Feykir


Feykir - 19.08.2020, Blaðsíða 10

Feykir - 19.08.2020, Blaðsíða 10
halda opnunarpartý en hætta þurfti við það þar sem seinni Covid bylgjan var að fara af stað á þessum tíma og vissara að fara varlega. Hún ætlar því að halda opnunarteiti síðar. „Ég tækla Covid eins og allar aðrar stofur í svipuðum bransa, sótthreinsa vel alla snertifleti milli viðskiptavina, dauðhreinsa öll tól sem ég nota, er alltaf með grímu og geri þá kröfu á viðskiptavini mína að vera einnig með grímu og byrja á því að þvo hendur þegar þær koma inn. Að öðru leyti finnst mér Covid ekki hafa mikil áhrif á starfsemina eins og er, ekki nema komi til lokunar vegna frekari samkomuhafta eins og gerðist í vor,“ segir Hrafnhildur, en eins og aðrir þurfti hún að loka stofunni heima í samkomubanninu. Ballerínan vinsælust Hingað til hafa konur verið helstu viðskiptavinir Hrafnhildar. Það hefur þó komið fyrir að karlmenn mæti til hennar í naglasnyrtingu og hún man eftir einum sem fékk gel á sínar eigin neglur. Segir Hrafnhildur það þó frekar óvanalegt en jafnframt skemmtilegt að fá karlana í stólinn þar sem umræðurnar verði þá af allt öðrum toga. „Allir eru að sjálfsögðu velkomnir“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur segist enn ekki hafa fengið neitt svakalega skrýtnar beiðnir um neglur. Vinsælasta lögunin á nöglunum er ballerína en þetta er mjög fjölbreytt, enginn einn stíll vinsælli en annar. Bleikur í alls konar tónum er vinsæll, frá fölbleikum upp í neon er það heitasta núna. Vinsælasti liturinn núna heitir Cosmopolitan frá magnetic. Þjónustan sem í boði er á stofunni er naglaásetningu, bæði í gel og akrýl. Einnig að fjarlægja neglur og gellakk á eigin neglur. Hún vonast þó til þess að geta aukið þjónustuúrvalið í framtíðinni. Það svakalegasta sem hún hefur þó lent í er þegar einn viðskiptavinur mætti með hrika- lega illa brotna nögl. Hún var brotin þvert yfir naglabeðið og fossblæddi úr öllu. Eftir að hafa ráðfært sig við kennarann sinn pússaði Hr a f n h i l du r nöglina niður, sótthreinsaði mjög vel og setti svo loks gel aftur ofan á sárið til að koma í veg fyrir frekari sýkingu. Þetta gréri svo vel. „Mér fannst verst hvað elsku konan kvaldist fyrst, en hugg- unin var sú að henni leið miklu betur á eftir“ segir Hrafnhildur og var ánægð yfir því að þetta endaði vel. En af hverju Game of Nails? „Já góð spurning,“ seg- ir Hrafnhildur og hlær. „Þegar ég var að búa til Facebook og Instagram síður fyrir neglurnar var ég akkúrat að horfa á Game of Thrones-þættina. Við systurnar fórum að djóka með að þetta ætti að heita Game of Nails og að cover ætti að vera glitter is coming. Okkur fannst við vera ógeðslega fyndnar og ég lét bara vaða. Ég velti því hins vegar alveg fyrir mér hvort það ætti að vera annað nafn á stofunni en mér líkaði bara svo vel við Game of Nails og finnst það líka vera smá skírskotun í nördinn í mér“. Noona appið: Game of Nails Facebook: Game of Nails Instagram: @gameofnailsiceland Símanúmer: 8981111 Game of Nails Sérhæfð naglasnyrtistofa opnar á Sauðárkróki VIÐTAL Soffía Helga Valsdóttir Í byrjun ágúst opnaði naglasnyrtistofan Game of Nails á Kaupvangstorgi 1 á Sauðárkróki. Samkvæmt heimildum Feykis mun þetta vera fyrsta snyrtistofan sem sérhæfir sig eingöngu í ásetningu á gervinöglum hér á Króknum. Hrafnhildur Viðarsdóttir, eigandi stofunnar og jafnframt eini starfsmaðurinn, segir að með því hafi langþráður draumur orðið að veruleika. Hrafnhildur er fædd og uppalin á Sauðárkróki, yngri dóttir h j ó n a n n a Maríu Grétu Ólafsdóttur og Viðars Sverris- sonar, en þær systur eiga tvo eldri samfeðra h á l f b r æ ð u r . Hún er gift Loga Snæ Knútssyni, verkstjóra hjá Rarik, og eiga þau þrjú börn, Snæbjörn Atla, 15 ára, Fanndísi Hildi, 10 ára og Dagmar Frostrós, 4 ára. Aðspurð segir Hrafnhildur að hana hafi lengi langað að læra að gera neglur. Hún lét verða af því árið 2017 og dreif sig í nám hjá Magnetic naglaskólanum í Reykjavík. Skólinn heldur stundum nám- skeið á Akureyri og nýtti hún sér það. Hún sér svo sannarlega ekki eftir þeirri á k v ö r ð u n . „Til að byrja með var ég nú bara að setja neglur á sjálfa mig, vini og ættingja en svo kom að því að ég missti vinnuna í fyrri Covid-bylgjunni og ákvað þá að nú væri bara alveg eins gott að nota tækifærið og uppfylla þann draum að opna eigin naglastofu,“ segir Hrafnhildur um aðdragandann að því að hún opnaði stofuna. Hún var alveg óhrædd við að opna svo sérhæfða snyrtistofu þar sem kúnnahópurinn er nú ágætlega stór og kemur frá mjög dreifðu svæði, sumar alveg frá Hvammstanga. Sumarið var svo nýtt í standsetningu og gat hún opnað stofuna í byrjun ágúst, sérútbúna naglasnyrtistofu. Að sögn Hrafnhildar stóð til að 10 31/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.