Feykir - 29.01.2020, Page 3
FRÓÐLEIKUR FRÁ BYGGÐSAFNI SKAGFIRÐINGA
Inga Katrín D. Magnúsdóttir skrifar
Um veðurboða
Í morgun leit ég yfir veðurspá næstu
viku, sem varla er í frásögu færandi, en
fór í kjölfarið að velta fyrir mér hvernig
fólk spáði fyrir um veður fyrir tíma
veðurfrétta. Eftir umhleypingasamar
vikur vitum við hvað það getur verið
þægilegt og jafnvel nauðsynlegt að vita
á hvaða veðri er von.
Við erum gjörn á að tengja atburði og
skapa úr þeim einhverskonar flæði þar
sem eitt leiðir af öðru. Við klæðumst
ákveðnum sokkum og uppáhalds íþrótta-
liðið okkar vinnur. Af því leiðir að við
verðum að klæðast þessum ákveðnu
sokkum næst þegar liðið spilar því nú eru
þeir orðnir happaklæði. Veðurspá fyrri
alda var að sumu leyti lík þessum þanka-
gangi. Ef veður er svona þennan daginn,
þá verður það svona í framhaldinu. Ef
dýrin haga sér á ákveðinn hátt í þessu
veðri, þá hlýtur sama hegðun að vera
forspá næst.
Jónas Jónasson frá Hrafnagili nefnir í
bókinni Íslenskir þjóðhættir að stórviðri
á nýársdag boði mikla storma, og „[e]ftir
veðri á Knútsdag (7. jan.) á að viðra eftir
vertíð á vorin.“1 Góðir veðurdagar fyrst
og síðast í janúarmánuði þóttu jafnframt
góðs viti fyrir veturinn. Eftir veðri á
Pálsmessu, 25. janúar, viðrar í apríl-
mánuði, sólskin boðaði þá frjósamt ár en
dögg þykkviðri og snjókomu. Þoka boð-
aði margvíslegan gróða, en votviðri kall-
aði á votviðrasamt sumar og haust.2
Veðurbrigði mátti ennfremur lesa úr
hegðun dýra, sem þóttu næm fyrir
breytingum í umhverfinu. Þvægi heim-
iliskötturinn sér upp fyrir hægra eyra á
vetrardag var hláka í nánd. Teygði hann
sig og hleypti klónum fram, og ef gamlir
kettir léku sér, gat stormur verið í
vændum. Ef kettir rifu tré, þ.e.a.s. brýndu
klærnar á timbri boðaði það stórhríð að
vetri en hrakviðri á sumri.3
Hegðun fugla gat verið vísbending
um veðrið, ekki síður en heimilisdýr-
anna. Ef rjúpur leituðu til byggða á
haustin mátti búast við leiðindaveðri,
sem og ef þær voru styggar og ólmar að
tína.4 Lómurinn þótti sérstaklega málgur
varðandi veður og ákveðin hljóð höfðu
þá sérstaka meiningu. Þegar hann gagg-
aði „þurrka traf“ vissi á þurrk, en hann
vældi „marvott“ ef von var á vætu.5
Krummi var talinn veðurglöggur og
þegar bomsaði einkennilega í honum í
votviðri var von á þurrki (sumstaðar var
sagt að þá væri þerrihljóð í krumma), en
ef gutlaði í krumma („ber vatn í nefinu)
var von á votviðri.6 Hegðun hrafna á flugi
gat sagt til um veður. Þá þurfti að taka
eftir úr hvaða átt þeir flugu, hvort þeir
sneru að manni nefi eða stéli og hvernig
þeir höguðu sér í nágrenni við heimilin.7
Veður mátti stundum lesa úr
tunglgangi og vikudögum: „Þá er nú ekki
sama, á hvaða dag tungl kviknar. Þannig
trúa því ýmsir, að mánudagatungl og
þriðjudagatungl, einkum mánudaga-
tungl, verði annaðhvort verstu eða beztu
tungl […]. Sjaldan átti að bregðast bloti á
mánudagstungli […]. Þá hefir og verið
sagt, að oftast viðri hvert tungl eftir því,
sem viðrað hefir næsta fimmtudag á
undan því, er það kviknaði, og næsta
mánudag á eftir. Það hlýtur að eiga við
tungl, sem kviknar milli fimmtudags og
mánudags.“8
Ljóst er að það var mikil list og að
mörgu að hyggja þegar kom að lestri
veðurs í náttúru og umhverfi. Nánar má
lesa um veðurboða í Smáriti Byggðasafns
Skagfirðinga XXIV Blikur á lofti: Gamlir
veðurboðar og veðurorð. Ritið má finna í
safnbúðinni okkar í Gilsstofu og á
heimasíðu safnsins.
Heimildaskrá
1. Jónas Jónasson, Íslenskir þjóðhættir (1934). (Einar Ólafur
Sveinsson bjó til prentunar). Bókaútgáfan Opna, Reykja-
vík. Bls. 132.
2. Sama heimild. Bls. 132.
3. Sama heimild. Bls. 141.
4. Sama heimild. Bls. 141.
5. Sama heimild. Bls. 142.
6. Sama heimild. Bls. 143.
7. Sigríður Sigurðardóttir. Blikur á lofti: Gamlir veðurboðar
og veðurorð (2018). Smárit Byggðasafns Skagfirðinga
XXVI. Bls. 9.
8. Sama heimild. Bls. 145.
Útskorinn hrafn (BSk 2018:15) gætir gamla bæjarins í Glaumbæ. Hrafninn var skorin út og gefinn til safnsins
af Vestur-Íslendingnum Einari Vigfússyni. Amma Einars og langamma voru fjósakonur í Glaumbæ á 19. öld.
Krummi þessi er nú orðvar þegar kemur að veðurspádómum.
www.skagafjordur.is
Til foreldra og forráðamanna
Nú er tími þorrablótanna genginn í garð þar sem fólk kemur saman
til að skemmta sér, borða þorramat og dansa inn í nóttina.
Á þessum skemmtunum er áfengi gjarnan haft um hönd og viljum við því
hvetja ykkur, kæru foreldrar og forráðamenn,
til þess að taka meðvitaða ákvörðun um hvort unglingar eigi
almennt heima á slíkum skemmtunum.
Gleymum ekki að ábyrgð foreldra/forráðamanna nær til 18 ára aldurs
og að aldurstakmark áfengisneyslu er 20 ár.
Hvert ár sem beðið er með að smakka áfengi skiptir miklu máli þegar litið er til
þroska einstaklinga og alvarlegra afleiðinga áfengisneyslu.
Stöndum saman í því að sýna ábyrgð og munum að það er okkar að hugsa um
heilsu og framtíð einstaklinga í okkar umsjá!
Forvarnarteymi Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Krækjur áfram í 2. deild
Helgina 18. og 19. janúar fór
fram önnur törnering af
þremur á Íslandsmóti í blaki í
íþrótta-miðstöðinni Varmá hjá
Aftureldingu. Krækjurnar spila
í 2. deild annað árið í röð eftir
að hafa afþakkað sæti í þeirri
fyrstu þar sem keppnisfyrir-
komulag hentaði ekki liðinu.
Í 2. deild leika tólf lið og í
fyrstu tveimur mótunum spila
allir við alla, ellefu leiki samtals.
Á þriðju og síðustu keppnishelg-
inni fara fram A og B úrslit þar
sem A riðill keppir um hverjir
fara upp um deild og í B riðli þar
sem barist er um að halda sér í
deildinni en tvö neðstu liðin falla
niður í 3. deild.
Krækjurnar sátu í 2. sæti fyrir
mótið í Mosfellsbænum á eftir
toppliði Sindra frá Höfn í Horna-
firði eftir að hafa unnið alla sína
sex leiki á fyrstu törneringunni
fyrir áramót. Þær voru því í góðri
stöðu. Það voru þær Elsche Oda
Apel, Vala Hrönn Margeirsdóttir,
Valdís Ýr Ólafsdóttir, Sandra
Íslandsmótið í blaki
Hilmarsdóttir, Una Aldís Sig-
urðardóttir, Helga Fanney Sal-
mannsdóttir, og Claudia Wilke
sem fóru að þessu sinni.
„Við spiluðum fimm leiki
þessa helgi. Á laugardaginn spil-
uðum við þrjá þar sem við unnum
ÍK og Þrótt Reykjavík örugglega
2-0 og síðasti leikur dagsins var
svo gegn topp liði Sindra og var
það hörku spenn-andi leikur sem
endaði með 2-1 sigri hjá Krækj-
um. Á sunnudeg-inum spiluðum
við tvo leiki, fyrri leik-urinn var
öruggur sigur gegn Bresa. Við
töpuðum svo síðasta leiknum 1-2
naumlega í odda-hrinu á móti
Ými B sem er í 3. sæti,“ segir
Sandra Hilmarsdóttir. Krækjur
sitja sem fastast með 28 stig í 2.
sæti og spila í A úrslitum. /PF
Kátar Krækjur á blakmóti í Mosfellsbæ. MYND AF FB SÍÐU KRÆKJANNA
04/2020 3