Feykir


Feykir - 26.08.2020, Side 7

Feykir - 26.08.2020, Side 7
Magnús Pétursson á Vindheimum skráir sögu föður síns Lífshlaup athafnamanns Út er komin bókin Lífshlaup athafnamanns, ævisaga Péturs Péturssonar, fyrrverandi alþingismanns og athafnamanns frá Mýrdal, eftir son hans, Magnús Pétursson fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármála- ráðuneytinu. Magnús tileinkar bókina Pétri Óla bróður sínum en þeir ólust upp hjá afa sínum og ömmu á Vindheimum í Skagafirði eftir skilnað foreldra sinna í Reykjavík. Í bókinni fjallar Magnús meðal annars um uppvaxtarárin og birtar eru ljósmyndir úr Skagafirði sem ekki fyrr hafa sést opinberlega. Í kynningu bókarinnar segir að saga Péturs Péturssonar sé áhugaverður og litríkur sam- tímaspegill. Hann sat á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn á öldinni sem leið og kom líka víða við sögu í athafnalífinu. Hann starfaði fyrst í Landssmiðjunni, tók þátt í viðræðum um við- skipti Íslendinga við stjórnvöld ríkja í Austur-Evrópu, var for- stjóri Innkaupastofnunar ríkis- ins, framkvæmdastjóri Kísil- iðjunnar, Álafoss og Norður- stjörnunnar og starfsmanna- stjóri við Sigölduvirkjun. Þá var Pétur mjög liðtæk- ur við að endurskipuleggja atvinnurekstur sem gekk illa og gárungar fóru þá að kalla hann „afréttara fyrirtækja“! Enn má nefna að Pétur var einn útgefenda tímaritsins Stjörnur þar sem fjallað var um bíómyndir og kvikmynda- leikara. Bókin Lífshlaup athafna- manns er liðlega 400 blaðsíður að stærð, prýdd fjölda ljós- mynda og útgefandi er Svarf- dælasýsl forlag sf. Pétur Óli býr og starfar í Pétursborg í Rússlandi en Magnús dvelur löngum stund- um í Skagafirði en hann á sumarhús að Vindheimum og saman eiga þeir bræður jörðina Lauftún, sem staðsett er neðan Varmahlíðar. Hver tilurð bókarinnar hafi verið segir Magnús hana á þá leið að honum hafi oft dottið í hug að grennslast fyrir um þann mann sem stendur honum nærri að blóðböndum, föður SAMANTEKT Páll Friðriksson Bræður á Mövehjólinu, sem þótti þungt og erfitt afnota smáum drengjum. Bókarkápa Lífshlaups athafnamanns. sinn, sem hann ólst ekki upp hjá en eins og áður hefur komið fram ólust þeir bræður upp hjá afa sínum og ömmu á Vind- heimum í Skagafirði. „Það var kominn tími til að gera þetta, þegar ég var hættur að vinna. Þetta var hugsað í upphafi fyrir afkomendur, vini og ættingja sem smá samantekt en svo gerist það, þegar farið er að skoða lífshlaup fólks, að það verður áhugaverðara eftir því sem kafað er dýpra og meiri upplýsingar sem finnast hér og hvar. Stundum í samtölum við fólk! Þannig að smá saman verður að kaflaskipta efni og á endanum er þetta orðið efni í heila bók. Þannig gerist þetta!“ segir Magnús er Feykir náði tali af honum í síðustu viku en þá var hann á leið í Skagfirðingabúð með bækur sem áhugasamir geta krækt sér í. Hann segir bókina ekki dýra, kosta um 5000 krónur svo fólk fær mikið fyrir lítið. Hann segist verja miklum tíma í Skagafirði enda nóg að starfa þar sem þeir bræður festu kaup á jörðinni Lauftúni og að mörgu að huga þar. „Við áttum sumarbústað við Víðimel og hesthús í Reykjavík og ákváðum að selja það og kaupa þetta. Það þarf að gera ýmislegt eins og gengur svo nú erum við að ditta að húsinu,“ segir Magnús í lokin. Í bókinni er margt skemmti- legt og fróðlegt hægt að glugga í af ýmsum viðburðum, stóru sem smáum. Hér á eftir er sagt frá bréfaskriftum ungs drengs úr Skagafirði til föður síns og fær stafsetning snáðans að halda sér óbreytt. Ó reiðhjól best Ég er helst á því að pabbi hafi heimsótt okkur sumrin 1956 og 1957 og sent okkur nýtt Möve reiðhjól vorið 1956. Hjólið var erfitt afnota því það var þungt og við þurftum að ,,hjóla undir stöng“ eins og það var kallað. Þessi hjól voru þýsk hergagnaframleiðsla og ætluð fílhraustum hermönnum en reyndust skiljanlega þungstíg fyrir litla stráka, hvað þá í minnsta halla upp í móti. Hjólið rann hins vegar ljómandi vel niður bæjarhólinn og naut þá eðlisþyngdarinnar. Vel mátti stökka yfir hæðir og jafnvel kartöflukofann þegar haldin var sýning fyrir gesti. Við hljótum að hafa verið búnir að ná sæmilegum tökum á hjólinu þegar pabbi kom í heimsókn sumarið 1956 því í bréfi í nóvember það ár var komið babb í bátinn: Vindheimar 27.11 '56 Elsku pabbi minn! Ég þakka þér fyrir allar sendingarnar í haust og blöðin um daginn. Okkur vantar 16 og 17 blaðið af Sígildum sögum. Ég hef lítið að seia þér pappi minn. Ég hef ekkert farið á skólan í vetur vegna þess að það er altaf verið að vinna við hann, og ég fer líklega ekkert fyrir jól. Ég setti tvær kindur á í haust, ég verð að fara að ynga gránu mína upp, svo að ég gat ekki lagt neitt lamb inn í Kauffélagið en óli tvö lömb. Við böðuðum kindurnar á laugar- dagin. Ég fékk oft að keira dráttarvélina þegar við vorum að keyra á túnið í haust. Það var vesta veður hér í daga og oft hefur verið voða kvast og leiðinlegt tíðarfar. Nú á að fara að leggja miðstöðina í húsið ég held að þetta verði ansi skemtilegt hús. Hirðu pabbi minn þú gleimdir að senda okkur slöngurnar í hjólin okkar. Slöngunar á hjólin okkar, slöngu stærðin er 25x 1,75x2 heldur þú sendir þær efa þú hefur tíma að kaupa þær. Nú hef ég ekki meira að segja þér núna. Allir biðja að heilsa þér. Vertu blessaður og sæll. Þinn Magnús Þeir sem fæddir eru um og upp úr miðri síðustu öld muna að nokkrar tegundir reiðhjóla voru algengastar. Sumir eignuðust þýskt Mövehjól, aðrir enskt Raleigh eða Sunbeam og enn aðrir norskt DBS, sem var gæðingurinn. Fyrsta erindi í ljóði Þórarins Eldjárn um Möve á hér við: Ó reiðhjól best, þú rennur utan stans. Jafn rennilegt að aftan sem að framan. Þú varst stolt hins þýska verkamanns sem þreyttum höndum skrúfaði þig saman. Kápa bókarinnar Lífshlaup athafnamanns. Magnús Pétursson á leið í Skagfirðingabúð með glóðvolgar bækur. MYND: PF | AÐRAR MYNDIR AÐSENDAR Bræðurnir Magnús og Pétur Óli en Pétur faðir þeirra tók myndina í heimsókn á Vindheimum. 32/2020 7

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.