Feykir - 29.04.2020, Blaðsíða 3
Fyrsta skóflustungan tekin
Börn í leikskólanum Tröllaborg
á Hofsósi, ásamt Önnu Árnínu
Stefánsdóttur, leikskólastjóra,
og Ásrúnu Leósdóttur, deildar-
stjóra, tóku á mánudaginn
fyrstu skóflustunguna að
nýjum leikskóla sem rísa mun á
staðnum. Athöfnin fór fram í
björtu og fallegu vorveðri sem
var vel við hæfi.
„Það er sérstaklega ánægjulegt
að framkvæmdin sé farin af
stað og verktakinn ætlar sér að
vinna verkið hratt og vel. Það er
stefnt að því að nýr leikskóli
geti verið kominn í gagnið
snemma á næsta ári og þá er
langþráðum áfanga náð,“ segir
Sigfús Ingi Sigfússon, sveitar-
stjóri Svf. Skagafjarðar, von-
góður um að nýr skóli muni
breyta miklu.
„Leikskólinn á Hofsósi er þá
kominn í nýtt og gott húsnæði
sem stenst allar kröfur sem
gerðar eru til starfseminnar,
auk þess sem hægt er að bæta
fleirum börnum við í leik-
skólavistun ef eftirspurn eykst.
Þá horfa menn einnig til frekari
uppbyggingar á svæðinu því í
fjárhagsáætlun ársins 2020 er
gert ráð fyrir hönnun á
íþróttahúsi á Hofsósi.“ Hann
segist hlakka ákaflega til þess
að sjá starfsemina hefjast í nýrri
og glæsilegri byggingu.
Byggingafélagið Uppsteypa
sér um framkvæmdir en það
átti lægsta tilboð í verkið,
159.705.806 kr. /PF
Nýr leikskóli á Hofsósi
TAKK FYRIR AÐ STANDA VAKTINA!
Starfsfólk í verslun og þjónustu
gegnir mikilvægu hlutverki í að
halda samfélaginu gangandi.
Munum að þakka því fyrir,
förum varlega, virðum sóttkví
og tveggja metra regluna.
Við erum komin á facebook:
https://www.facebook.com/VmfSkagafjardar/
C80 M0 Y63 K75
C0 M30 Y100 K0
R34 G70 B53
R234 G185 B12
#224635
#eab90c
PANTONE 560C
PANTONE 130C
Allir með Feyki!
Það er mikilvægt að halda úti fjölmiðli
sem segir fréttir og fjallar um fólk
af Norðurlandi vestra.
Allir íbúar á svæðinu
– sem og brottfluttir – eru Feyki mikilvægir sem
umfjöllunarefni og áhangendur.
Stefna Feykis er að gefa út vandað
svæðisfréttablað jafnframt því að halda úti vefmiðli
– á jákvæðum nótum. Blaðið kemur út 48 sinnum
á ári og fer til áskrifenda og er selt
í lausasölu í landshlutanum.
Áskrifendur eru Feyki nauðsynlegir.
Er ekki upplagt að gerast áskrifandi
að góðu blaði og fréttum af þínu fólki?
Hafðu samband í síma 455 7171
eða sendu póst á feykir@feykir.is
BORGARFLÖT 1 | 550 SAUÐÁRKRÓKUR | SÍMI 455 7176 | FEYKIR.IS
17/2020 3
Anna Á. Stefánsdóttir mundar skófluna ásamt leikskólabörnum á Tröllaborg, Ásrún
Leósdóttir stendur álengdar. MYND: AUÐUR BJÖRK