Feykir


Feykir - 29.01.2020, Síða 7

Feykir - 29.01.2020, Síða 7
Gullfallegir drengir og sigurvegarar Lávarðadeildar Pollamóts 2017. MYND: ÖGMUNDUR ARNARSON að taka verkefnið að sér og hófust æfingar 23. febrúar. Það má segja að árið 1991 hafi verið mun erfiðara í sögu Þryms en 1990. Má rekja það til árangurs fyrra árs. Menn spurðu sig hvort rétt hefði verið að stofna nýtt lið sem sýndi ekki betri árangur en raun bar vitni. Þetta kom niður á æfingasókn hjá leikmönnum og áhuginn fór þverrandi eftir því sem leið á veturinn. Sökum þess treysti þjálfarinn sér ekki til að halda áfram og urðu þjálfaraskipti þann 10. mars. Ákveðið var á stjórnarfundi að Árni Friðriks- son tæki að sér þjálfun liðsins. Fyrsti leikur sumarsins var 25. maí, gegn Neista, Hofsósi, sem vann með 5 mörkum gegn 1. Úrslit sumarsins urðu sem hér segir: Neisti – Þrymur 5-1 Þrymur – Hvöt 1-6 HSÞ b – Þrymur 9-1 SM – Þrymur 4-2 Þrymur – UMSE b 1-4 Kormákur – Þrymur 7-0 Þrymur – Neisti 0-2 Hvöt – Þrymur 6-l Þrymur - HSÞ b 1-8 Þrymur – SM 2-2 UMSE b Þrymur 9-0 Þrymur – Kormákur 1-4 Lokastaðan L S J T Mörk Stig Hvöt 12 8 4 0 47-18 28 HSÞ b 12 7 3 2 41-16 24 Kormákur 12 7 1 4 34-15 22 Neisti 12 4 3 5 21-25 15 SM 12 3 3 6 19-30 12 Þrymur 12 0 1 11 11-66 1 (Ísl. knattsp.1991 bls. 81) Þrymur fékk slæma útreið þetta sumar og var með áberandi slakasta liðið í sínum riðli en samt var haldið áfram, þrátt fyrir mikið mótlæti. Þurfti oft að smala í leikina til að hafa fullskipað lið. Af árangri liðsins að segja, má hafa eftir ummæli stjórnarinnar í ársskýrslu UMSS 1991: „Árangurinn verður ekki mældur í stigum eða fjölda marka, heldur þeim mikla mannskap sem tók þátt í mótinu og ánægjunni sem því fylgdi.“ Þrymur tók þátt í héraðsmóti UMSS í knattspyrnu þetta sumar og betur gekk þar en í Íslandsmótinu, því fleiri stig náðust í viðureignum við andstæðingana. En svona var lokastaðan á mótinu: UMF Tindastóll 14 stig UMF Neisti 10 - Þrymur 8 - UMF Glóðafeykir 2 - Á haustdögum var ákveðið að stofna körfuknattleiksdeild innan félagsins, sem hefði sér stjórn og sjálfstæðan fjárhag og tæki þátt í Íslandsmóti í körfuknattleik. Þriggja manna stjórn var kjörin: Formaður: Halldór Ingi Steinsson Gjaldkeri: Birgir Valgarðsson, Ritari: Stefán Ó. Stefánsson Ekki er ætlun mín að greina frá starfsemi deildarinnar nánar. En á aðalfundi félagsins þann 16. janúar árið eftir var deildin viðurkennd í félagið. Breyta þurfti lögum um aðalstjórn og var samþykkt að stjórn knattspyrnudeildar væri í senn stjórn deildarinnar og aðal- stjórn félagsins. Ný stjórn var skipuð og hlutu eftirfarandi kosningu: Formaður: Páll Friðriksson Varaformaður: Ragnar Kárason Gjaldkeri: Sigrún Angantýsdóttir Ritari: Halldór Ingi Steinsson Meðstjórnandi: Árni Friðriksson (Fundarg. bók) Þriðja starfsár 1992 Eins og fyrra ár gekk illa að finna þjálfara fyrir liðið en mikið var pressað á Þórarin Thorlacius að reyna aftur og tókst að lokum að fá samþykki hans til þess. Leikmenn voru jákvæðir, áhuginn óx og æfingasóknin jókst og leikið var af krafti þótt úrslit yrðu óhagstæð. Þó tókst Þrymi betur upp en árið áður og fékk fleiri stig. Úrslit urðu þessi: Kormákur – Þrymur 6-0 Þrymur – SM 1-1 Hvöt – Þrymur 7-0 Neisti – Þrymur 4-0 Þrymur - HSÞ b 1-5 Þrymur – Kormákur 0-4 SM – Þrymur 0-1 Þrymur – Hvöt 1-4 Þrymur – Neisti 0-6 HSÞ b – Þrymur 3-1 Lokastaðan L S J T Mörk Stig Hvöt 10 10 0 0 33-8 30 Kormákur 10 6 1 3 23-9 19 Neisti 10 5 0 5 23-17 15 HSÞ b 10 5 0 5 23-21 15 SM 10 1 2 7 13-25 5 Þrymur 10 1 1 8 5-40 4 (Ísl. knattsp. 1992 bls. 81) Fyrsti titill sem Þrymur fékk var í héraðsmóti UMSS í knatt- spyrnu. Þar kepptu þrjú lið: Þrymur, Neisti og Tindastóll b og vann Þrymur mótið með sigri á Neista og jafntefli við Tindastól b og varð þar með héraðsmeistari. Um mitt sumar skráðu sig nokkrir drengir til þátttöku í héraðsmóti UMSS í frjálsum íþróttum og sundi. Tveir þeirra unnu til verðlauna. Í sundi: Keppandi Birgir Valgarðsson, 100 m bringa, 3. verðlaun. Í frjálsum: Keppandi Árni Friðriksson, sleggjukast, 3. verðlaun Á haustdögum 1992 var ákveð- ið að færa út kvíarnar enn meira og gefa mönnum kost á að kynnast og æfa glímu. Þar fór Árni Friðriksson fremstur manna. Hann var búinn að kynnast íþróttinni áður og gat miðlað þekkingu sinni til áhugasamra glímukappa framtíðarinnar. Í janúar 1993 var svo glímudeild stofnuð og Oddbjörn Magnússon kjör- inn formaður. Deildin var samþykkt sem sér deild innan Knattspyrnufélagsins Þryms á aðalfundi þess 1993. Lokaorð Frá stofnun félagsins og fram að aðalfundi 29. janúar 1993 hefur Knattspyrnufélagið Þrymur vaxið jafnt og þétt. Stofnfélagar voru um 30, en félagar voru komnir upp í rúma 90 þremur árum síðar og störfuðu í þremur deildum. Það má sjá út frá þessari samantekt að félagið á sér bjarta framtíð um ókomin ár ef rétt er haldið á spöðunum. Enn keppir Þrymur Þó Þrymur sé ekki til sem eiginlegt íþróttafélag er samt verið að keppa undir þess nafni enn í dag. Einn af gömlu kempunum, Óli Viðar Andrésson, stendur styrkur í brúnni og skráir félagið í tvö til þrjú fótboltamót á ári. „Það sem við höfum verið að reyna að gera er að taka þátt í þremur mótum á ári og staðið okkur alveg prýðilega í því. Við höfum meira að segja hampað titli þegar við unnum í Pollamóti Þórs fyrir þremur árum síðan. Svo spiluðum við til úrslita á Würth mótinu í vetur, en enduðum í öðru sætinu. Við höfum verið að fara á þessi þessi þrjú mót, Pollamótið og jólamót Þórs á Akureyri og Würth mótið fyrir sunnan,“ segir Óli en ekki er um neinar skipulagðar æfingar að ræða hjá félaginu. „Það er hver í sínum hóp og stundum hafa menn utan Skagafjarðar einnig tekið þátt með okkur. Við erum enn að spila í flokki 38+ en meðalaldurinn var 48 ára í síðasta móti af því að það var einn sem ekki hafði náð fertugsaldrinum og komumst þess vegna ekki í 40+.“ Þegar Óli er beðinn um að rifja upp smá úr fortíðinni segir hann upplifunina af því að vera í Þrym algjörlega stórbrotna. „Það var alveg gríðarlega gam- an. Mikill keppnisandi í liðinu og menn lögðu sig iðulega alla fram, bæði utan vallar sem innan. Ég var í fjögur sumur en við unnum aldrei neina titla þá, en mjög gaman samt. Þetta var orðið helvíti þunnt þarna í restina og líklega var það sumarið 1995 sem keppt var í Íslandsmótinu í síðasta sinn.“ Þrymur tók þátt í utandeildarkeppni Breiðabliks og hömpuðu bikarnum árið 2009. MYND AF NETINU 04/2020 7

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.