Heilsuvernd - 01.03.1993, Blaðsíða 34

Heilsuvernd - 01.03.1993, Blaðsíða 34
frískandi áhrif á húðina og gefur henni líflegt yfirbragð. ANDLITSVATN Seyði úr blóðbergi og maríustakk saman eða í hvort í sínu lagi er sér- lega hentugt fyrir húð eldra fólks þar sem það frískar hana og örvar. Kamillan, vallhumallinn og morgun- frúin eru góðar jurtir í andlitsvatn fyrir allar húðtegundir. Kamillan hreinsar, kælir, eyðir bólgum og er bakteríudrepandi en morgunfrúin er samandragandi, hreinsandi, græðandi og frískandi. Vallhumallinn er hreins- andi og styrkjandi. Fjallagras er gott fyrir þurra húð því það mýkir hana. Andlitsvatn úr kamillu eða klóelftingu er sérlega gott fyrir mjög feita húð. Klóelfting hefur samandragandi áhrif á húðina. Grunnuppskrift: Gott er að setja 2 matskeiðar af einni eða fleirijurtum í einn bolla af sjóðandi vatni. Blandan er látin standa í 15 mínútur eða þar til hún er orðin volg. Þegar búið er að hreinsa allan farða af andlitinu er það skolað með jurtaskoli og svo með volgu vatni á eftir. Andlitsvatnið er sett í brúsa og geymist í 4 - 8 vikur í ísskáp. Æskilegt er að endurnýja það á 4 - 6 vikna fresti. LYKTEYÐANDI Rósmarín-, blóðbergs- eða kamillute er sótthreinsandi og eyðir lykt. Gott er að nudda armkrikana nokkrum sinnum á dag með klút vættum í teinu í stað svitakrems. í BAÐIÐ Segja má að til séu þrjár mismunandi aðferðir við að laga jurtabað. í fyrsta lagi má setja 250 grömm af þurrkuðum jurtum í fullt baðkar og láta vatnið renna. Ef baðið á einungis að vera milt og ilmandi er betra að hafa aðeins 100 grömm af jurtunum. í öðru lagi má laga seyði. Jurtirnar eru þá settar í að minnsta kosti einn lítra af sjóðandi vatni og látnar malla í 15 mínútur. Jurtirnar eru látnar trekkja. Síðan er vökvinn síaður frá og honum hellt út í baðið. í þriðja lagi er hægt að setja þurrkaðar jurtir í léreftspoka og leggja pokann í baðkarið. Heitt vatn er látið renna í baðið og pokinn er kreistur við og við meðan á baðinu stendur. En hvaða jurtir á að velja í baðið? Baldursbráin eða kamillan er til dæmis góð i kvöldbaðið því að hún sótthreinsar og hefur róandi áhrif. Vallhumallinn er einnig góður í baðvatnið því að hann hreinsar, styrkir og opnar svitaholur. Þá er blóðberg einnig notað í baðvatn. í FÓTABAÐIÐ Kamilla, rósmarín og piparmynta eru góðar jurtir fyrir þreytta fætur. Rósmarín og ilmreyr hafa góð áhrif á verki í fótum en piparmyntan er best fyrir sveitta og þrútna fætur. Rósmarín og blóðberg draga úr táfýlu. Fótabað með jurtum getur verið vörn gegn ýmsum kvillum. Settur er einn hnefi af þurrkuðum jurtum í skál og sjóðandi vatni hellt yfir. Jurtirnar eiga að liggja í 10 mínútur í vatninu, þá er vökvinn síaður frá og honum hellt út i baðið. Ekki er ráðlegt að vera lengur en 10 mínútur í fótabaði í senn. FYRIR NEGLUR Sumarblómið garðakornblóm, sem hefur verið algengt hér á landi, er mjög græðandi. Gott er að leggja blómin í sjóðandi vatn, láta þau mýkjast upp og leggja á sprungin naglabönd eða sprungur á höndum. Heimildir: Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, íslenskar lækningajurtir, söfnun þeirra, notkun og áhrif. Ágúst H. Bjarnason, íslensk flóra með litmyndum. Áskell Löve, íslensk ferðaflóra. Jurtabók AB. Áskell Löve, íslenskar jurtir. Björn L. Jónsson, Islenskar lækninga- og drykkjarjurtir. Kolbrún Bjömsdóttir, sendibréf til höfundar. Stefán Aðalsteinsson og Björn Þorsteinsson, Blómin okkar. Steindór Steindórsson, íslensk plöntunöfn. Stephanie Faber, Nýja snyrtihandbókin. Náttúrusnyrtivörur. Ritgerð: Lífræn ræktun eftir Jónínu Kristjánsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.