Heilsuvernd - 01.03.1993, Blaðsíða 54

Heilsuvernd - 01.03.1993, Blaðsíða 54
GRÆNMETISÆTUR FRÆGIR MENN SEM GERÐUST GRÆNMETISÆTUR LEO TOLSTOY - Rússneskur rithöfundur og skáld (1829 - 1910), gerðist grænmetisæta 57 ára gamall. Hann hélt því fram að kjötát væri siðferðilega rangt þar sem það fæli í sér dráþ dýra. Tolstoy bar mikla virðingu fyrir öllum lífverum og sagði jafnvel dráp á maurum og pöddum stríða á móti siðferði manna. BERNARD SHAW - írskur rithöfundur og skáld (1856 - 1950), gerðist grænmetisæta 25 ára gamall. Síðar á ævinni var Leonardo Da Vinci hann eitt sinn spurður hvernig stæði á því að hann væri svo unglegur á að líta. Shaw svaraði því til að hann væri ekkert unglegri en aldur hans segði til um, hinsvegar liti fólkið í kringum hann út fyrir að vera miklu eldra en aldur þess segði til um. En ekki væri svo sem við öðru að búast þar sem það legði lík sér til munns, sagði rithöfundurinn. PYTHAGORAS - Grískur heimspekingur og stærðfræðingur (582 - 500 f.Kr), gerðist grænmetisæta á miðjum aldri. Hann át brauð og hunang á morgnana og hrátt grænmeti á kvöldin. Pythagoras áleit það af hinu illa að leggja dýr sér til munns. Fyrir honum voru það aðeins verstu skepnur sem fullnægðu hungri sínu með kjötáti. Hann sá enga ástæðu fyrir menn að drepa dýr þar sem nóg væri um mat fyrir þá í plönturíkinu. Samúð Pythagorasar með dýrum var svo mikil að hann borgaði jafnvel fiskimönnum fyrir að henda fengnum aftur í sjóinn. AÐRAR FRÆGAR GRÆNMETISÆTUR: Michael Jackson, Paul McCartney og kona hans Linda, George Harrison, Johnny Cash, David Cassidy, Stevie Wonder, Annie Lennox, fyrirsæturnar Brooke Shields og Christine Brinkley og leikkonan Demi Moore. „Sá tími mun koma að menn líti það sömu augum að drepa dýr og að drepa menn.“ Leonardo da Vinci, ítalskur málari og vísindamaður (1452 - 1519). „Ég tel að þróun andans muni á vissu stigi krefjast þess að við hættum að drepa náunga okkar meðal dýra til þess að fullnægja líkamsþörfum okkar.“ Mahatma Gandhi, indverskur þjóðarleiðtogi (1869 -1948). NOKKRAR STAÐREYNDIR UM SVEFN - Líkaminn á afar erfitt með að venjast tíðum breytingum á svefn- venjum og þær geta beinlínis verið skað- legar. - Draumar fólks verða betri ef það lifir reglu- sömu og heilbrigðu lífi. - Það er helst í djúpum og draumlausum svefni sem fólk á það til að ganga í svefni. - Svefnþörf fólks er mjög mismunandi. Flestum henta þó 7 - 8 klst. á sólarhring. Nýfætt barn sefur 16 tíma á sólarhring og fólk um sextugt sefur um 6 klst. á sólarhring. - Það er ágætis vani að sofa í sokkum því menn sofa fastast ef þeim er heitt á fótum. - í svefni skiptir fólk um stellingu 25 - 35 sinnum. - Fólk hrýtur oftast er það liggur á bakinu. Minni líkur eru á að fólk hrjóti ef það sefur á hlið- inni og andar í gegnum nefið. - Notkun svefnlyfja er óhepþileg meðferð við svefnleysi. Langvarandi notkun þeirra getur leitt til fráhvarfseinkenna svo sem kvíða, martraða og svefnleysis. - Um 33% manna dreymir í lit. - Fólk ansar ekki hávaða eða tali á meðan það gengur í svefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.