Feykir


Feykir - 19.08.2020, Blaðsíða 5

Feykir - 19.08.2020, Blaðsíða 5
Tindastólsmenn og lið Hugins/Hattar mættust um helgina á Egilsstöðum í rjómablíðu. Þetta voru fyrstu leikir liðanna að lokinni COVID-pásunni og var lið Tindastóls í þriðja sæti en heimamenn voru í næstneðsta sæti. Engin breyting varð á stöðu liðanna að leik loknum því liðin skiptu stigunum á milli sín en lokatölur voru 1-1 eftir að Stólarnir jöfnuðu enn eina ferðina í uppbótartíma. Markalaust var í hálfleik en á 51. mínútu kom Jesús inn á hjá heimamönnum og mín- útu síðar uppskáru Austfirð- ingarnir fyrsta mark leiksins sem Þorlákur Baxter gerði. Eftir þetta settu Stólarnir í annan gír og gerðu hvað þeir gátu til að jafna metin. Markið lét bíða eftir sér en eftir lag- legan snúning Konna á miðj- um vellinum náðu Stólarnir góðri sókn sem lauk með því að Luke Rae fékk boltann inni á vítateig Hugins/Hattar og Petar Mudresa braut á honum. Dómari leiksins dæmdi víta- spyrnu og sýndi varnarmanni heimamanna rauða spjaldið. Luke skoraði síðan af öryggi úr spyrnunni og jafnaði þar með metin. Stólarnir náðu einni ágætri sókn áður en flautað var af en náðu ekki að krækja í stigin þrjú. Sem fyrr segir er lið Tinda- stóls í þriðja sæti 3. deildar með 16 stig að loknum níu leikjum, hafa unnið fjóra leika, gert fjögur jafntefli og tapað einum leik. Jamie ánægður með leik Stólanna Jamie McDunough, þjálfari Tindastóls, var sáttur við leik liðsins en hann segir lið Tindastóls hafa verið með boltann 75% leiktímans og heimamenn hafi aðeins skap- að sér tvö færi í leiknum. „Við erum svekktir með markið sem þeir skoruðu. Það er í eina skiptið í leiknum sem við gerðum mistök í vörninni og þeir refsuðu okkur. Þeir sköpuðu sér tvö færi, eitt úr aukaspyrnu af löngu færi og markið. En svona er fót- boltinn! Frammistaðan eftir markið var frábær. Við sýnd- um karakter aftur, héldum áfram að spila okkur leik til loka og náðum að skora markið sem við áttum skilið. Þetta lið veit ekki hvernig á að tapa sem er mikil breyting frá því fyrir ári síðan! Luke Rae átti mjög erfiðan dag en leik- plan heimamanna gekk út á að koma í veg fyrir að hann og Benjamín fengju eitthvert pláss,“ segir Jamie sem engu að síður er gríðarlega ánægður með Luke og hældi honum fyrir að krækja í vítið og halda rónni þegar kom að því að framkvæma spyrnuna. „Strák- urinn er bara 19 ára! Það þarf sterkan karakter til að klára undir þessum kringumstæð- um.“ Þá var Jamie ánægður að hafa endurheimt Fannar Örn Kolbeinsson en hann skipti yfir í Magna sl. vetur. „Það er frábært að fá Fannar Örn aftur. Hann er einstaklingur sem er frábært að hafa í liðinu og hefur reynslu sem við munum þurfa á að halda næstu tvo mánuðina.“ Aðeins 15 leikmenn voru í hóp Tindastóls í gær og segir Jamie að Stólarnir þurfi að bæta við sig leikmanni eða leikmönnum til viðbótar við Fannar en Michael Ford og Halldór Broddi eru á förum. „Þannig að við erum í vand- ræðum ef menn meiðast eða lenda í leikbönnum,“ segir Jamie að lokum. /ÓAB ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Jafnt á Villa Park 3. deild | Huginn/Höttur – Tindastóll 1–1 Þrjár nýjar Stólastúlkur Kvennalið Tindastóls fær liðsstyrk Feykir hefur sagt frá því að í ljósi þess að það kvarn- aðist úr kvennaliði Tinda- stóls þá var stefnt að því að styrkja liðið fyrir síðari umferðina í Lengjudeild- inni. Nú í vikulokin höfðu þrjár stúlkur félagaskipti yfir í lið Tindastóls og verða þær klárar í slaginn á morgun þegar Afturelding kemur í heimsókn á Krókinn. Þetta eru þær Agnes Birta Stefánsdóttir, miðjumaður frá Þór/KA, Rakel Sjöfn Stefánsdóttir, kantmaður/ sóknarmaður sem sömu- leiðis kemur að láni frá Þór/ KA og loks Lára Mist Baldursdóttir, miðjumaður úr Stjörnunni. Allar koma þær frá liðum í efstu deild kvenna en hafa ekki fengið að spila mikið með liðum sínum í sumar. Þær munu styrkja hópinn og auka breiddina hjá liði Tindastóls eftir að Hallgerð- ur, Lara Margrét og Anna Margrét héldu í nám til Bandaríkjanna nú í lok júlí. /ÓAB Fyrsti leikur Stólastúlkna að loknu COVID-hléi fór fram á Króknum sl. sunnudag en þá kom sprækt lið Aftureldingar í heimsókn á gervigrasið. Leikurinn var í jafnvægi fyrstu 60 mínúturnar en þá fékk Taylor Bennett að líta rauða spjaldið í liði gestanna. Heimastúlkur nýttu sér liðsmuninn og gulltryggðu góðan sigur. Lokatölur 4-0 og Mur með þrennu. Lið Tindastóls tefldi fram þremur nýjum leikmönnum í dag í byrjunarliði þegar leikið var í sól og sumaryl á Króknum og áttu þær allar ágætan leik þrátt fyrir að hafa lítið æft með sínu nýja liði. Eins og oft áður voru mót- herjar Tindastóls liprari á boltanum og spiluðu betur sín á milli en vörn Tindastóls var sterk og beina leiðin fram nýttist liðinu vel eins og svo oft áður. Murielle Tiernan gerði fyrsta mark leiksins þegar hún nýtti styrk sinn og hraða og komst inn fyrir vörn gestanna á 16. mínútu og skoraði af öryggi. Hún fékk tvö önnur dauðafæri í fyrri hálfleik en brást bogalistin. Lið Aftureld- ingar var ekki síðra liðið en þeim gekk illa að skapa sér færi og staðan 1-0 í hálfleik. Gestirnir skoruðu mark snemma í síðari hálfleik sem dæmt var af og smám saman jókst pirringurinn í liði gest- anna og stanslaust dómara- nöldur var ekki að gefa mikið – eiginlega síður en svo. Lið Tindastóls var fast fyrir og gaf ekki þumlung eftir eins og eðlilegt er. Á 61. mínútu fékk Taylor Bennett rautt spjald – Bryndís Rut, fyrirliði Tindastóls, hirðir boltann af sóknarmanna Aftureldingar. Bryndís átt frábæran leik í vörninni. MYND: ÓAB Lengjudeild kvenna | Tindastóll – Afturelding 4–0 Góð byrjun Stólastúlkna eftir pásuna sennilega fyrir að slá til leikmanns Tindastóls. Þjálfari gestanna gerðist hávær og krafðist skýringa og fékk þá sjálfur að líta rauða spjaldið. Fimm mínútum síðar bætti Rakel Sjöfn Stefánsdóttur við öðru marki fyrir Tindastól með góðu skoti og nú voru allar sóknir Stólastúlkna hættulegar. Lið Aftureldingar gafst ekki upp og reyndi að sækja en komst lítt áleiðis. Mur bætti við tveimur týpískum Mur-mörkum, því fyrra á 72. mínútu og því síð- ara á 89. mínútu eftir frábæra sendingu frá Bergljótu. Að leik loknum fékk síðan aðstoðarþjálfari Aftureldingar að líta rauða spjaldið þannig að Mosfellingar náðu í hat- trick á þeim vígstöðvum. Ekki efnilegt! Það var eins og oft áður að lið Tindastóls hélt boltanum ekki vel innan liðs framan af leik og það gekk ekki vel að koma Jackie í takt við leikinn en hún er búin að stríða við meiðsli undanfarið. Vörnin hélt hins vegar vel og þar stjórnaði Bryndís umferðinni eins og herforingi. Lára Mist Baldursdóttir var sterk sem djúpur miðjumaður, var fín á boltanum og vinnusöm. Hugrún og Rakel Sjöfn voru mjög líflegar á köntunum þegar leið á leikinn og vörn gestanna opnaðist. Mur var síðan sjálfri sér lík uppi á toppnum, endalaust hættuleg og viljug og uppskar verð- skuldað hat-trick. Næstkomandi sunnudag mætast síðan toppliðin í Lengjudeildinni öðru sinni en þá fara Stólastúlkur í heim- sókn til Keflavíkur. /ÓAB Luke Rae kominn einn í gegn. Myndin er frá því fyrr í sumar. MYND: ÓAB 31/2020 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.