niturbindandi og lifa í jarðvegi og innan róta plantna af ertublómaætt. Nitursundrandi gerlar afoxa hins vegar nítröt i nítrít, ammóníak eða nitur og lækka því nítratinnihald jarðvegs. Fátt verra getur hent jarðveg en að hann mettist af vatni, þ.e. verði vatnsósa. Loftrými í slíkum jarðvegi er ekkert og hann er þvi súrefnissnauður. Nítratsundrandi gerlar þarfnast ekki súrefnis við öndun sína og þrífast því við þessar aðstæður. Auk áðurnefndra gerla vinna ýmiss konar smádýr (rotverur) að rotnun. Þau sjá um grófvinnslu lífrænna leifa auk þess að bæta byggingu jarðvegs- ins og eru ánamaðkar þeirra mikil- vægust. Þeir grafa göng um jarðveg- inn og auka þannig loftun og bæta byggingu hans. Þeir éta mold og melta lífræn efni hennar en skila ómeltum ögnum út um afturendann. Urgangsefni ánamaðkanna eru auðug af nitursamböndum, fínkornótt og kalkrík og auka frjósemi jarðvegsins. Að lokum deyja svo rotverurnar, rotna og auðga jarðveginn enn frekar. UPPBYGGING SAFNHAUGSINS Best er að haugurinn standi í skugga af tré, grindverki eða öðru til að hindra ofþornun. Nauðsynlegt er að hann sé byggður á jarðvegi en ekki hellum eða öðru sem hindrar frárennsli og aðgang lífvera s.s. ánamaðka. Hægt er að kaupa tilbúna safnhaugakassa en auðvelt er að smíða það sem til þarf. Æskilegt er að safnhaugakassinn sé allur úr timbri og aldrei úr járni eða stáli og best er að hafa tvo kassa til að geta haft tvo safnhauga á mismunandi rotnunarstigi, ekki síst hér á landi þar sem rotnun safnhaugsins tekur fremur langan tíma. Það tekur 2 - 3 ár fyrir safnhaug að fullvinnast miðað við venjulegt veðurfar hér á landi en hraði rotnun- arinnar er auðvitað mjög háður hitastigi. Sé byrjað á safnhaugagerð um vor má reikna með að fyrsta sumarið og vorið sé verið að byggja hann uþp en það fer að sjálfsögðu eftir því hversu mikið fellur til af hráefni. Annað sumarið er haugurinn stunginn um, þ.e. fluttur í hinn kassann þar sem hann bíður yfir veturinn. Þegar briið er að stinga um er hægt að byrja að safna í tóma safnhauginn aftur. Þriðja sumarið ætti safnhaugurinn að vera tilbúinn og þá er hann sigtaður t.d. í gegnum hænsnanet og grófu leifarnar, ef einhverjar eru, settar í safnhaug á ný. Samsetning og innihald haugsins fer ekki eftir föstum reglum en þó eru viss atriði sem gott er að hafa í huga. í hauginn ætti að setja lífrænar leifar, bæði jurtaleifar úr garðinum, matar- leifar, grænmeti, kaffikorg, eggjaskurn o.fl. en aldrei kjöt, fitu eða fisk, því af slíku kemur vond lykt, og ekki heldur laufblöð því þau rotna illa og seint í haugnum en upplagt er að láta þau bara rotna í trjábeðunum þar sem þau einangra og auðga jarðveginn. Sé þurrkað gras notað er nauðsynlegt að bleyta það vel upp áður en það er sett í hauginn því annars rotnar það seint. Sjálfsagt er að nota frælaust illgresi í hauginn. Sé þang eða þari tiltækur er hægt að setja hann í hauginn og einnig kjötbein án kjöts en þau eru lengi að rotna en gefa frá sér kalk. í neðsta hluta haugsins er best að setja grófasta efnið s.s. greinar, stóra stilka og annað sem tryggir að nægi- legt loft komist að. Því næst skal setja grænmetis- og jurtaleifar: söxuð kál- blöð, þlöntuhluta, afganga úr eldhúsi og það sem til fellur. Þetta lag ætti ekki að vera meira en 15 - 20 sm á þykkt en þar ofaná skal setja húsdýra- áburð, m.a. til að ná uþp hita í haugn- um, síðan kemur moldarlag og best er að nota gamla safnhaugamold og strá örlitlu kalki yfir. Síðan kemur annað lag af jurtaleifum og svo koll af kolli. Við lagningu haugsins er nauðsynlegt að vökva hvert lag en þó má ekki rennbleyta heldur úða jafnt yfir. Gott er að laga efsta moldarlagið eftir ríkjandi veðurfari. í rigningartíð er gott að hafa kúf á haugnum, svo vatn safnist ekki fyrir heldur hriþi af honum, eða breiða yfir hann en þá þarf að gæta þess að nægilegt loftrými sé undir yfirbreiðslunni svo engin hætta sé á að súrefnisskortur skapist í haugnum. í þurrkatíð getur verið nauðsynlegt að úða hauginn öðru hvoru, en þá er líka um að gera að hafa efsta moldarlagið skállaga til að nýta allt það rigningarvatn sem gefst. UNDIRBÚNINGUR OG VINNSLA BEÐA Fyrri tíma garðyrkjumenn kusu að nota upþhækkuð beð til að rækta í dýrmæt blóm, grænmeti, kryddjurtir 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.