Feykir


Feykir - 29.04.2020, Blaðsíða 2

Feykir - 29.04.2020, Blaðsíða 2
Þegar þessi pistill er í smíðum er ég í svo góðu skapi að ég ætla að biðja Óla Arnar, uppsetjara Feykis, að hafa nýja mynd af mér með pistlinum, en hann hefur haft öll völd um það hvaða mynd fylgir hverju sinni. Móðir mín minntist líka á það við mig í vetur að ég þyrfti að koma með skárri mynd af mér og ég verð að bregðast við því. Þess vegna talaði ég við Gunnhildi ljósmyndara sem gerði sitt besta við að hressa upp á kallinn og þetta er útkoman, (henni til varnar skal bent á að hún er ekki í lýtaaðgerðum). Þessi nýjung á að vera tákn um betri tíð enda framundan aflétting helstu hafta í þjóðfélaginu á þessum fordæmalausu tímum, svo ég noti þann gatslitna frasa. Og talandi um fordæmalausa tíma þá verð ég að hrósa okkur Íslendingum fyrir samstöðu og þolinmæði. Þeim verður ekki nógsamlega þakkað sem staðið hafa í eldlínunni í þessari baráttu okkar, þríeykið fræga og allir aðgerða- og við- bragðsaðilar sem komið hafa að verkefninu og svo þau sem hafa mátt dúsa í sóttkví eða einangrun. Þá eru ótaldar allar þær sjálfskipuðu Covid löggur sem hjálpa til við að benda á hvað betur megi fara. Sumir hafa reyndar farið flatt á of miklum náungakærleik, misst bæði æru sína og lifibrauð. Ung kona, sem taldi sig vera þess umkomin að hjúkra veikum á Vestfjörðum, bíður þess aldrei bætur, svo harkalega var farið með hana í fjölmiðlum. Sumir telja reyndar að hún hafi átt það skilið þar sem hún villti á sér heimildir en öðrum fannst óþarfi að slátra henni á opinberum vettvangi. Svo var það prestur einn sem vildi vara við téðri konu og upplýsti í viðtali gamlar syndir hennar og fyrir það var hann sviptur starfi sínu sem héraðsprestur á Suðurlandi. Ótalin eru þau fjölmörgu sem hafa þurft að draga saman seglin í sínum rekstri og jafnvel þurft að rifa þau alveg. Því fólki og fyrirtækjum ber að þakka fyrir fórnina og vil ég í lokin hvetja alla, sérstaklega þau sem sæmilega hafa farið út úr samkomubanni, að hugsa til þess þegar farið verður í sumarleyfi og geta verslað óhindrað í búðum eða litið á íþróttaviðburði. Ferðumst innanlands, kaupum glingur og styrkjum íþróttahreyfinguna. Senn mun byrinn fylla seglin og þá mun geisa Gammurinn á ný. Páll Friðriksson ritstjóri LEIÐARI Bráðum kemur betri byr Handfærabátum sem gera út frá Skaga- strönd fjölgar þessa dagana þó grásleppu- veiðin sé enn mest áberandi. Á Skagaströnd var landað rúmum 154 tonnum í síðustu viku en 27 bátar lögðu þar upp. Á Sauðárkróki lönduðu 11 skip og bátar og var heildarafli þeirra rúm 213 tonn. Þrír bátar lögðu upp á Hofsósi með tæp 19 tonn og á Hvammstanga landaði einn grásleppubátur 751 kílói. Heildarafli vikunnar á Norðurlandi vestra í vikunni sem leið var 386.987 kíló. /FE Aflatölur 19.– 25. apríl 2020 á Norðurlandi vestra Handfærabátum fjölgar SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SAUÐÁRKRÓKUR Badda SK 113 Grásleppunet 13.500 Drangey SK 2 Botnvarpa 155.291 Fannar SK 11 Grásleppunet 3.216 Hafey SK 10 Grásleppunet 12.621 Kaldi SK 121 Grásleppunet 3.529 Kristín SK 77 Grásleppunet 330 Kristín SK 77 Handfæri 363 Maró SK 33 Handfæri 369 Már SK 90 Grásleppunet 4.192 Steini G SK 14 Grásleppunet 10.832 Straumur EA 18 Grásleppunet 8.946 Alls á Sauðárkróki 213.189 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Handfæri 2.105 Arndís HU 42 Grásleppunet 7.314 Auður HU 94 Grásleppunet 10.167 Bergur sterki HU 17 Grásleppunet 20.681 Blíðfari HU 52 Handfæri 3.313 Blær HU 77 Handfæri 729 Bragi Magg HU 70 Handfæri 5.451 Dagrún HU 121 Grásleppunet 8.319 Elfa HU 191 Grásleppunet 6.698 Fengsæll HU 56 Grásleppunet 11.392 Geir ÞH 150 Þorskfiskinet 13.677 Hafdís HU 85 Grásleppunet 6.998 Hjalti HU 313 Grásleppunet 5.591 Hjördís KU 16 Handfæri 375 Hrund HU 15 Handfæri 1.038 Húni HU 62 Handfæri 4.208 Ísak Örn HU 151 Grásleppunet 3.484 Jenný HU 40 Handfæri 1.220 Kambur HU 24 Grásleppunet 7.910 Kópur HU 118 Handfæri 346 Loftur HU 717 Handfæri 1.346 Már HU 545 Grásleppunet 8.622 Smári HU 7 Handfæri 466 Svalur HU 124 Handfæri 1.730 Sæfari HU 212 Grásleppunet 6.068 Sæunn HU 30 Handfæri 2.095 Þristur BA 36 Plógur 13.000 Alls á Skagaströnd 154.343 HOFSÓS Njáll ÓF 275 Dragnót 628 Von SK 21 Grásleppunet 11.023 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet 7.053 Alls á Hofsósi 18.704 HVAMMSTANGI Steini HU 45 Grásleppunet 751 Alls á Hvammstanga 751 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Lærdómssamfélag í skólum í Skagafirði 1.350.000 úr Sprotasjóði Verkefnið Lærdómssamfélag í skólum í Skagafirði fékk úthlutað 1.350.000 krónum úr Sprotasjóði, en honum er ætlað að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik-, grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkom- andi skólastiga. Alls munu 26 verkefni víðsvegar á landinu hljóta styrki að þessu sinni en heildarupphæð styrkjanna er rúmlega 56 milljónir kr. Alls bárust 46 umsóknir um styrki þegar auglýst var fyrr í vetur og var heildarupphæð þeirra rúmar 155 milljónir kr. „Umsóknirnar bera vott um þá grósku sem einkennir íslenskt skólastarf, þarna eru fjölmörg spennandi verkefni sem án efa munu auðga nám og tækifæri bæði nemenda og kennara,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningar- málaráðherra, á vef ráðuneytisins. Herdís Á. Sæmundardóttir, sviðsstjóri fjöl- skyldusviðs Svf. Skagafjarðar, segir styrkinn tengjast gerð nýrrar menntastefnu sveitar- félagsins. „Við fórum í mikla vinnu við að gera nýja menntastefnu sem nær til fleiri en þeirra skóla sem sveitarfélagið rekur, þ.e Fjölbrauta- skólans og frístundastarfsins,“ segir Herdís en víðtækt samráð hafi verið haft við alla aðila skólasamfélagsins í héraðinu. Menntastefnan nær til allra barna og ungmenna í Skagafirði frá upphafi skólagöngu í leikskóla til loka náms í framhaldsskóla. Áhersla er lögð á að nám barna og ungmenna eigi sér stað bæði innan skólans sem og í frístundastarfi og aukna samvinnu ólíkra skólastiga, skólagerða og frístundar til að tryggja samfellu í námi. Við gerð menntastefnunnar voru haldnir opnir íbúafundir í Sæluviku 2019 þar sem mótun menntastefnunnar var m.a. unnin. „Við erum að ljúka vinnunni núna og búið að prenta út en við ætlum ekki að dreifa henni fyrr en í haust meðfram innleiðingu hennar í skólana.“ /PF COVID-19 | Breytingar eftir 4. maí Heimsóknir leyfðar aftur á HSN Heimsóknir verða leyfðar á hjúkrunardeildir HSN á Sauðárkróki og hjúkrunar- og sjúkra- deild HSN á Blönduósi frá og með næst- komandi mánudegi, 4. maí, þó með ákveðnum takmörkunum. Í tilkynningu til aðstandenda á heimasíðu stofnunarinnar segir að þó mikið hafi áunnist í baráttunni gegn COVID-19 sé enn full þörf á að sýna ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstaf- anir í heimsóknum. Þá er einnig nauðsynlegt að takmarka þann fjölda sem kemur inn í heimilin á hverjum tíma. Vonir eru bundnar við að heimsóknir verði rýmkaðar enn frekar í júní 2020. Nánari upplýsingar varðandi heimsóknir má finna á undirsíðum starfsstöðvanna á Blönduósi og á Sauðárkróki. /FE 2 17/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.