Heilsuvernd - 01.03.1993, Blaðsíða 46

Heilsuvernd - 01.03.1993, Blaðsíða 46
EFTIR KRISTRÚNU M. HEIÐBERG H El LSU BÓTARDAG AR á Reykhólum Isumar verður boð- ið upp á hvíldar- og hressingardvöl á Reykhólum í Austur-Barða- strandarsýslu og er hún ætluð öllum þeim sem vilja hressa upp á sál og líkama. Einnig er ætlunin með dvölinni að kenna fólki að leggja sitt af mörkum til að halda góðri heilsu og fyrirbyggja sjúkdóma. Þetta verður 6. sumarið sem svona heilsunámskeið eru haldin en þau verða alls 4 í sumar. Námskeiðin, sem hafa fengið mjög góðarundirtektir allt frá byrjun, fara fram í skólanum á Reykhólum. Það eru hjónin Sigrún Ólsen og Thor Barðdal sem sjá um rekstur þessarar starfsemi. Þau eru búsett í Portúgal yfir vetrartímann þar sem þau starfa bæði að listum en á sumrin koma þau alltaf til íslands og bjóða upp á heilsunámskeiðin. LÆKNAÐIST AF KRABBAMEINI Hugmyndin að námskeiðunum er sprottin upp úr veikindum Sigrúnar en hún greindist með krabbamein á háu stigi árið 1984. Hún fékk hefðbundna lyfjameðferð í heilt ár og kynntist vel lífinu á spítölunum. „Ég sá allt veika fólkið, börn sem að Sigrún ber aðeins það á borð á Reykhólum sem hún hefur sjálf prófað og reynst hefur henni vel. MJÖG GÓÐ AÐSÓKN Eins og áður sagði hefur verið mjög góð aðsókn að nám- skeiðunum og greinilega hafa margir þörf fyrir að komast burt frá allri þeirri streitu sem oft fylgir hinu daglega lífi. Þá er gott að geta slappað af og gert eitthvað sem er gott fyrir sál og líkama. Þess má geta að frú Vigdís Finnbogadóttir hefur notfært sér þessa þjónustu á meðal annarra. Einnig eru þeir margir sem hafa farið nokkur sumur í röð og eru nú þegar búnir að panta fyrir sumarið. Fyrsta námskeiðið hefst 12. júní en hvert þeirra stendur yfir í viku. Gjaldið er kr. 35.000,- og eru um 20 manns á hverju námskeiði. Boðið er upp á samfellda dagskrá frá morgni til kvölds alla dagana og miðar hún að því að allir fari jákvæðir, úthvíldir og í góðu jafnvægi heim aftur. Til dæmis er boðið upp á slökunaræfingar, nudd og göngu-ferðir. Einnig er glæsileg sundlaug og nuddpottur á staðnum. Læknar og fræðimenn koma og halda fyrirlestra um ýmis mál og þekkt tónlistarfólk er fengið í heimsókn. í hóþi tónlistarfólksins má t.d. nefna Sigrúnu Hjálmtýsdóttur (Diddú), Sigrtín Ólsen og Thor Barðdal fullorðna, og allar hörmungarnar sem þar eru,“ sagði Sigrún, „ég hugsaði með mér að þetta gæti ekki verið tilgangurinn með lífinu. Við hlytum að geta gert eitthvað sjálf til að breyta þessu.“ Þar með hófst leit Sigrúnar að hjálp. Hún fór að stunda íhugun, slökun, jóga og rétta öndun og einnig breytti hún mataræðinu. Þetta stundaði hún ásamt hefðbundnu lyfjameðferðinni. „Allt sem boðið er upp á á Reykhólum hjálpaði mér í mínum veikindum. Núna er ég alheilbrigð og laus við krabba- rneinið," sagði Sigrún. Þess má geta 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.