Feykir - 29.04.2020, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
17
TBL
29. apríl 2020 40. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Það var víða blíða á Norðurlandi vestra á sumardag-
inn fyrsta sem var sl. fimmtudag.
Það var líka líf við smábátahöfnina á Skagaströnd
þegar blaðamann Feykis bar að garði; reyndar engin
læti og örugglega engin ástæða til þegar sólin skín og
vindurinn hvílir lúin bein.
Fleiri myndir frá höfninni má sjá á Feykir.is. /ÓAB
Í apríl
Guðrún Jóhannesdóttir –
jafnan nefnd Fannlaugar-
staða-Gunna – varð ung
að árum lagskona Sig-
urðar Gíslasonar, sem
auknefndur var trölli, og
gerðist landnámsmaður á Fannlaugarstöðum, sem er á
fjöllum fram af Laxárdal ytri, og græddist fé. Sigurður var
kvæntur. Guðrún eignaðist nokkur börn og kenndi ýmsum
öðrum en Sigurði. Eitt hét Jón. Guðrún nefndi föður að
honum Bergþór bónda Jónsson á Sauðá í Borgarsveit og
víðar. Hann tók því ekki létt, sór þó ekki fyrir afskipti af
konunni og hét að lokum að annast barnið. Jón fór snemma
á hrakning og reyndist kerskinn og ódæll. Jóhannes Oddsson
(rangfeðraður framan af: Hallgrímsson) hét pörupiltur á
Skaga, olnbogabarn eins og Jón. Þeir lögðu lag sitt saman.
Þeim lék hugur á að slíta af sér það helsi, sem örbirgðin hafði
á þá lagt og ákváðu að fara í ránsferð, komast yfir matvæli og
fémuni. Fannlaugarstaðir urðu fyrir valinu. Þar var Jón
kunnugur húsaskipan, því að hann hafði dvalizt þar nokkuð
á vegum móður sinnar. Hann vissi, að Sigurður bóndi var
birgur að matvælum og átti ófáar kringlóttar í hrútspungi, er
hann geymdi í útihúsi. Þeir reyndu að búa sig sem bezt til
farar, því að framundan var 30-40 km krókaleið um föll og
firnindi, því að ekki þorðu þeir að fara langleiðina með
bæjum. Þeir höfðu meðferðis sleðagrind til að flytja fenginn
á. Er í Fannlaugarstaði kom og fólk var í svefni, hófust þeir
handa. Mest var þeim í mun að komast yfir matvæli, því að
oftast voru þeir svangir. Þeir fóru í skemmu og hlóðu sleðann
margs konar gæzku, svo sem hangikjöti, magálum og
kæfubelgjum, einnig stálu þeir skinnum og vænum kylli af
spesíum. Þar sem þeir voru langsoltnir og ferðlúnir, bættu
þeir sér skjótt í munni, tóku hressilega til matar, áður en þeir
lögðu aftur af stað út í náttmyrkrið og ófærðina. Heimferðin
gekk brösulega. Allt komst upp.
Þeir voru sakfelldir og dæmdir 2. desember 1850 til
3x27 vandarhagga refsingar á bert bak. Réttvísinni var þó
ekki fullnægt fyrr en árið 1853. /PF
Skagfirskur annáll
Kristmundar Bjarnasonar 1847–1947
1850
Skagaströnd
Svipmyndir frá smábátahöfninni
Ákvörðun seinkað
Sameiningarviðræður í A-Hún
Sameiningarnefnd sveitarfélaganna í Austur-Húna-
vatnssýslu hefur ákveðið að gera breytingar á tímalínu
sameiningarvinnu vegna heimsfaraldurs Covid-19 en í
upphaflegri áætlun var reiknað með að sveitarstjórnir
tækju ákvörðun um um hvort hefja skuli formlegar
sameiningarviðræður í lok apríl eða maí. Nú er áætlað
að það verði gert í september.
Á fundi sameiningarnefndar þann 16. apríl sl. voru
nýjar tímasetningar ákveðnar. Þar er gert ráð fyrir að
ráðgjafar kynni niðurstöður greininga og tillögur á
fundi sameiningarnefndar í lok maí eða byrjun júní en
tímasetning þess fundar mun ráðast af þróun
samkomubanns. Í sumar mun sameiningarnefndin
móta áherslumál og verkefni og eiga samráð við
þingmenn og ríkisstjórn. Um miðjan ágúst er gert ráð
fyrir að nefndin fjalli um tillögu um hvort hefja skuli
formlegar sameiningarviðræður og í september er svo
áætlað að sveitarstjórnir afgreiði tillöguna. /FE
Álft á Vatnsdalsá.
IÐNSVEINAFÉLAG
SKAGAFJARÐAR
Byggjum
réttlátt þjóðfélag
Við sendum félagsmönnum okkar
og landsmönnum öllum baráttukveðjur
og bestu framtíðaróskir í tilefni 1. maí
Á N4 verður sérstök dagskrá í tilefni af 1. maí.
Fylgist með!