Feykir


Feykir - 19.08.2020, Blaðsíða 4

Feykir - 19.08.2020, Blaðsíða 4
Olíutankarnir á Króknum teknir niður Nýttir sem meltugeymar á Vestfjörðum Búið er að fjarlægja olíutanka Olíudreifingar, sem mikinn svip hafa sett á umhverfi Eyrarinnar á Sauðárkróki, af stöllum sínum og bíða komu norska flutningaskipsins Rotsund sem mun flytja þá á Vestfirði þar sem þeirra bíður annað hlutverk. Það er íslenska fyrirtækið Arctic Protein, sem keypti tankana en það fyrirtæki sérhæfir sig í að þjónusta laxeldisfyrirtæki, út- gerðir og aðra framleiðendur á fiski með því að taka við því hráefni sem ekki er nýtt til manneldis. Að sögn Víðis Arnar Guð- mundssonar, framkvæmda- stjóra Arctic Protein, verða tankarnir nýttir sem meltu- geymar á Vestfjörðum en þrír þeirra fara á Patreksfjörð, einn fer til Bíldudals og einn á Þingeyri. „Við framleiðum bæði KAT 2 og KAT 3 meltu, sem er síðar flutt út í áframvinnslu til Noregs. Fullunnu vörurnar eru svo ýmist nýttar sem fóður, lífgas eða áburður,“ segir Víðir. Tankarnir voru fluttir í síðustu viku og eru nú staðsettir á höfninni en áætlað er að þeir verði hífðir um borð í Rotsund um næstu helgi. Að sögn Páls Sighvatssonar, forstöðumanns Vélaverkstæðis KS, gekk flutn- ingurinn vel en það var á verksviði Vélaverkstæðis að undirbúa tankana fyrir flutn- inginn. „Það gekk mjög vel. Það var fenginn 100 tonna krani frá Kranabílum Norðurlands sem hífði þá á bíla og Steypustöð Skagafjarðar sá um að flytja þá. Við byrjuðum rétt eftir eitt og búið var að koma þeim á sinn stað um níu leytið um kvöldið. Okkar hlutur var að setja festingar á og tæma lagnir þannig að hægt væri að ganga að þessu verki,“ segir Páll sem finnst sjónarsviptir af þeim. „Maður á eftir að venjast því að sjá höfnina svona en það eru alltaf breytingar.“ Páll telur tankana vera í góðu ásigkomulagi og munu efalaust nýtast nýju eigendunum vel þrátt fyrir að þeir séu komnir til ára sinna. Sá elsti þeirra fimm er byggður 1949 en sá yngsti er frá árinu 1988. Olíuflutningar á þjóðvegina Nokkur ár eru síðan olía var síðast geymd í tönkunum, sem nú eru að hverfa frá Sauðárkróki, og allt birgðahald flutt til Akureyrar. Þaðan er eldsneyti ekið til notenda á Norðurlandi öllu. Heilbrigðisnefnd Norður- lands vestra, (HNV), hefur haft nokkrar áhyggjur af aukinni umferð olíudreifingabíla um viðkvæm svæði líkt og Öxna- dalsheiði en þar varð óhapp síðastliðið sumar er bíll Olíu- dreifingar, með um 30.000 lítra af olíu, hafnaði utan vegar með tilheyrandi mengun á við- kvæmri náttúru. Í kjölfarið reyndi Heilbrigð- iseftirlit Norðurlands vestra að fá upp hversu mikið magn væri verið að flytja af olíu um heiðina í september 2019 til Skagafjarðar og Húnavatnssýslu sem og magn olíu sem flutt var til Fjallabyggðar frá Akureyri í sama mánuði. Olíudreifing hafnaði að veita umbeðnar upplýsingar sem leiddi til þess að HNV áminnti Olíudreif- ingu í janúar sl. og skaut jafnframt málinu til Úrskurð- arnefndar umhverfis- og auð- lindamála til að knýja félagið til þess að upplýsa HNV um málið. Í júní sl. var greint frá því að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að HNV hafi ekki verið heimilt að krefja upp- Vel gekk að flytja tankana fimm niður á höfn þar sem þeir bíða flutnings vestur á firði. MYNDIR: PF UMFJÖLLUN Páll Friðriksson lýsinganna og því síður að áminna Olíudreifingu í kjöl- farið, eins og gert var, þar sem dreifing olíu var ekki starfs- leyfisskyld með skýrum hætti, þó svo að starfsemin væri eftirlitskyld sbr. 5. gr. reglu- gerðar 884/2017. Í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar um heimildir heilbrigðiseftirlitsins kemur fram að þær séu einkum fólgnar í að fræða, leiðbeina og veita upplýsingar og má ráða að nefndin telji þær skyldur sem reglugerðin leggur á herðar eftirlitsaðila, vart til eiginlegs opinbers eftirlits. Í umfjöllum Heilbrigðis- nefndarinnar um málið á heimasíðu sinni bendir hún á að óskin um upplýsingarnar hafi ekki verið af ástæðulausu þar sem flutningar með olíu á vegum hafi aukist mjög á sl. árum og nýlega orðið tvö stór mengunarslys í Skagafirði. Vísar nefndin þar í atvik sem að ofan greinir á Öxnadalsheiði og alvarlega mengun á Hofsósi þar sem fjölskylda þurfti að flytja úr húsi sínu vegna jarðvegsmeng- unar út frá lekum bensíntanki við N1. Enn er óvíst hversu mikil mengunin er á Hofsósi og er það mál enn í fullri vinnslu. Endar HNV umfjöllun sína á þessum orðum: „Af úrskurð- inum má draga þann lærdóm að lítið sem ekkert raunverulegt eftirlit sé með dreifingu olíu á Íslandi og skýra þurfi nánar heimildir heilbrigðisnefnda til afskipta af bryggjugeymum og olíugeymum sem ekki eru tengdir starfsleyfisskyldri starf- semi sbr. 5. gr. reglugerðar 884/2017. Ekki verður ráðið annað af úrskurðinum en að heimildir heilbrigðisefnda til þess að krefjast úrbóta á umræddum búnaði, sé vart til staðar. Í framhaldi af þessum tveimur málum er vert að velta upp þeirri spurningu, hvort að núverandi heimildir yfirvalda til að afla upplýsinga og kröfur sem gerðar eru til mengunar- varna bensínstöðva, eigi sér einhverja hliðstæðu á öðrum Norðurlöndum?“Olíubíll utanvegar á Öxnadalsheiði í júlí 2020 MYND: HNV.IS Fyrir og eftir. Eins og sjá má settu tankarnir sterkan svip á Eyrina og sumum þykir sjónarsviptir af þeim. 4 31/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.