Feykir


Feykir - 19.08.2020, Blaðsíða 12

Feykir - 19.08.2020, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 31 TBL 19. ágúst 2020 40. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Spenntur að hefja störf Marteinn nýr framkvæmdastjóri Veltis Marteinn segist mjög spenntur fyrir að hefja störf hjá Velti. MYND: VELTIR.IS Það hefur verið líf og fjör á reiðnámskeiði Hestamannafélagsins Snarfara á Skagaströnd og Reiðskóla Eðalhesta í sumar en seinna námskeið sumarsins lauk fyrir helgi en þau voru ætluð börnum í 1. til 7. bekk. „Eðalhestar hafa verið að koma til okkar núna í nokkur ár og hafa námskeiðin verið fullbókuð og stundum biðlisti eftir plássi. Reiðskólinn Eðalhestar eru með reiðskóla á sumrin á Sprett svæðinu í Kópavogi. Við erum svo heppin að eigendurnir, hjónin Magnús Líndal og Halla María, eru með hestana sína í haga hér rétt hjá Skagaströnd á veturna. Þannig að þau eru svo yndisleg að vera með námskeið hér áður en hestarnir fara í hvíld yfir veturinn,“ segir Dagný H. Þorgeirsdóttir formaður Snarfara. Hún segir ellefu pláss á hvoru námskeiði og bæði urðu þau fullbókuð í sumar og aðspurð segir hún þau hafa gengið vel. „Það gekk ljómandi vel og eru margir krakkarnir að koma ár eftir ár þannig að þau eru orðin vel hestfær. Krökkunum er kennt að þekkja hvað allur búnaðurinn heitir sem þarf fyrir útreiðar og almenna umhirðu á hestunum. Þeim er síðan kennt að halda rétt í tauminn og hafa stjórn á hestinum sínum. Farið er svo í reiðtúra alla dagana. Í einum reiðtúrnum er kíkt við í eitt hesthúsið þar sem öll dýrin eru skoðuð, kanínur, hænur, unga og endur. Hápunkturinn er svo síðasta daginn, þegar búið er að fara í reiðtúr og ganga frá hestunum, að grillaðar eru pylsur, sykurpúðar og poppað á kolagrillinu.“ Hægt er að sjá myndir af námskeiðunum á Facbooksíðu Snarfara og Eðalhesta. /PF Árslok Heimili í Skagafjarð- arsýslu voru alls 626. Íbúar voru samtals 4033, karlar 1944, konur 2089. - Nautpeningur alls 1575 gripir (þar með taldir kálfar). Sauðfé (ær, hrútar, sauðir og gemlingar) 38.582 talsins. Geitur reyndust 32. Hross alls 327l. Bújarðir (heimajarðir) voru alls 330 (hjáleigur taldar með heimajörðum). Skipaeign (hér miðað við fardaga árið 1852): 2 þilskip; 5 opin skip (8- og 12-æringar); 97 sexæringar og feræringar, 36 minni bátar og byttur. - Kirkjur í héraðinu voru 25 talsins. Fasta-kaupmaður var í Hofsósi og annar í Grafarósi. Fjöldi Skagfirðinga vestan Vatna og fjarðar verzluðu í Höfða, aðrir (Dalabændur) margir á Akureyri. Lausakaupmenn komu í Grafarós. /PF Skagfirskur annáll Kristmundar Bjarnasonar 1847–1947 1850 Líf og fjör á reiðnámskeiði á Skagaströnd Hápunkturinn síðasta daginn Aldeilis föngulegur hópur á reiðnámskeiði á Skagaströnd í ágúst. MYNDIRNAR eru fengnar af Facebook-síðu Reiðskóla Eðalhesta Marteinn Jónsson, sem áður gegndi stöðu framkvæmda- stjóra verslunar- og þjónustusviðs Kaupfélags Skagfirð- inga, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Veltis – Volvo atvinnutækjasviðs Brimborgar. Veltir er sölu- og þjón- ustuumboð fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og Volvo Penta bátavélar ásamt Hiab hleðslukrönum fyrir vörubíla. „Við erum mjög ánægð með að fá Martein til að taka við og leiða Veltisteymið inn í spennandi tíma en framundan er mikill uppgangur í innviðauppbyggingu á Íslandi. Veltir mun leika þar stórt hlutverk með sterk vörumerki, reynslumikla fagmenn og einstaka aðstöðu til að veita framúrskarandi þjónustu,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar á heimasíðu fyrirtækisins. „Ég er mjög spenntur fyrir að hefja störf hjá Velti og sé gríðarlega möguleika með þeim framúrskarandi sérfræð- ingum sem þar starfa í frábærri aðstöðu á Hádegismóum með öflug vörumerki,“ segir Marteinn í tilkynningu fyrirtækisins á Veltir.is. Við starfi Marteins hjá Kaupfélagi Skagfirðinga tekur Reimar Marteinsson kaupfélagsstjóri KVH á Hvamms- tanga. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.