Feykir


Feykir - 29.04.2020, Side 7

Feykir - 29.04.2020, Side 7
Sara Ólafsdóttir býr á Reykjum í Hrútafirði. Hún er kennari við Grunnskóla Húnaþings vestra en þar var skóla lokað þann 18. mars vegna COVID smits. Eins og kunnugt er var sveitarfélagið svo skömmu síðar sett í svo- kallaða úrvinnslusóttkví sem hafði í för með sér mjög miklar takmarkanir á umferð fólks út af heimilum sínum. „Sem starfandi kennari við Grunnskóla Húnaþings vestra er óhætt að segja að C19 hafi litað daglegt líf mitt og starf allnokkuð en við fórum svo sannarlega ekki varhluta af veirunni sem hefur kollvarpað skólastarfi hér í sýslunni í lengri tíma. Við stimpluðum okkur rækilega inn í COVID-partýið strax um miðjan mars þegar allur skólinn var settur í sóttkví. Í kjölfarið tók við vægast sagt einkennilegur tími, tími þar sem virkilega reyndi á þraut- seigju, aðlögunarhæfni og æðruleysi, jafnt nemenda sem starfsmanna. Kennsla fór alfarið fram í fjarkennsluformi allt fram að páskafríi. Eftir páska höfum við getað verið með kennslu í skólanum 1-2 daga í viku fyrir hvert stig og eru það kærkomnir dagar í návist nemenda og samstarfs- fólks,“ segir Sara. Sara telur nokkuð öruggt að hún hafi fengið vírusinn alræmda. „Jú ég hef mjög sennilega fengið þetta þó það hafi ekki verið staðfest með sýni. Eftir að pabbi veiktist og var greindur með COVID var haft samband við mig og þar sem ég hafði verið veik á sama tíma og mjög mörg einkenni pössuðu við COVID var ég sett á lista hjá COVID-teyminu yfir einstakl- inga með COVID án sýnatöku,“ segir Sara og bætir við að þetta hafi verið um það leyti sem skortur hafi verið á pinnum til sýnatöku og því þótt óþarfi að taka fólk í tékk sem var frá heimilum þar sem smit var þegar greint. „Ég var hundveik í þrjá daga en svo bara slöpp í nokkra daga eftir það. Hins vegar hef ég verið mjög lengi að ná mér almennilega og er í raun ekki enn búin að ná fyrri heilsu, það fann ég fljótt þegar ég ætlaði að fara af stað og byrja aftur að hreyfa mig líkt ég er vön. Þá versnaði mér heldur aftur en nú reyni ég að vera svolítið skynsöm og fara varlega. Þetta virðist ætla að taka sinn tíma.“ Sara Ólafsdóttir | REYKJUM Í HRÚTAFIRÐI Litlu hlutirnir og fólkið okkar Sara. AÐSEND MYND Sara er mikil íþrótta- og útivistarmanneskja og segist því hafa átt sérlega erfitt með að höndla veikindin og inniveruna sem þeim fylgdi. „Ég held að ég geti með sanni sagt að C19 hafi kennt mér ýmislegt, ekki aðeins aukna þolinmæði gagnvart veikindum og krefjandi aðstæð- um í samfélaginu heldur fylgir þessu öllu saman sterk áminn- ing um það að taka engu sem gefnu í lífinu, að þakka fyrir góða heilsu og fólkið sitt. En hvaða fólk er þetta sem við köllum fólkið okkar? Er það e.t.v. meira en okkar nánasta fjölskylda, vinir og kunningjar? Síðastliðinn vetur höfum við sem samfélag þurft að takast á við mörg afar krefjandi verk- efni. Þessi verkefni hafa vissu- lega tekið sinn toll og reynt á þolrifin en ég er sannfærð um að þau hafa ekki síður haft jákvæð áhrif á hugsunarhátt okkar og eflt með okkur náungakærleik og samkennd því einhvern veginn verður allt samfélagið ,,fólkið okkar" við aðstæður sem þessar. Jafnvel einstaklingar sem við höfum í raun gefið tiltölulega lítinn gaum fram til þessa eða aldrei átt bein samskipti við, verða okkur ofarlega í huga þegar erfiðleikar á borð við veikindi og válynd veður herja á. Okkur stendur ekki á sama. Nálægðin er aldrei meiri en einmitt þegar eitthvað bjátar á. Að sama skapi má segja að smám saman hafi runnið upp fyrir mér hve stóran sess samferðafólk mitt skipar í mínu lífi, hve stórt skarð er hoggið í tilveruna þegar öllum litlu hversdagslegu hlutunum er kippt út úr rútínunni. Í stað þess að horfa til annarra með ótta eða tortryggni vegna mögulegra smita, fann ég aðeins vaxandi kærleika og væntumþykju í garð náungans, til fólksins í samfélaginu mínu sem ég virkilega saknaði að umgangast hvort sem það var í vinnu eða frístundum. Bara það að geta heilsað Helgu ritara sem mætir okkur sem störfum við skólann iðulega með bros á vör að morgni dags. Að eiga hláturskast úti á bílaplani með Haddý stuðningsfulltrúa í daufri morgunskímunni. Já eða það að enda annasama viku á léttu nótunum með lífsglöðum unglingum og föstudagsgríni í boði Eiríks samkennara. Allt er þetta ósköp hversdagslegt en á sama tíma ómetanlegt; á degi hverjum ótal augnablik í mannlegri tilveru sem okkur hættir svo oft til að fljóta í gegnum í amstri dagsins án þess að taka eftir og njóta þeirra til fulls. Það eru ekki síst þessi augnablik, litlu hlutirnir, sem gefa hversdagslífinu lit og skipta sköpum þegar upp er staðið. Það breytist seint.“ Stefanía Sif Traustadóttir | SAUÐÁRKRÓKI Stundum fær maður nóg af sjálfum sér Stefanía Sif Traustadóttir býr á Sauðár- króki þar sem hún gegnir starfi forstöðu- manns Dagdvalar aldraðra hjá Sveitar- félaginu Skagafirði. Þar sem skjólstæð- ingar Stefaníu eru í hópi viðkvæmustu þegna landsins var starfsemi dagdvalar lokað í fyrstu viku mars og Stefanía því ekki farið varhluta af ástandinu þó fá smit hafi greinst í sveitarfélaginu. „Áhrif COVID-19 á daglegt líf hafa verið nokkur og óhætt er að segja að ýmislegt hafi breyst. Ég er mikil rútínumanneskja og skipulag er mér mikilvægt bæði hvað varðar mig sjálfa og atvinnu mína. Ég hef til dæmis verið að reyna að temja mér það að taka bara einn dag í einu núorðið, enda getur álag fylgt breyttum aðstæðum,“ segir hún aðspurð um áhrif vírussins á daglegt líf hennar. „Ástand þetta hefur haft mest áhrif hvað varðar atvinnu mína, en vegna þeirra við- kvæmu einstaklinga sem hafa daglega við- veru í dagdvöl þá var sú ákvörðun tekin að loka starfseminni samhliða heimsóknarbanni á öldrunarheimilinu enda sama húsnæði og mikill samgangur. Við lokunina tók við mikil vinna við endurskipulagningu þjónustu og er sú vinna sífellt í gangi, enda fordæmalausar aðstæður. Ég hitti því þá einstaklinga sem koma í dagdvöl mun minna, sem og sam- starfsfólk mitt, en núna fara samskipti að mestu leyti fram í gegnum tölvu og síma. Í stað þess að hitta samstarfsfólk mitt á hverjum degi þá tökum við vikulegan stöðu- fund með tveggja metra regluna að leiðarljósi. Stefanía Sif. AÐSEND MYND Ég sakna þess mikið að geta ekki verið samvistum við bæði samstarfsfólk og þjón- ustuþega eins og áður. Samskipti eru lykill að jákvæðum tengslum sem gefa lífinu gleði og innihald, sérstaklega þegar maður starfar með þeim frábæru einstaklingum sem ég starfa með. Fyrir COVID fór maður á fundi hér og þar en nú fer mikill tími í fundarhöld í gegnum fjarfundarbúnað, en afar mikilvægt er að vera vel upplýst og inn í öllum málum er varða mitt starf, rekstur dagdvala almennt í COVID og fleira.“ Nú hillir undir tilslakanir á samkomubanni og því væntanlega einhverjar breytingar í farvatninu. „Nú þegar líður að tilslökun á heimsóknarbanni og öðrum sóttvarnarráð- stöfunum þá tekur við annars konar vinna sem fara þarf hægt í og mikið sem þarf að hafa í huga enda viljum við ekki fá uppsveiflu í smitum og miða ég alla vinnu við verkferla almannavarna og sveitarfélagsins,“ segir Stefanía. „Það má alveg nefna það hér að starfsfólk sveitarfélagsins, og í raun allir Skag- firðingar, eiga hrós skilið fyrir það hversu vel hefur gengið og þurfum við að gæta þess að sofna ekki á verðinum og slaka ekki um of á.“ Stefanía segir að óneitanlega hafi COVID einnig haft talsverð áhrif á daglegt líf hennar. „Hvað geðheilsu mína varðar þá er hún nokkuð góð, að ég held, en best væri að spyrja einhvern annan að því,“ segir hún glettnislega, aðspurð um andlegu hliðina. „Ég stundaði Crossfit áður en þurfti að loka líkamsræktarstöðvum sem hjálpar mér mikið við að halda geðheilsunni góðri, en ég er núna búin að koma mér upp búnaði heima og fer reglulega út að hjóla og ganga. Ég er félags- vera, þrátt fyrir að finnast gott að vera ein, en stundum fær maður nóg af sjálfum sér, sérstaklega þegar maður býr einn. Fyrir COVID var ég nánast aldrei heima, en nú hef ég verið mun meira heima við. Vinkonuhóparnir hafa verið duglegir að halda vikulega hittinga í gegnum tölvu í stað þess að hittast eins og við gerðum áður. Vinkonurnar búa flestar annars- staðar á landinu og fór ég áður oft til þeirra um helgar og þær komu til mín. Þær vinkonur sem búa hér í Skagafirði hittast ekki oft núorðið en við höfum verið mun duglegri að nýta okkur síma og tölvu í stað þess að hittast. Samgangur við fjölskyldu mína minnkaði ekkert sérstaklega en við erum mjög náin fjöl- skylda og er sunnudagsmaturinn í sveitinni mikið vítamín fyrir komandi vinnuviku.“ Stefanía segir að faraldurinn hafi engin áhrif haft á framtíðarplönin þar sem engin utanlandsferð var á dagskránni á árinu. Hins vegar hafi hún stefnt á að ferðast innanlands í sumar og ætlar að halda því. „Svo er planið að hefja aftur nám við Háskólann á Akureyri og ljúka meistaranámi mínu næsta vor,“ segir Stefanía að lokum. 17/2020 7

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.