Feykir - 19.08.2020, Blaðsíða 2
Nú lýkur senn íslenska ferðasumrinu mikla. Sumarið sem
Íslendingar komust hvorki á sólarströndina á Tene né klifur í
Ölpunum og neyddust til að ferðast um gamla skerið.
Mörgum til furðu reyndist þetta
hin besta afþreying og hafði skerið
upp á margt að bjóða. Magnaðar
gönguleiðir í stórbrotnu landslagi
og tjaldsvæðin buðu upp á
fyrirtaks þjónustu. Nýir staðir
voru uppgötvaðir, s.s. Stuðlagil,
regnbogagatan á Seyðisfirði og
Seljalandsfoss, svo eitthvað sé
nefnt. Þú varst ekki maður með
mönnum nema birta myndir af
þér á samfélagsmiðlunum á þessum stöðum, helst á
uppblásnum einhyrningum eða við aðrar misgáfulegar
athafnir.
Nú heyrast enn fleiri sögur af ferðum landans í sumarlok.
„Hefur þú farið í Ábyrgi? Það er alveg magnaður staður“ eða
„vá ég vissi ekki að það væri svona mikið að skoða í borginni“
og hver af fætur öðrum kemur með stórbrotna lýsingu á því
sem sumarið hafði upp á að bjóða.
Þið verðið bara að afsaka en mér finnst þetta frekar
smáborgaralegt, smáborgarinn stjórnast af almennum ríkjandi
viðhorfum og leggur áherslu á að hverfa í fjöldann eða þóknast
fjöldanum, og í raun sorglegt að heimsfaraldur þurfi til að
Íslendingar líti við sínu eigin landi. Hingað til hefur svo sem
ekki verið ódýrt að fara hringinn. Verðið í vegasjoppunum
uppsprengt og bensínlítrinn ekki ókeypis. Í ár var hins vegar
hægt að fá gistingu á ágætis verði þar sem ekki var mikið um
útlendinginn á ferðinni þetta sumarið. Því ekki að undra að
landinn hafi gripið tækifærið og lagt landið undir fótinn í ár og
skoðað sig um túristalausa landið.
Þið megið samt ekki misskilja mig. Ég er alls ekki að gera
lítið úr upplifun þeirra sem hafa hrifist svona af landinu okkar/
sínu. Í raun finnst mér þetta pínu fyndið því að ég var sjálf í
þessum sporum fyrir ekki svo all löngu síðan þegar ég gerði
sjálf þessa uppgötvun. Já, reyndar ekki fyrr en eftir að hafa búið
í Danmörku í tvö ár. Þegar ég flutti svo aftur hingað heim
fannst mér þetta allt svo æðislegt og hef, má að segja, verið
meira og minna trillandi út um allt land síðan að uppgötva
nýja og flotta staði, fyrir mér.
Ég fagna því að þetta sumar hafi ekki þverfótað fyrir
Íslendingum að uppgötva landið sitt upp á nýtt. Vonandi
fækkar nú þeim sem hafa ekki farið hringinn eða farið oftar til
Tene heldur en út fyrir bæjarhólinn.
Hlakka til að hitta ykkur öll á ferðinni næsta sumar og bíð
spennt eftir sögum frá „nýfundnum“ stöðum.
Soffía Helga Valsdóttir blaðamaður
LEIÐARI
Landafundur
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Soffía Helga Valsdóttir, bladamadur@feykir.is
Auglýsingastjóri:
Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is
Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Hafnarsvæðið á Sauðárkróki
Sjóvörn og sandfangari í smíðum
Framkvæmdir við gerð
sjóvarnar og lenging
sandfangara á Hafnarsvæðinu
á Sauðárkróki hófust sl.
mánudagsmorgun en um er
að ræða gerð sjóvarnargarðs
meðfram Þverárfjallsvegi og
Skarðseyri á um 450 m kafla
og lengingu sandfangara um
30 metra. Það er verktaka-
fyrirtækið Víðimelsbræður
ehf. sem sjá um verkið.
Að sögn Dags Þórs Bald-
vinssonar verður sjóvörnin
hækkuð um u.þ.b. einn metra
þannig að hæð hennar verði
+5,0 m í hæðarkerfi hafnar-
innar. Verklok á öllum fram-
kvæmdum eru áætluð 31.
desember þessa árs.
Fréttir voru fluttar af mikl-
um skemmdum sem urðu á
sjóvarnargarðinum síðastliðinn
vetur þegar ítrekað flæddi yfir í
þeim miklu óveðrum sem riðu
yfir landið. Vonast er til að
hækkun garðana verði til þess
að þeir standist vond veður og
sjólag. Áætlun gerði ráð fyrir
því að framkvæmdir á Skarðs-
eyri, sem stefnt er að í ár, kosti
allt að 50 milljónir króna en
það eru Vegagerðin og Sveitar-
félagið Skagafjörður sem
standa að þeim. /PF
Slökkvilið Skagastrandar
Slökkvibíll verður endurnýjaður
Til stendur að endurnýja
bílakost slökkviliðs
Skagastrandar en
sveitarstjórn ákvað á fundi
sínum sl. föstudag að taka
tilboði frá Feuerwehrtechnik
Berlin en nauðsynlegt þykir
að bæta tækjakostinn.
Bifreiðin sem um ræðir er af
tegundinni MAN TGM og er
með 3000 lítra vatnstanki og
300 lítra froðutanki ásamt því
að vera búin öllum helsta
búnaði sem nauðsynlegur er til
slökkvistarfa. Verðtilboðið sem
liggur fyrir nemur 215.000
evrum eða um 34,8 milljónum
króna samkvæmt því sem
kemur fram í fundargerð
sveitarstjórnar Skagastrandar.
Starfssvæði Slökkviliðs
Skagastrandar nær yfir Skaga-
strönd og Skagabyggð frá Laxá í
Refasveit að Skagatá. Fram
kemur í fundargerðinni að
samtal hafi átt sér stað við
oddvita Skagabyggðar vegna
kaupa á bifreið og að sveitar-
stjórn Skagabyggðar væri
jákvæð fyrir fjárfestingunni.
Sveitarstjórn ræddi framkomið
tilboð og fyrirliggjandi gögn og
fól sveitarstjóra að ganga frá
samningi um kaupin.
Verður fjárfestingunni mætt
með lækkun á handbæru fé og
vísað til viðauka við fjárhags-
áætlun. /PF
Á meðfylgjandi loftmynd má sjá hvar sjóvarnargarðarnir munu verða staðsettir.
AÐSEND MYND
SSNV
Atvinnuráðgjafi með
nýsköpun sem sérsvið
Kolfinna Kristínardóttir hefur
verið ráðin til SSNV sem
atvinnuráðgjafi með áherslu
á nýsköpun. Kolfinna hefur
MA próf í hagnýtri menn-
ingarmiðlun og Bs próf í
ferðamálafræði. Í tilkynningu
frá SSNV kemur fram að
Kolfinna hafi sett upp
Matarhátíð í Skagafirði í
tengslum við meistara-
verkefni sitt þar sem áhersla
var lögð á nýsköpun í
matarmenningu og kynningu
á skagfirsku hráefni og
framleiðslu.
„Kolfinna hefur stjórn-
enda- og rekstrarreynslu úr
störfum sínum hjá Wow Air
auk þess sem hún hefur sinnt stjórnunarstörfum
í ferðaþjónustu. Meginstarfsstöð Kolfinnu verður
á Sauðárkróki en hún mun líkt og aðrir ráðgjafar
samtakanna vinna með aðilum
á Norður-landi vestra öllu.
Með ráðningu atvinnuráð-
gjafa með nýsköpun sem
sérsvið er verið að auka áherslu
á þennan mikilvæga þátt til
aukinnar verðmætasköpunar í
landshlutanum. Er það í takt
við áherslur í Sóknaráætlun
Norðurlands vestra fyrir árin
2020-2024. Í áætluninni er
meðal annars lögð áhersla á
fullvinnslu afurða sem fram-
leiddar eru á svæðinu, fjölgun
vaxtarbrodda sem og styrk-
ingu grunnstoða í atvinnu-
lífinu, svo sem í ferðaþjónustu,
landbúnaði og sjávarútvegi,“
segir í tilkynningu SSNV.
Kolfinna, sem er búsett á Sauðárkróki, hefur
störf þann 1. september 2020. /PF
Kolfinna Kristínardóttir,
atvinnuráðgjafi hjá SSNV
MYND AF NETINU
2 31/2020