Feykir - 19.08.2020, Page 7
hitta vini okkar en hér á Gauta-
borgarsvæðinu búa margir
vinir okkar og fjölskyldur
þeirra. Þetta eru mest bekkjar-
systkini mín úr læknadeild.
Hér eru endalausir möguleikar
á skemmtilegum útivistar-
svæðum og leikvöllum fyrir
krakkana. Svo er æðislegt að
skella sér í sænska útilegu eða á
ströndina.
Hverju hefur COVID-19 helst
breytt fyrir ykkur og hvernig er
ástandið í Svíþjóð? Því miður
höfum við ekki getað fengið
fólk í heimsókn eins og planað
hafði verið, eins höfum við
ekki getað skotist heim í
heimsókn. Það hefur eflaust
ekki farið framhjá mörgum að
Svíar hafa brugðist aðeins
öðruvísi við veirunni en önnur
lönd. Ástandið hér er enn
slæmt og margir smitaðir. Við
finnum samt kannski ekki
mikið fyrir þessu í okkar
daglega lífi en ég verð auðvitað
mikið vör við þetta í vinnunni.
Því miður hafa margir af
mínum skjólstæðingum misst
maka sína eða foreldra úr
sjúkdómnum og margir veikst
og verið lengi að ná sér.
Hvers saknar þú mest að
heiman? Auðvitað fjölskyld-
unnar og vina. Líka bara
íslenska viðhorfsins „þetta
reddast“ – það er ekki eins
Gautaborg á netinu ...
mikið um það hér. Svo verð ég
að nefna sundlaugarnar, þær
eru hvergi betri en á Íslandi.
Maturinn er líka betri heima.
Það er eiginlega allt betra á
Íslandi og þá sérstaklega í
Skagafirðinum eins og
vinnufélagar mínir fá reglulega
að heyra. Við hlökkum öll til að
flytja aftur heim einn daginn.
Gætir þú deilt einhverri
sniðugri eða eftirminnilegri
sögu frá dvöl þinni erlendis? Ég
var ekki búin að búa margar
vikur hér þegar ég er að ræða
við tvo karlkyns kollega mína á
kaffistofunni. Þeir voru að ég
hélt að tala um líkamsrækt (en
voru í raun að tala um
herþjálfun) og spurðu mig
hvort slíkt væri á Íslandi og ég
svara: „Já, heldur betur!“ Þá
voru þeir smá hissa en spurðu
mig hvort ég hafi verið í slíku
og ég sagði: „Já, hef alveg
prófað það en það er langt
síðan.“ Síðan héldu þeir áfram
að ræða málin og þá áttaði ég
mig smám saman á því að þeir
hefðu verið að meina hvort ég
hefði verið í hernum. Mér datt
auðvitað ekki í hug að leiðrétta
þetta og fannst það reyndar
frábært að þeir skyldu halda að
ég gæti hafa verið í hernum.
Þetta leiðréttist svo nokkrum
dögum síðar þegar vinkona
mín sprakk úr hlátri þegar ég
sagði fyrir framan þá að þeir
héldu að ég hefði verið í
hernum – segir kannski að hún
þekkir mig töluvert betur en
þeir.
Valkyrie-rússíbaninn í Liseberg Tivoli virðist bjóða upp á ansi
hressilegt ferðalag.
Frá fiskmarkaði í Gautaborg.
MYNDIR AF NETINU
• Á Wikipediu segir að það hafi verið
Hollendingar sem einkum settu svip sinn á
Gautaborg í fyrstu og enn sér þessa merki því
hollenskt byggingarlag einkennir eldri og meiri
hús borgarinnar og sundin inni í borginni. Þegar
til þess er litið að í fyrstu bæjarstjórn Gautaborgar
sátu sjö Svíar, einn Skoti og tíu Hollendingar, sést
vel hvílík ítök Hollendingar höfðu í borginni.
Hollendingar kölluðu borgina um tíma Nýju
Amsterdam.
• Það snýst flest allt um hafið í Gautaborg en
borgin stendur á vesturströnd Svíþjóðar með
Norðursjóinn í túnfætinum – eða þannig. Þeim
sem þykja sjávarréttir kóngafæða ættu að finna
sinn heimavöll í Gautaborg og úrvalið er víst
einstakt. Stytta af Póseidon, sjávarguðinum, er eitt
þekktasta kennileiti borgarinnar en það stendur
fyrir utan tónlistarhöllina. Íbúar borgarinnar tala
oft um að Gautaborg sé staðurinn þar sem hið
alvöru haf byrjar – sem er smá skot á vini þeirra í
Stokkhólmi sem búa við Eystrasaltið sem er
auðvitað bara pollur.
• Það ríkir víst ekki gagnkvæm hrifning milli
íbúa Stokkhólms og Gautaborgar en sagt er að
íbúum höfuðborgarinnar finnist Gautaborgarar
kyndugir, ef ekki bara stórskrítnir, á meðan
Gautaborgarar kalla þá í Stokkhólmi snobbhænsn
sem líti stórt á sig. Þetta eru víst þekktar
trakteringar á fleiri stöðum víða um heiminn.
• Gautaborg er oft kölluð Litla-London en þegar
iðnbyltingin hófst í byrjun 19. aldar bar mikið á
því að Englendingar og Skotar settust að í
Gautaborg. Þeir stunduðu þá útflutning til
Bretlands, efnuðust talsvert á viðskiptunum og
margir þeirra þökkuðu fyrir sig með því að láta fé
af hendi rakna til uppbyggingar safna, skóla og
spítala í Gautaborg – eða í það minnsta Eng-
lendingarnir!
• Fyrsti fótboltaleikurinn í Svíþjóð fór fram í
Gautaborg árið 1892 og er borgin því sögð heimili
sænska fótboltans. Eurovision-keppnin fór fram í
Gautaborg árið 1985 eftir að Svíar sigruðu með
laginu Diggi-Loo Diggi-Ley árið áður. Norðmenn
sigruðu svo í Gautaborg með La det swinge.
Poppsveitin Ace of Base er sennilega þekktasta
poppsveitin sem rekja má til Gautaborgar en hún
átti fína smelli seint á síðustu öld eins og til dæmis
lagið All That She Wants og The Sign.
• Nordstan, eitt stærsta mall Evrópu, er í miðbæ
Gautaborgar en þar eru um 180 verslanir og 150
skrifstofur. Þá er einn frægasti skemmtigarður
Norðurlandanna, Liseberg Tivoli, í Gautaborg >
liseberg.se
Séð frá svölunum á heimili Heru og Donna í Sävedalen.
Hera í fullum herklæðum.
Átta félagslið frá Gautaborg hafa spilað í efstu deild í Svíþjóð
en um þessar mundir eru GAIS, Göteborg og Örgryte best.
Sjávarfangs-gúrmet er á boðstólum veitingastaða í Gauta-
borg og úrvalið ku vera engu líkt.
31/2020 7