Feykir - 29.01.2020, Page 4
Öflug byggð um landið er
hornsteinn heilbrigðs þjóðfélags.
Landsbyggðin á ekki að vera í
bakgarði byggðar-
innar. Heldur
styður hvað annað
svo allir fái að
njóta. Það er líka
hluti af þjóðar-
öryggi okkar að efla
atvinnu og grósku
um allt land.
Öflug matvælafram-
leiðsla er grunnur að
sjálfbærni þjóðar og
til að hún geti þrifist
þarf önnur starfsemi að blómstra líka.
Nýsköpun, vísindi og listir.
Byggðaáætlun
– verkfæri sem virkar
Á vordögum 2018 var aðgerðaáætlun
í byggðaáætlun samþykkt sem
Sigurður Ingi samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra lagði
fram. Áætlunin lýsir stefnu ríkis-
ins í byggðamálum og er ætlað að
stuðla að jákvæðri þróun byggða
og að efla samkeppnishæfi þeirra
sem og landsins alls. Meginmark-
mið hennar er að jafna búsetu-
skilyrði og stuðla að sjálfbærri
þróun byggðalaga um allt land.
Aðgerðaáætlun í byggðaáætlun er
verkefni sem sannlega hljómar vel
við þann vilja sem Framsóknar-
flokkurinn lagði af stað með í
kosningabaráttuna 2017. Því var
AÐSENT | Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Mikilvægi byggðaaðgerða
Golfklúbbur Skagafjarðar hefur
starfað frá árinu 1970 og verður því
50 ára á árinu 2020. GSS gegnir
mikilvægu hlut-
verki í Sveitarfé-
laginu Skagafirði. Í
fyrsta lagi fer fram
öflugt barna- og
unglingastarf í
klúbbnum, í öðru
lagi hentar golf sem
áhugamál,
félagsskapur og
heilsubót fyrir fólk
á öllum aldri og
síðast en ekki síst er
golf hluti af ferðamennsku og
golfarar heimsækja Skagafjörð
gagngert til þess að spila golf.
Um mitt sumar 2019 voru 167 félagar
skráðir í GSS og hafði fjölgað um 13
frá árinu áður.
Barna- og unglingastarf
Barna og unglingastarf er blómlegt
og fer vaxandi. Sumaræfingar eru á
virkum dögum í júní – ágúst og á
veturna eru inniæfingar. Þjálfarar
okkar eru reyndir golfarar í GSS og
einnig fáum við PGA kennara í
heimsókn. Langtímamarkmið í þjálf-
un barna og unglinga er að skapa
áhuga á golfíþróttinni og íþróttum
almennt, sem endist ævilangt. Mikil
áhersla er lögð á gott félagsstarf og í
tilefni afmælisárs verður farið í
æfingaferð til Danmerkur í sumar.
Nýliðun og mótahald
GSS er góður félagsskapur sem er
öllum opinn. Árlega eru haldin
nýliðanámskeið á vorin. GSS hefur
það að markmiði að gera inngöngu í
GSS áhugaverða, með kynningu, nám-
skeiðum og nýliðamótum. Nýliða-
nefndin og þjálfarar á nýliðanámskeiði
hjálpa við skrefið frá því að vera
byrjandi yfir í það að spila reglu-
lega á Hlíðarendavelli.
Mótahald skipar stóran sess í
starfi klúbbsins. Árlega eru haldin
a.m.k. sex opin mót og yfir 20
innanfélagsmót. Auk þess starfar
GSS með UMFÍ/UMSS að undir-
búningi og framkvæmd lands-
móta.
Völlur og starfsmenn
Hlíðarendavöllur fær einróma lof
þeirra sem hann sækja. Völlurinn
að Hlíðarenda er á um 29 hektara
svæði, sem jafngildir yfir 60 knatt-
spyrnuvöllum. Hann er með stærri
íþróttamannvirkjum Skagafjarðar að
flatarmáli. Staðsetning vallarins er
góð, í göngufæri frá íbúabyggð og
tjaldstæðum bæjarins sem hefur
marga augljósa kosti. Það krefst vinnu
að viðhalda vellinum og bæta. Vallar-
nefnd hefur lagt fram metnaðarfulla
áætlun um endurbætur á vellinum
árin 2020 – 2024. Áætlunina er að
finna í handbók klúbbsins á heimasíðu
GSS, www.gss.is. Vallarstjórinn hefur
ásamt sumarstarfsmönnum unnið
afrek við að halda vellinum í góðu
ástandi og tækjum gangandi. Endur-
bætur á vellinum krefjast mikillar
vinnu. Fjórir sumarstarfsmenn starfa
á vellinum og einn starfsmaður í
golfskálanum. Tveir starfsmanna vall-
arins sinna einnig kennslu barna og
unglinga. Starfsmenn vallarins sinna
einnig slætti á íþróttasvæði Sauðár-
króks og á opnum svæðum á
Sauðárkróki.
Golfskálinn á Hlíðarenda
Félagsmenn nýta golfskálann mikið í
tengslum við blómlegt mótahald og
samkomur tengdar golfinu. Auk þess
veitir skálinn börnum og unglingum
afdrep þegar þau sækja skipulagðar
æfingar hjá GSS en algengt er að börn
komi með nesti að heiman fyrir matar-
og kaffitíma. Yfir sumartímann er
starfsmaður alla daga í skálanum sem
gefur gestum upplýsingar um völlinn
og Skagafjörð og innheimtir vallar-
gjöld og selur léttar veitingar. Golf-
klúbburinn nýtir skálann mest yfir
sumarmánuðina, en hann stendur að
mestu ónotaður yfir vetrarmánuðina.
Sum sveitarfélög hafa farið þá leið að
byggja fjölnota skála sem nýtist fyrir
ýmsa starfsemi allt árið, m.a. klúbba
sem ekki hafa eigin aðstöðu.
Inniæfingar á veturna
Í inniaðstöðu á Borgarflöt 2 er
golfhermir, púttvöllur og aðstaða til að
slá í net. Þar eru inniæfingar fyrir börn
og unglinga á veturna. Aðrir félags-
menn nýta inniaðstöðuna einnig til
æfinga og mótahalds á veturna. Í
norðurhluta hússins er tækjageymsla
og aðstaða til viðhalds á tækjum.
Goflhermirinn er nokkuð gamaldags
og kominn tími á endurnýjun til að
börn og unglingar fái sem besta
kennslu.
50 ára afmæli
GSS heldur upp á 50 ára afmælið með
ýmsum hætti. Afmælisrit verður gefið
út og dreift til allra heimila og
fyrirtækja í Skagafirði. Þar verða
greinar og viðtöl og birtur hluti af sögu
klúbbsins, en saga GSS er hluti af sögu
Skagafjarðar. Fleiri viðburðir verða á
árinu svo sem afmælismót og
afmælishóf. Nokkrir klúbbfélagar hafa
tekið sig saman og stefna á golfferð til
Póllands í haust. Átak verður gert í því
að ná til nýbúa og stofnuð verður
púttdeild sem hentar vel fyrir 70+
aldurinn.
Fyrirtækjum og stofnunum stendur
til boða að vera með starfsmannavið-
burði á Hlíðarendasvæðinu í samstarfi
við golfklúbbinn í sumar. Þar kemur
ýmislegt til greina, t.d. vanur/óvanur
mót, síðdegisgolfnámskeið, þrauta-
braut og fleira.
Framtíðin
Framtíðin er björt. Golf nýtur mikilla
vinsælda á Íslandi með næstflesta
iðkendur samkvæmt tölum frá ÍSÍ.
Golfið hefur sannað gildi sitt sem
heilsubót og fjölskylduíþrótt sem
hentar fólki á öllum aldri. Einnig eru
mikil tækifæri í golfferðamennsku
fyrir GSS og Skagafjörð.
Kristján Bjarni Halldórsson,
formaður GSS, formadur@gss.is
AÐSENT | Kristján Bjarni Halldórsson skrifar
Golfklúbbur Skagafjarðar 50 ára
mikilvægt að komast að við ríkis-
stjórnarborðið til að vinna því
brautargengi.
Fjarvinnsla á Skagaströnd
Í aðgerðaáætlun má finna kafla um
fjarvinnslustöðvar. Markmiðið er að
koma opinberum gögnum á stafrænt
form og fjölga atvinnutækifærum á
landsbyggðinni. Komið verði á lagg-
irnar starfsstöðvum á nánar tilgreind-
um svæðum sem fái það verkefni að
koma opinberum gögnum stjórnvalda
á stafrænt form. Ríkið kæmi að því
með því að taka þátt í að endurgreiða
allt að 80% af kostnaði við hvert
stöðugildi.
Auglýst var eftir verkefnum til að
styrkja og kom það í hlut valnefndar
að ákveða hvaða verkefni yrðu valin.
Að þessu sinni voru þrjú verkefni sem
hljóta styrk á árinu 2019-2020. Þessi
verkefni eru á Norðurlandi og eitt af
þeim er verkefni sem snýr að því að
gagnagrunnur sáttanefndarbóka verði
myndaðar og komið á stafrænt og
veflægt from. Verkefnið verður unnið
af Rannsóknasetri Háskóla Íslands á
Skagaströnd, í samstarfi við Héraðs-
skjalasafn Skagfirðinga og Þjóðminja-
safnið. Þetta er styrkur allt að 31.6
m.kr. til næstu þriggja ára.
Níu rannsóknarsetur Háskóla Ís-
lands eru um landið og er þetta
mikilvægur liður til að skapa aðstöðu
til rannsókna á landsbyggðinni og
skapa tengsl Háskólans við atvinnu-
og þjóðlíf. Auk þess styrkja þau
byggðalögin með því að skapa
fjölbreytni og styrkja þannig mannauð
samfélagsins.
Halla Signý Kristjánsdóttir
7. þingmaður Norðvesturkjördæmis.
Ungir golfarar. MYND: GSS
4 04/2020