Heilsuvernd - 01.03.1993, Blaðsíða 53

Heilsuvernd - 01.03.1993, Blaðsíða 53
VIÐTÖKl R STARFSBRÆÐRA Samkvæmt heimildum frá Dýralækna- félagi íslands og Dýraspítalanum í Víðidal er ekki vitað til þess að nokkur dýralæknir, að Rikke undanskilinni, noti þessar óhefð- bundnu lækningaaðferðir hér á landi. „Aðferðir sem þessar hafa ekki koniið til tals hjá okkur,“ sagði Rögnvaldur Ingólfsson formaður Dýralækna- félagsins. Hann sagði að félagið íjallaði hinsvegar mikið um mikilvægi réttrar fóðrunar og góðrar hreyfingar. Þorvaldur Þórðarson, dýralæknir í Víðidal, sagðist kannast við þessar lækningar og sagði að þær væru notaðar í þó nokkrum mæli á Bretlandseyjum og í Mið-Evrópu. „Menn hafa nú bara ekki kynnt sér þessi mál almennilega hér á landi,“ sagði Þorvaldur aðspurður hvers vegna íslendingar væru á eftir í þessum efnum. „Þetta var nú ekki komið inn í skólana þegar ég var að læra fyrir 10 árum. Hugsanleg ástæða er að mönnum hafi bara ekki verið kennt þetta á sínum tíma.“ Þorvaldur sagði það upp og ofan hvort dýralæknar hér á landi hefðu vantrú á slíkum lækningaaðferðum. „Það hefur náttúrlega hver sitt viðhorf 'í þeim efnum en persónulega er ég ekkert tortrygginn á þetta,“ sagði Þorvaldur. Rikke segist ekki hafa verið litin óhýru auga af starfsbræðrum sínum. Hennar skoðun er sú að margir þeirra viti í raun og veru að þessar aðferðir séu viðurkenndar svo til alls staðar annars staðar, því væru þeir ekkert að setja út á hana persónulega. „Kannski er ekki málið beint að þeir vilji ekki viðurkenna þessar aðferðir heldur frekar að þetta hafi bara ekki verið rætt og kynnt,“ sagði Rikke. ÆTLAR AÐ STARFA ÁFRAM Á ÍSLANDI Rikke hefur trú á að hún komi til með að nota nálarstunguaðferðina og hnykklækningar mikið í framtíðinni. Ætlunin er að fara til Bandaríkjanna á næstunni og sækja þar fleiri námskeið svo hún geti bætt við þekkingu sína. Henni finnst þó leitt að geta ekki notað kunnáttu sína á notkun hómópatalyfja hér á landi. Rikke líkar mjög vel á íslandi og hefur ákveðið að starfa hér í framtíðinni. Hún vonar bara að íslendingar eigi eftir að sjá að sér varðandi notkun á óhefðbundnum lækningaaðferðum á dýmm og að þær verði meira viðurkenndar hér eins og annars staðar. Hún sagði að það myndi koma fólki á óvart ef það vissi hversu mikið hægt sé að hjálpa dýmm með þessum aðferðum. TíyK KRIPALUJÓGA TíjjSf Sameinar Hathajóga stöður, öndunartækni og hugleiðslu svo úr verður leikfimi líkama, hugar og sálar. • Námskeið fyrir byrjendur • Framhaldsnámskeið • Jóga fyrir eldri borgara • Unglinganámskeið • Samverustundir (Satsanga) • Bóksala - bækur, snældur og reykelsi • Morguntímar • Hádegistímar • Eftirmiðdagstímar • Kvöldtímar Verið velkomin á kynningu á Kripalujóga laugardaginn 17. aprílkl. 14:00. KRIPALUJÓGA Á ÍSLANDI JÓGASTÖÐIN HEIMSLJÓS Skeifan 19, 2. hæð, sími 679181 (kl.17-19) 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.