Heilsuvernd - 01.03.1993, Blaðsíða 37

Heilsuvernd - 01.03.1993, Blaðsíða 37
agt er að maðurinn sé ein örfárra dýrategunda sem stöðugt geta verið kynferðislega vak- andi og tilbúnar til þess að eðla sig allt árið um kring. Aðrar dýrateg- undir eiga sér flestar sinn árstíða- bundna fengitíma og geta ekki eðlað sig utan hans. En þannig hefur þessu ekki alltaf verið farið því að í frumbemsku mannkyns, á meðan maðurinn lifði í nánum tengslum við náttúruna og lífsafkoma hans var undir veðurguðunum komin, átti hann einnig sinn fengitíma sem ennþá eimir eftir af. RÓMANTÍKIN BLÓMSTRAR Á HAUSTIN Orsökina fyrir fjörkippnum sem margir verða varir við á haustin virðist vera að finna í vakanum melótónini en mikið magn þess er í litlu líffæri er nefnist heilaköngull eða corpus pineale. Heilaköngullinn erkeilulaga kirtill sem tengist með stilk á afturvegg þriðja heilahols í hjarna. Þangað er ríkulegt blóðrennsli en kirtillinn kalkar oft á seinni ámm ævinnar. Hann getur verið góð vísbending fyrir röntgenlækna. Margt er á huldu um hlutverk heila- köngulsins. Descartes hélt því fram að kirtill þessi væri aðsetur sálarinnar og mikið er um alls konar þversagnir í heimildum. Nú á dögum er heila- köngullinn talinn vera hluti af innkirtlakerfinu og virðist sem hann eigi hlutdeild í kynþroska. Fmmur hans innihalda mikið af melónín- hormóni sem örvar undirstúkuna til að framleiða stýrivaka kynkirtlanna. Tilraunir á dýrum eins og t.d. hömstr- um sýna að melótónínið hefur áhrif á stærð kynkirtlanna, framleiðslu litarefna í ýmsum hryggdýrum og á hegðun margra fuglategunda. HVERS VEGNA ÞAÐ ER BETRA AÐ SLÖKKVA LJÓSIÐ Lítið er vitað um hlutverk heila- köngulsins í manninum. Nýlegar sannanir em þó fyrir því að mikil birta hamli framleiðslu melótóníns. Magn þess í blóðvökva er meira þegar dregur úr birtu en minnkar þegar birtan eykst. Sé heilbrigðri manneskju gefinn allstór skammtur af melótóníni missir hún árvekni sína og verður syfjuð. Melótónín gæti því verið mikilvægt fyrir suma einstak- linga sem eiga erfitt með svefn. Verið er að rannsaka hvort vissar tegundir þunglyndis tengist magni melótóníns í blóðvökva. Melótónín er hugsanlega tengt stjórnun á upphafi kynþroskans í karlinum. Hugmyndin er byggð á rannsókn sem leiddi í ljós greinilega aukningu á melótóníni á kynþroska- skeiðinu. Aukningin gefur sömuleiðis til kynna að melótónín eigi þátt í því að tefja fyrir kynþroska. Enn er þó ósvarað spurningunni um hvað veldur því þegar dregur úr framleiðslu á melótóníni. Mikið af taugatengslum til frumna er í sjónu augnanna og er það að einhverju leyti leifar frá þeim tíma þegar birtustigið hafði áhrif á eðlunar- tíma mannsins. Þá var séð fyrir að getnað bæri að með tilliti til velferðar afkvæmisins. Þegar fór að hausta og rökkva var rétti tíminn fyrir getnað miðað við 9 mánaða meðgöngu. Fæddist þá afkvæmið með hækkandi sól og átti betri lífsmöguleika en bæri fæðingu að í vetrarkuldum. Því er það að margir finna fyrir leifum þessa líffræðilega fengitíma mannsins og verða varir við aukna lífsorku samfara spennutilfinningu þegar hausta tekur. I nýlegri frétt í Morgunblaðinu er sagt frá því að nú í maímánuði verði slegið met í barnsfæðingum á íslandi, sjúkrahús og stofnanir sjái ekki lausn á þeim vanda sem skapast muni vegna skorts á rúmum. En ef marka má þær kenningar sem hér eru fram settar er tímasetning þessa fæðinga- mets hreint engin tilviljun. Descartes hélt því fram aö heilaköngultínn væri aösetur sálarinnar sjónhirona efra hálshnoða Mikið af tauga- tengslum til frumna er í sjónu augnanna og er það að einhverju leyti leifar frá þeim tíma þegar birtu- stigið hafði áhrif á eðlunartíma mannsms. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.