Feykir


Feykir - 19.08.2020, Side 8

Feykir - 19.08.2020, Side 8
Þorsteinn Snær Róbertsson heiti ég frá Hvalshöfða. Júlíus bróðir minn skoraði á mig að skrifa pistil og hér læt ég flakka. Það sem mér er efst í huga er smá frásögn um gleðigosann Teit. Hann var rosalega stór og klunnalegur hundur sem færði gleði og hamingju í líf mitt. Teitur var einstakur karakter sem var óhugnanlegur í útliti en með rosalega lítið hjarta. Þessi stóri hundur var hræddur við fáránlegustu hluti sem maður botnar eiginlega ekki í, en kannski vissi hann eitthvað meira en við. Sem dæmi má nefna þurfti pabbi að útbúa sérstakar stál umgjörðir yfir hurðarhúna á öllum útidyrahurðunum heima. Ástæðan fyrir því var að Teitur átti það til að hoppa á hurðarhúna og hleypa sér inn þegar það var fullt tungl eða norðurljós úti, því hann var af einhverjum ástæðum mjög hræddur við þau. Eins og kom fram áður var hann óhugnanlegur í útliti. Mér þótti mjög gaman að sjá þegar ferðamenn snigluðu sér niður á hlað heima en leist þeim ekki á blikuna þegar Teitur birtist. Í allmörg skipti ætlaði fólk að stíga út úr bílnum en hætti við þegar gleðigosinn Teitur kom rosalega ánægður að bílnum. Fyrir fólk sem þekkti hann ekki leit hann hreinlega út eins og flökkuhundur. Þrátt fyrir að Teitur væri klunnalegur og lúkkaði fyrir að vera svolítið vitlaus, þá var hann mjög greindur hundur. Hann vissi nákvæmlega hvað hann vildi og heyrði bara það sem hann vildi heyra. Sem dæmi má nefna var orðið „góðgæti“ heilagt fyrir honum. Stundum þegar maður reyndi að ná athygli hans með því að kalla nafn hans aftur og aftur með engum viðbrögðum, þurfti einfaldlega bara að segja „góðgæti“ þá varð öll athyglin á manni. Teitur var í lífi mínu í 13 ár og mér þótti óendalega vænt um hann. Það var mikil sorg fyrir rúmum tveimur árum þegar hann fór yfir móðuna miklu eftir slys á Þjóðvegi 1. Ég hugsa til hans á hverjum degi með hlýju í hjarta. Ég gæti skrifað heila bók af sögum um gleiðgosann Teit en ég ætla ekki að hafa þetta lengra. - - - - - Ég þakka fyrir mig og skora á móður mína Hafdísi Brynju Þorsteinsdóttir að skrifa næsta pistil. ÁSKORENDAPENNINN Þorsteinn Snær Róbertsson frá Hvalshöfða í Hrútafirði Gleðigosinn Teitur UMSJÓN Soffía Helga Valsdóttir Þorsteinn Snær ásamt góðum vini. MYND AÐSEND Birgir Thorlacius var sagður hafa sagt á sínum tíma ,,að Hermann Jónasson hefði verið mestur þegar mest á reyndi!” Mér fannst að Birgir hefði getað sett þá umsögn í rím einhvern veginn svona: Hermann ég að góðu greindi gegnum lífsins mála stríð. Mestur þegar mest á reyndi, maður var hann alla tíð. Árið 2009 lést Hákon Aðalsteinsson og orti ég þá með söknuði: Hákon var við Braga borð býsna snar að ríma. Átti þar á austurstorð ætíð svar í tíma. Ég kvað á sínum tíma í ólgusjó hrunsins: Þjóðin blekkt og tæld og trekkt, tilbað slekti í bönkum. Trúði frekt á frægð og mekt fjarri sektar þönkum. Orti nýlega eftir tiltekna atkvæðagreiðslu í stéttarfélagi: Síst er mið á málin rétt, meiðist ferli vona, þegar kúguð kvennastétt kyssir vöndinn svona. Eftir því sem menn eru minni sjálfir, virðast þeir verða montnari af frægum ættingjum: Margt verður rakið seint til sanns sinn þó menn reyni að auka glans. Það gefur ei dvergnum gildi manns þó Golíat væri afi hans. Sá krakka um kvöldmatarleytið með eitt- hvað gott í höndum: Búðin er búin að loka, brátt fer að kvölda hér. En börnin með bland í poka brosa og leika sér. Var að lesa í Skagfirskum æviskrám IV, 1910-1950, staðnæmdist við blaðsíðu 292 og kvað: Tíminn allra tóru heftir, tilverunni margt vill hamla. Nú man ekki nokkur eftir nefinu á Láka gamla! Stundum sér maður framtak sem vert er að virða og af slíku tilfelli fæddist eftirfarandi vísa: Ennþá hjá sumum er hugurinn hár og hrífandi vegferðarblikið. Það gleymist mér aldrei hvað Guðmundi Lár var gefið að afreka mikið. Var að hugleiða fortíð og nútíð og orti: Margt í nútíð miðlar bara mörgu því sem áður var. Fólkið leitar sömu svara, svipað er þess hugarfar. Ástarþrá var áður svalað, ekkert smátt í ferlið lagt. Ef gamlar hlöður gætu talað gætu þær frá mörgu sagt! Stundum er gott að vera einn með sjálfum sér: Leiðslu gripinn geng ég hér, gefst mér flug í blæinn. Draumaskipa floti fer frjáls um hugarsæinn. En þegar maður lítur til komandi tíma, fer allt að því hrollur um mann – stundum: Fullofinn er vítisvefur, veröld mörkuð dauðalit, þar sem tölvutæknin hefur tekið yfir mannlegt vit! Ritað 5. ágúst 2020, Rúnar Kristjánsson AÐSENT | Rúnar Kristjánsson skrifar Skerpukjöt og skarfakál Blönduós Útboð skólaaksturs Byggðaráð Blönduósbæjar samþykkti fyrir skömmu að ganga til samninga við GN ehf. um skólaaksturs fyrir skólaárin 2020-2023. Byggðaráðið fór yfir forsend- ur útboðsins og minnispunkta sveitarstjóra á fundi sínum í lok júlí, þar sem meðal annars var gerð grein fyrir hertum kröfum sem gerðar eru til skólaaksturs og samanburð við önnur sveitar- félög. Þá hafði skólastjóri Blöndu- skóla verið upplýstur um þau tilboð sem lágu fyrir og samþykkt fyrir sitt leyti. Í fundargerð ráðsins kemur fram að eftir miklar umræður og skoðun á möguleikum þá hafi verið samþykkt að ganga til samninga við GN ehf., Jón Ragnar Gíslason, um skólaakstur fyrir Blönduósbæ til næstu ára og sveitarstjóra og forstöðu- manni eigna- og framkvæmda- sviðs falið að ganga frá samningi þar um. /PF Úthlutun Húnasjóðs 2020 Hálf milljón í námsstyrki Á fundi Byggðarráð Húnaþings vestra þann 10 ágúst sl. fór fram úthlutun námsstyrkja úr Húnasjóði árið 2020. Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að alls hafi sjö umsóknir borist og uppfylltu fimm þeirra skilyrði til úthlutunar. Byggðarráð samþykkti að veita eftirtöldum styrk árið 2020: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, nám í fjölskyldumeðferð Arnþór Egill Hlynsson, grunnám í tölvunarfræði Svava Lilja Magnúsdóttir, matsveinsnám Rakel Rún Garðarsdóttir, nám í ljósmyndun Linda Þorleifsdóttir, BA nám í stjórnmálafræði Styrkfjárhæð á hvern styrkþega er kr. 100.000 Fram kemur í færslu sveitar- félagsins að ekki hafi verið um hefðbundna úthlutunarathöfn að ræða að þessu sinni vegna að- stæðna. /PF 8 31/2020

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.