Feykir - 29.04.2020, Side 6
Erna Baldursdóttir rekur
hárgreiðslustofuna Hjá Ernu
á Sauðárkróki þar sem hún
býr ásamt manni sínum. Í
kjölfar hertra reglna í sam-
göngubanni var henni gert að
loka stofunni en sér nú fram á
bjartari tíma þegar slakað
verður á reglum þann 4. maí.
„COVID-19 er ástand sem
hefur komið manni á mjög
skrítinn stað í lífinu, að hafa ekki
stjórn á atburðum og aðstæðum.
Hjá okkur var kominn skiptinemi
til árs dvalar frá Chile og það eitt
og sér var mikil áskorun, gaman
en á sama tíma lærdómsríkt.
Þrem dögum eftir að búið var að
lýsa yfir heimsfaraldri tóku skipti-
nemasamtökin þá ákvörðun að
hann yrði sendur heim til Chile.
Það var mjög skrítin tilfinning að
fá ekki að klára verkefnið sitt,“
segir Erna og bætir við að þrátt
fyrir þessa stóru breytingu hafi
hún ekki verið farin að skilja
alvarleikann til fulls. „Viku seinna
kom tilskipun um að ég þyrfti að
loka hárgreiðslustofunni minni.
Þá helltist yfir mann mikill kvíði og
óöryggi. „Þetta er lífsviðurværi
mitt og hvernig fer ég að því að
standa við skuldbindingar mínar.“
Að sjálfsögu olli þetta mér miklu
hugarangri, ég hlustaði á og las
fréttir út í eitt og sogaðist niður í
svartsýni. „Traust“ var orðið sem
kom til mín, að trúa á og treysta
er það sem gerir gæfumuninn.
Trúa á að ríkistjórnin geri sitt
besta, að almannavarnir geri sitt
besta, treysta á okkur sjálf. Með
það að leiðarljósi ákvað ég að
nota þá orku í að byggja upp og
bæta. Ég fór í það að laga til í
atvinnuhúsnæði mínu, fá nýjar
hugmyndir, vera mjög dugleg að
hreyfa mig á hverjum degi, hlýða í
einu og öllu reglum almanna-
varna.“
Eins og hjá mörgum öðrum
hafa fjölskyldustundir orðið að
sitja á hakanum og segir Erna að
gæðastundir með fjölskyldunni
bíði betri tíma. „Þær munu koma
og verða mjög dýrmætar eins og
fyrr,“ segir hún. „Ég hlakka
ótrúlega til að hitta mömmu og
tengdamömmu, að vísu er maður
samt kvíðinn fyrir að fá þessa
veiru og hugsar til alls þess fólks
sem hefur veikst og um þá sem
hafa misst ástvini sína. Þegar
maður hugsar til þess þá verða
veraldleg gæði hjómið eitt.
Það sem mér þykir virkilega
óhugnanlegt er að þetta virðist
eins og rússíbanareið hverjir
veikjast og hverjir ekki. Þar af
leiðandi held ég að héðan í frá
verði töluverð breyting á sam-
skiptum okkar mannanna, en
gott er að vita og finna fyrir
samtakamætti þjóðarinnar, við
erum öll í sama liði. Að upplifa og
finna fyrir þeim kærleik sem
ummvefur allt samfélagið gefur
manni óbilandi trú á að við
komum út úr þessu sem sterkari
og betri þjóð. Sendum frá okkur
styrk út í alheims„kosmósið“ svo
eftir okkur verður tekið. Ég er full
þakklætis fyrir að vera Íslendingur
og búa á þessu fallega landi, mér
finnst ég vera ótrúlega heppin og
hvað þá að vera búsett í
Skagafirði og hafa alla þessa
fegurð við dyrnar,“ segir Erna sem
bíður þess full tilhlökkunar að
opna dyrnar fyrir viðskiptavinum
sínum í byrjun næstu viku.
Hugrún Sif Hallgrímsdóttir býr
á Skagaströnd ásamt fjölskyldu
sinni. Í Austur-Húnavatnssýslu
hefur enn sem komið er ekki
verið greint neitt smit en engu
að síður hefur faraldurinn haft
margvísleg áhrif þar. Hugrún
er skólastjóri Tónlistarskóla
Austur-Húnvetninga ásamt því
að vera kórstjóri og organisti
við Hólaneskirkju á Skaga-
strönd. Þá rekur hún, ásamt
manni sínum Jóni, Útfarar-
stofuna Hugsjón, en Jón er
einnig starfsmaður Vinnumála-
stofnunar.
„COVID-19 hefur haft alls
konar áhrif á líf okkar
fjölskyldunnar,“ segir Hugrún.
„Dóttir okkar átti að fermast í
vor og hefur því verið slegið á
frest þangað til í haust. Þá
ætluðum við hjónin að bregða
undir okkur betri fætinum og
fara til Póllands en það verður
einhver bið á því. Ótal fleiri
viðburðir hafa frestast en við
reynum að svekkja okkur ekki
of mikið á því.“
Mikil röskun á skólastarfi
hefur fylgt samkomubanninu,
bæði í grunnskólum og ekki
síður í tónlistarskólum.
„Heimilið okkar hefur
fengið nýtt hlutverk og hefur
svefnherbergisgangurinn gegnt
hlutverki tónlistarskóla, en ég
hef verið að kenna nemendum
mínum í gegnum tölvuskjáinn.
Stofan hefur verið útibú Vinnu-
málastofnunar þar sem Jonni
hefur unnið og dóttir okkar
kom heim úr framhaldsskóla
og hefur verið í fjarkennslu þar
sem hún finnur einhvern frið í
húsinu. Yngri börnin hafa að
UMFJÖLLUN
Fríða Eyjólfsdóttir
mestu verið í skólanum en þá
daga sem þau hafa verið heima
hefur eldhúsið verið útibú
grunnskólans. Við höfum reynt
að halda eins mikilli rútínu og
hægt er en stundum hefur það
bara alls ekkert tekist, suma
daga erum við eldhress, aðra
bara aðeins minna hress, bara
svona eins og gengur og gerist á
stóru heimili,“ segir Hugrún á
léttu nótunum.
Hugrún segir mikilvægt að
sjá ljósu hliðarnar á tilverunni
og alltaf sé hægt að gera gott úr
hlutunum. „Þótt COVID-19
hafi haft margt slæmt í för með
sér höfum við verið dugleg að
reyna bara að horfa á björtu
hliðarnar. Við söknum þess
auðvitað mikið að hitta ömmur
og afa og þá sem við höfum
ekki getað hitt sökum
ástandsins en við höfum líka
grætt fjölmargar gæðastundir
með börnunum, tekið saman
íþróttaæfingar í stofunni, farið í
göngu- eða hjólatúra, börnin
hafa bakað og eldað alls konar
kræsingar og við höfum gist í
hjólhýsinu í innkeyrslunni. Við
hjónin höfum einnig nýtt tím-
ann vel til að vinna að fyrir-
tækinu sem við stofnuðum ný-
lega, Útfarastofuna Hugsjón.“
Sem fyrr segir er hluti af
starfsvettvangi Hugrúnar í
kirkjunni. „Kórastarfið hjá mér
hefur legið algjörlega niðri og
ég hlakka mikið til að hitta
hópinn minn aftur í haust. Við
hjónin höfum þó haldið áfram
að flytja tónlist ásamt góðum
vinum okkar, Siggu og Halldóri,
þar sem útfarir hafa farið fram
með undir 20 manns og við
höfum líka haft streymi úr
helgistund í kirkjunni okkar.“
Eins og margir aðrir tekur
fjölskyldan stefnuna á að ferð-
ast innanlands í sumar. „Við
hlökkum mikið til að ástandið
gangi yfir en þangað til höldum
við bara okkar striki og bíðum
spennt eftir að geta ferðast um
landið okkar í sumar.“
til smitlaust út úr faraldrinum fer hann offari á öðrum svæðum. Á Norðurlandi
vestra hefur ástandið lagst misþungt á og Húnaþing vestra ekki farið varhluta af
ástandinu meðan önnur sveitarfélög hafa sloppið alfarið eða nálægt því. Feykir
hafði samband við nokkra íbúa svæðisins og forvitnaðist um hvaða áhrif ástandið
hefði haft á líf þeirra með tilliti til atvinnu og einkahaga. Allir hafa viðmælendurnir
þurft að breyta sínum háttum á einn eða annan veg en hafa haft það að leiðarljósi
að gera gott úr ástandinu og horfa jákvæðir til betri og bjartari tíma.
COVID-19 | Áhrif COVID á daglegt líf
Lærdómsríkur en
erfiður og krefjandi tími
COVID-19 faraldurinn hefur komið misjafnlega illa niður
á íbúum landsins og þá ekki síður hinum ýmsu lands-
hlutum. Meðan sumar byggðir virðast ætla að fara svo
Hugrún Sif Hallgrímsdóttir | SKAGASTROND
Heimilið fengið nýtt hlutverk
Hugrún Sif.
AÐSEND MYND
Erna Baldursdóttir | SAUÐÁRKRÓKI
Að treysta gerði gæfumuninn
Erna. AÐSEND MYND
6 17/2020