Feykir - 19.08.2020, Blaðsíða 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Tal
Sudoku
FEYKIFÍN AFÞREYING
Krossgáta
Feykir spyr...
Hvenær lýkur
sumrinu í
þínum huga?
Spurt á Facebook
UMSJÓN : bladamadur@feykir.is / SHV
„Sumrinu lýkur þegar Pétur
Björnsson er kominn í
vetrarham, það getur gerst
fyrirvaralaust.“
Snorri Geir Snorrason
Finna skal út eitt orð úr
línunum fjórum.
Ótrúlegt - en kannski satt...
Schiphol flugvöllur í Amsterdam var tekinn í gagnið þann 16. sept-
ember 1916 sem herflugvöllur. Í dag telst hann þriðji annasamasti
flugvöllur í Evrópu hvað varðar farþegafjölda og sá sem þarf að
annast hvað mestu flugumferð í álfunni. Ótrúlegt, en kannski satt,
þá fara um 10.000 hollenskar kýr í gegnum völlinn á hverju ári.
Tilvitnun vikunnar
Ekki hafa áhyggjur – ég veit eiginlega
alveg hvað ég er að gera!
– Woody Allen
„Þegar skólinn byrjar
á haustin.“
Hafdís Einarsdóttir
„Þegar skólarnir byrja,
þá fer allt aftur í rútínu.“
Helgi Jóhannesson
„Þegar ég tek fortjaldið niður
í Varmahlíð. Það gerist ekki
fyrr en í byrjun október, ef
það spáir ekki snjókomu
fyrir þann tíma. “
Hafdís Ólafsdóttir
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Algjörlega kýrskýr hugsun
... kónguló, vísaðu
mér á berjamó...
Fyrir suma er gósentíð framundan, berjatíminn. Næstu vikurnar
munu margir fara í berjamó eða hirða ber af runnum, sulta, safta
og frysta eins og enginn sé morgundagurinn. Fólk er mis
berjaglatt, sumir elska að fara í berjamó á meðan aðrir láta sér
nægja að kaupa sultuna tilbúna í krukkunni úti í búð.
Feykir mælir hiklaust með því að fara í smá hugleiðslu í berjamó
og gróf upp nokkrar berjauppskriftir á veraldarvefnum sem
spennandi væri eflaust að prófa.
UPPSKRIFT 1
Bláberjaís
250 g bláber
200 g sykur
4 dl þeyttur rjómi
3 eggjahvítur
Aðferð: Bláber og 50 g sykur sett í
matvinnsluvél og maukað saman.
Afgangi af sykri og eggjahvítur
þeytt saman þar til blandan verður
þykk og ljós. Öllu blandað varlega
saman, sett í form og fryst.
UPPSKRIFT 2
Krækiberjahlaup
1 líter berjasafi
1 kg sykur
1 bréf gult bréf Melatin
(Ath. minna magn en gefið er
upp á bréfinu)
Aðferð: Skolið berin og hreinsið.
Krækiberin sett í pott og soðið upp
á þeim í 20 mínútur. Berin eru
kramin þar til þau springa og gefa
frá sér safann, gott að nota t.d.
kartöflustappara. Þá er hratið
sigtað frá.
Látið standa yfir nótt.
Daginn eftir er saftinni hellt í
pott og soðið uppá henni með
sykrinum í um 10 mínútur eða þar
til sykurinn er uppleystur.
Ef gera á krækiberjasaft þá er
henni hellt af þarna og sett í
glerflöskur. Ef gera á hlaup þá er
sykur settur saman við berjasafann
í pottinum ásamt Melatín dufti
sem gott er að blanda saman við 2
msk af sykri svo að það hlaupi ekki
í kekki í pottinum, og soðið í 10
mín í viðbót. Safanum svo hellt á
krukkur og lokað strax.
UPPSKRIFT 3
Rifsberja- eða
rabarbarapæ
150 g smjör
100 g hveiti
50 g Graham mjöl (má einnig
nota hveiti)
100 g sykur
50 g púðursykur
1 bolli rifsber eða rabarbari
1 bolli brytjuð epli
½ bolli brytjaðar döðlur
1 pk. möndluflögur
Þessi uppskrift á upprunalega
rætur að rekja til Noregs. Hún er
sérlega ljúffeng og í stað rifs-
berjanna má einnig nota rabarbara.
Aðferð: Smjör skorið í bita og
hnoðað létt saman við þurrefnin í
skál. Rifsberjum, epla- og
döðlubitum dreift jafnt í botninn á
smurðu glerformi og dálitlum
sykri stráð yfir, einkum yfir
rifsberin. Því næst er deigið, sem er
laust í sér, mulið jafnt yfir og
klappað létt ofan á með höndun-
um. Möndluflögum stráð yfir.
Bakað við 175°C í 30 mín., eða þar
til pæið verður ljósbrúnt á lit.
UPPSKRIFT 4
Hrútaberjahlaup
1 kg hrútaber
örl. vatn
1 kg strásykur á móti hverjum lítra
af saft
safi úr einni sítrónu
Aðferð: Hrútaberin eru tínd af
stilkunum og sett í pott með ca
botnfylli af vatni og soðin við
vægan hita þar til þau springa.
Hellt í gegnum grisju eða sigti. Allt
í lagi að kreista aðeins.
Saftin mæld í pott, sítrónusafanum
bætt út í og soðið í 5 mínútur.
Potturinn tekin af hellunni og
sykrinum hrært saman við.
Hrært þangað til sykurinn er
uppleystur. Þá er nóg að gert og
hlaupinu hellt í hreinar krukkur og
lokað strax.
Verði ykkur að góðu!
Soffía frænka
( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) bladamadur@feykir.is
Fátt er búsældarlegra en heimagerð sulta. MYND AF NETINU
31/2020 11
Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar
Sögusmettur sitja á mér.
Sjá hér stéttarbræðrakver.
Skrá þarf rétt nær Skjalda ber.
Skáklist fréttnæm rússans er.