Heilsuvernd - 01.03.1993, Blaðsíða 32

Heilsuvernd - 01.03.1993, Blaðsíða 32
FEGRUNARMEÐUL UR JURTUM HÁRSKOL Gott er að skola hár upp úr jurtaseyði eftir hárþvott. Best er að skola sápuna vel úr hárinu áður en það er skolað upp úr seyðinu og má gjarnan láta seyðið liggja í hárinu þegar það er þurrkað. Jurtaskolun hleypir lífi í hárið, skerpir litinn, gerir hann tærari og gefur hárinu fallegt yfirbragð. Gott er að nota birkiblöð, brenni- netlur, kamillublóm og hóffífil í skol fyrir þurrt hár en blóðberg, hóffífil, klóelftingu, piparmyntu og rósmarín í skol fyrir feitt hár. Þá er ljóst að mismunandi jurtir henta fyrir mismunandi hárliti, allt eftir því hvaða eiginleika jurtirnar hafa. Best er að skola ljóst hár upp úr vallhumli og baldursbrá, eða kamillu, en dökkt hár upp úr blóðbergi, öðru nafni timjan, og salvíu. Morgunfrú, erlend jurt sem hefur verið algengt sumarblóm hér á landi, hentar best fyrir rautt hár en brenninetlan og steinseljan hleypa lífi í líflaust hár og hár sem er að ná sér eftir hárlos. Þá er gott að skola allt nema ljóst hár upp úr blóðbergi og brenninetlu. Klóelfting örvar hárvöxt og er góð fyrir alla hárliti. Hér fylgir uppskrift að jurtaskoli: Einum bolla af sjóðandi vatni er hellt yfir eina teskeið af þurrkuðum jurtum. Látið kólna. Þegar vatnið er orðið volgt eru jurtirnar síaðar frá og hárið skolað upp úr vatninu. HÁRNÆRING Birkiblöð, brenninetlur, rósmarín og kamillublóm má gjarnan nota í jurtaolíunæringu, sem nærir hárið, gerir það mjúkt og gefur því fyllingu. Einn hnefi af jurtum er látinn í einn bolla af olíu. Olían er geymd í vel lokaðri krukku á dimmum, svölum stað og látin standa í eina viku. Jurtirnar eru síaðar frá áður en olían er notuð. Gott er að velgja olíuna áður en hún er borin í hárið. ANDLITSMASKI Segja má að til séu tvær gerðir af andlitsmaska, blautur maski og þurr. Blautur maski frískar húðina og verkar gegn bólum og bólgumyndunum. Hann hefurannað hvort herpandi áhrif eða opnar svitaholurnar, allt eftir því hvaða efni eru í honum. Áður en maski er borinn á húðina verður að hreinsa hana vandlega. Gott er að leggja heitan bakstur á húðina áður en maskinn er borinn á. Æskilegt er að leggjast út af meðan maskinn er á andlitinu. Blauturmaskifyrirallarhúðgerðir: Einn hnefi af ferskri steinselju er brytjaður smátt og hrærður saman við tvær til þrjár matskeiðar af skyri. Maskinn er svo borinn á andlitið og þveginn af með volgu vatni eftir 30 mínútur. Gott er að leggja fína grisju yfir maskann. Þessi maski hefur frískandi og róandi áhrif og er sérlega góður fyrir ofnæmisgjarna og þreytta húð. Maski fyrir venjulega húð: Þremur matskeiðum af hveitikími, einni matskeið af hunangi og tveimur matskeiðum af sterku maríustakkstei er hrært vel saman. Bíðið í 20 mínútur og hreinsið svo andlitið með volgu vatni. Að lokum er gott að skola andlitið upp úr köldu vatni til að loka svitaholunum. Maski fyrir feita húð: Þeytið eina eggjahvítu og hrærið saman við eina matskeið af sítrónusafa og tvær matskeiðar af vallhumal-, kamillu- eða maríustakkstei. Bætið þremur matskeiðum af fínu haframjöli út í og hrærið. Maskinn er borinn á andlitið og látinn bíða í 15 mínútur. Þessi maski dregur fram óhreinindi í húðinni, auk þess sem hann styrkir húðina og örvarblóðrásina. Maskinn geymist í tvo daga. Maski fyrir þurra húð: Hrærið saman einni eggjarauðu, einni matskeið af hveitikímsolíu, tveimur matskeiðum af fjallagrasatei og einni matskeið af hreinum eplasafa. Setjið fínsaxaðar möndlur saman við og hrærið. Maskinn örvar fitukirtla húðarinnar. ANDLITSBAKSTUR Gott er að blanda saman þremur hlutum af kamillublómum, einum hluta af lindiblómum, rósmarín og salvíu í bakstur fyrir hvaða húð sem er. Blandan er sett í grisjuooka og pokinn lagður í sjóðandi vatn. Þá er andlitið þakið grisju og baksturinn hafður eins heitur og hægt er. Þetta er endurtekið. Baksturinn hefur 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.