Feykir


Feykir - 19.08.2020, Page 3

Feykir - 19.08.2020, Page 3
COVID-19 I Til upplýsingar Gildandi takmarkanir í samkomubanni Gildandi takmörkun sem nú er í gildi á samkomum vegna farsóttar mun vara til 27. ágúst nk. Stjórnvöld endurmeta þörf á takmörkuninni eftir því sem efni standa til, þ.e. hvort unnt sé að aflétta henni fyrr eða hvort þörf sé á að framlengja gildistíma hennar. Takmörkun á samkomum tekur til landsins alls. Helstu ráðstafanir í gildi: Fjöldatakmörkun. Takmörkun á fjölda ein- staklinga sem kemur saman miðast við 100 fullorðna. Börn fædd 2005 eða síðar eru undan- skilin. Almenn nálægðartakmörkun. Hvar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi þarf að hafa hafa a.m.k. 2 metra á milli einstakl- inga sem ekki deila heimili. Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð milli einstakl- inga þarf að nota andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við um almenningssamgöngur, þ.m.t. innanlandsflug og farþegaferjur, og starfsemi s.s. hárgreiðslustofur og nuddstofur. Mikilvægt er að kynna sér leiðbeiningar um notkun andlitsgríma. Nálægðartakmörkun í skólum. Í framhalds- og háskólum er þó heimilt að hafa 1 metra á milli einstaklinga án þess að andlitsgrímur séu notaðar. Nálægðartakmörkun í íþróttum. Snertingar eru heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum. Aftur á móti skal virða 2 metra nálægðartakmörkun í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Aðrir, meðal annars þjálfarar, starfsmenn og sjálfboðaliðar, skulu einnig virða 2 metra nálægðartakmörkun. Verslanir, opinberar byggingar og þjónustu- fyrirtæki sem eru opin almenningi þurfa að: • tryggja aðgang að handsótthreinsi fyrir almenning og starfsmenn við innganga og í grennd við yfirborð sem margir snerta s.s. snertiskjái og afgreiðslukassa • sinna vel þrifum og sótthreinsun yfirborða sem margir snerta eins oft og unnt er • minna almenning og starfsmenn á einstakl- ingssóttvarnir með merkingum og skiltum • Sundlaugar og veitingastaðir þurfa að tryggja að gestir geti haft 2 metra bil á milli sín í öllum rýmum með fjöldatakmörkun í samræmi við stærð hvers rýmis. Starfsemi sem í eðli sínu felur í sér að gestir noti sameiginlegan búnað s.s. íþróttastarf, líkams- ræktarstöðvar, spilakassar og spilasalir geri hlé á starfsemi eða sótthreinsi slíkan búnað milli notenda. Söfn, skemmtistaðir og aðrir opinberir staðir geri hlé á starfsemi sé ekki hægt að tryggja að farið sé eftir fjöldatakmörkun eða að bil milli ótengdra aðila sé yfir 2 metrum. /PF Hinn siglfirski Gunnsteinn Ólafsson, tónlistarmaður og tónskáld, segir skemmtilega sögu á Facebooksíðu sinni um heilmikla björgunaraðgerð, sem framkvæmd var sl. laugardag í Hvanneyrarskál ofan Siglufjarðar og snérist um að bjarga ketti sem virtist hafa komið sér í lífshættulega stöðu, vatns- og matarlaus í læstu rými endurvarpsstöðvar. Engu var líkara en stutt væri eftir af níunda lífi kattarins og eftir mikla eftirgrennslan að lykli sem gengi að húsinu fannst hann á Sauðárkróki, nærri 100 km í burtu. Gefum Gunnsteini orðið: „Við gengum þrjú síðdegis upp í Hvanneyrarskál við Siglufjörð í dag. Blíðskaparveður var á og gott útsýni allt til Grímseyjar. Efst í skálinni er lítil gulmáluð endur- varpsstöð þar sem hægt er að skrá nafn sitt í gestabók utandyra. Þegar við erum að nálgast stöðina mætum við tveimur konum frá Siglufirði. Þær segjast vera í vandræðum því þær hafi heyrt í ketti inni í húsinu en það sé harðlæst og engin leið til að koma honum til bjargar. Utan á húsinu eru tvær loftræstitúður. Ég lagði eyrað upp að annarri þeirra og mjálmaði eins og þegar maður vill vingast við kisur. Eftir smástund hljómaði veik- róma svar innan úr húsinu. Greinilegt var að mjög var af kettinum dregið. Ég lagði til að hringt yrði umsvifalaust í lögregl- una. Það var gert og við fengum samband við Mílu sem hefur umsjón með endurvarpsstöðinni í Hvanneyrarskál. Í fyrstu komu nokkrar vöfflur á þann sem svaraði en síðan var sagt að málið yrði skoðað. Þetta fannst okkur ekki nógu sannfærandi viðbrögð. Við höfðum samband við málsmetandi Siglfirðinga sem hringdu í alla þá sem hugsanlega hefðu lykil að húsinu, Björgunarsveitina Stráka þar á meðal en allt kom fyrir ekki. Enginn komst inn. Í skráargatinu var einhverskonar hólkur með númeri sem þurfti greinilega að opnast með einhverskonar raf- magnssendi. Ég reyndi að dýrka upp læs- inguna með lykli án árangurs. Við kölluðum af og til í kisu og hún svaraði okkur alltaf jafn ámátlega. Að okkur læddist sá grunur að dagar kattarins væru senn taldir. Enn var hringt í lögregluna og fengið samband við Mílu. Nú fengust þau svör að maður væri á leiðinni frá fyrirtækinu Tengli á Sauðárkróki og yrði kominn eftir hálftíma til Siglufjarðar. Þetta ætlaði að verða mjög tvísýnt. Við fengum okkur göngutúr upp í skálina og komum hálftíma síðar aftur að stöðinni. Nú sáum við í fjarska mann koma á fleygiferð á reiðhjóli upp í Skálina og skeytti hann ekki um hindranir á vegi; var engu líkara en hann teldi sig eiga líf að leysa. Við vonuðumst til að hér væri á ferð bjargvættur kattarins en svo reyndist ekki vera. Þetta var ungur rafvirki að reyna nýjan farkost við ýtrustu aðstæður. Hann greip samt rafmagnssnúru á jörðinni sem hafði lokið hlutverki sínu, þræddi hana á bak við læsinguna og reyndi að dýrka hana þannig upp án árangurs. Árans kötturinn Stöðugt fleira fólk bar að garði og fylgdist með í ofvæni. Hver yrðu örlög vesalings kisu? Vildu margir fara niður í bæ og ná í hamar og sporjárn til þess að ná hurðinni af hjörum en ekkert varð af því. Loks sást til jeppa á leið upp hlíðina og sóttist ferðin seint. Í miðri brekku sást bílstjórinn yfirgefa bílinn og halda áfram fótgangandi. Nú var næstum hætt að heyrast í vesalings kettinum út um loftræstitúðuna. Hann var greinilega aðframkominn af þorsta og hungri. Loks kom maður hlaupandi móður og más- andi upp slóðann að endurvarps- stöðinni. Hann reiddi strax fram kort sem lauk upp hurðinni í einu vetfangi og við gægðumst varlega inn. Þarna stóðu nokkrir sendi- magnarar á stærð við stór útvarpstæki og lofttúður með veggjum. Hvergi var köttinn að sjá. Við leituðum hátt og lágt og kölluðum kis kis en hann þorði greinilega ekki að gefa sig fram. Líklega sat hann fastur einhvers staðar ofan í einhverjum stokki og gat sig hvergi hrært, klemmdur og illa til reika. Skagfirðingurinn lagði grannt við hlustir og taldi sig heyra mjálm nálægt einum magnaranum; gott ef hljóðið barst ekki út úr honum sjálfum. Framan á tækinu lýsti rautt ljós. Bilun. Við störðum á tækið. Langdregið mjá heyrðist. Annað langdregið mjaaaá. Skagfirðing- urinn var viss í sinni sök. Sendi- magnarinn var bilaður og gaf frá sér viðvörunarhljóð sem líktist ótótlegu, síendurteknu mjálmi. Okkur var öllum létt, ekki síst Skagfirðingnum. Hann fékk ordrur frá aðalstöðvunum þess efnis að fyrirtækið sem ætti magnarann skyldi sjálft hirða sína kattarkvörn og að ekki yrði reynt að gera við hana; hún væri hvort eð er ekki í notkun. Þar með var leiðangrinum lokið og kettinum bjargað að vissu leyti. Að lokum leyfði ég mér að taka mynd af öðlingnum honum Palla frá Tengli á Sauðárkróki og konu hans sem fylgdi honum í þetta merkilega 200 km langa útkall - með endurvarpsstöðina í baksýn. Með þeim á myndinni er fulltrúi dýraríkisins, sjálfur Napóleon. Hann kann þeim bestu þakkir fyrir.“ /PF Björgunarafrekið í Hvanneyrarskál Óttuðust að kvalarfullur dauðdagi biði kisu Páll Stefánsson, tæknimaður á Tengli á Sauðárkróki, og Jóhanna Haraldsdóttir kona hans eftir giftusamlegt björgunarútkall í Hvanneyrarskál. Endurvarpsstöðin, sem mjálmið kom frá, í baksýn. MYND AF FB-SÍÐU GUNNSTEINS ÓLAFSSONAR. 31/2020 3

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.