Feykir - 02.09.2020, Qupperneq 3
Sérfræðikomur
í september 2020
www.hsn.is
11. SEPTEMBER
Orri Ingþórsson, kvensjúkdómalæknir
14. SEPTEMBER
Haraldur Hauksson, alm/æðaskurðlæknir
21. – 22. SEPTEMBER
Sigurður M. Albertsson, alm. skurðlæknir
Tímapantanir í síma 432 4236
Nýr sjúkrabíll
tekinn í notkun
Brunavarnir Skagafjarðar
Brunavarnir Skagafjarðar
hafa tekið í notkun nýjan
sjúkrabíl, en um er að ræða
einn af þeim 25 bílum sem
Rauði krossinn er að
afhenda um þessar mundir.
Á Facebooksíðu Brunavarna
segir að starfsmenn hafi
verið að koma fyrir búnaði
af ýmsum toga í bílnum og
að óhætt að segja að
útkoman sé stórgóð.
Formleg afhending nýrra
sjúkrabíla Rauða krossins á
Íslandi hófst um miðjan ágúst
og þar með raungerðist endur-
nýjun sjúkrabílaflotans í sam-
ræmi við samkomulag Sjúkra-
trygginga Íslands og Rauða
krossins á Íslandi frá 11. júlí á
liðnu ári.
„Þetta er stór dagur sem
markar tímamót í þjónustu við
landsmenn á sviði sjúkra-
flutninga og skiptir jafnframt
miklu máli fyrir þá sem sinna
þessu mikilvæga verkefni,“
sagði Svandís Svavarsdóttir
heilbrigðisráðherra, við það
tækifæri.
Efnt var til útboðs um
bílakaupin og átti fyrirtækið
Fastus tilboðið sem skoraði
hæst og var tekið. Á heimasíðu
stjórnarráðsins kemur fram að
bílarnir 25 séu af tegundinni
Mercedes Benz Sprinter. Þeir
eru stórir og rúmgóðir sem
tryggir sjúklingum góðar
aðstæður, auðveldar sjúkra-
flutningamönnum að sinna
þeim um borð og eykur
þannig öryggi þjónustunnar. Í
útboðinu var áhersla lögð á að
nýir bílar myndu uppfylla
ströngustu kröfur sérfræðinga
varðandi öryggi, aðbúnað og
vinnuumhverfi. /PF
Vegna heimsfaraldar kórónaveirunnar var aðalfundi
KJALAR stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu
sem halda átti í vor frestað um óákveðinn tíma.
Nú er boðað til aðalfundar félagsins þann 3. september 2020 kl. 17:00
í Hömrum í Hofi á Akureyri. Streymt verður beint frá fundinum og
verður hægt að nálgast slóð á streymið á vef félagsins.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins -Stjórnarkjöri lýst -Önnur mál.
Vegna aðstæðna í samfélaginu eru fundarmenn beðnir að skrá sig til fundarins vef félagsins kjolur.is
Hægt er að leggja inn fyrirspurnir eða gera athugasemdir við form fundarins vef félagsins kjolur.is
Fundurinn er pappírslaus og geta félagsmenn nálgast öll fundargögn á vef félagsins kjolur.is
Akureyri 13. ágúst 2020
Stjórn Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu
www.skagafjordur.is
Upplýsingar til almennings
um göngur og réttir 2020
Sökum hertra sóttvarnaaðgerða sem nú eru í gildi vegna Covid-19
hafa ýmsar takmarkanir verið settar á fyrirkomulag við göngur og
réttir 2020. Takmarkanir eru eins og hér segir:
Réttir
- Aðeins þeir sem eiga erindi í réttir og hafa fengið aðgöngumiða mega
mæta í réttir.
- Fjöldatakmarkanir í réttum eru 100 manns. Börn fædd 2005
og seinna eru undanskilin fjöldatakmörkunum.
- Hliðvarsla verður við aðkeyrslu að réttum.
- Ekki er mælst til þess að áfengi verði haft um hönd.
- Nauðsynlegt er að halda tveggja kinda fjarlægð milli ótengdra aðila.
Göngur
- Fjallaskálar og húsnæði sem notað er við göngur eru eingöngu
opin fyrir smala og þá sem hafa hlutverk í göngum og leitum
- Nauðsynlegt að halda tveggja kinda fjarlægð milli óskildra aðila.
- Ekki er mælst til þess að áfengi verði haft um hönd.
Allir aðilar sem koma að göngum og réttum þurfa að hlaða niður
smitrakningarforriti almannavarna.
Laufskálarétt verður ekki haldin með hefðbundnu sniði líkt og undanfarin
ár. Bændur munu rétta hrossin í samræmi við 100 manna fjöldatakmörk
og liggur dagsetning þess gjörnings ekki fyrir.
Mikilvægt er að hafa að leiðarljósi að „Við erum öll almannavarnir“.
Nýju sjúkrabílarnir hafa fengið nýtt útlit eru gulir á lit með svokölluðu Battenburg mynstri
sem eykur sýnileika þeirra í umferðinni. MYND: BRUNAVARNIR SKAGAFJARÐAR
Heildarfjöldi umsókna nánast óbreyttur frá síðasta ári
Góð aðsókn að Háskólanum á Hólum
Kennsla við Háskólann á Hólum hófst nú um
mánaðamótin. Um 200 nemendur sækja
nám við skólann og virðast heimtur á eldri
nemendum ætla að verða með albesta móti.
Vonast skólastjórnendur til þess að m.t.t.
sóttvarnaráðstafana náist að halda úti
óskertri kennslu hjá staðarnemum þrátt
fyrir Covid-19.
Til að byrja með verða fjarnemar ekki kallaðir
inn í staðbundnar lotur heim að Hólum en vonast
er þó til að hægt verði að gera það þegar líður á
haustið. Þangað til verða viðfangsefnin í lotum
leyst á annan hátt, t.d. með netfundum á ZOOM.
Ásókn hefur helst aukist í nám í fiskeldisfræði
miðað við undanfarin ár og styttri námsleiðirnar
í ferðamáladeild (diplómanám) er alltaf jafn
vinsælar. Einhver er þó fækkunin á umsóknum
um BA–nám en í hestafræðideild eru teknir inn
um 20 nýnemar á ári og komast færri að en vilja.
Sjá nánar á Feykir.is. /SHV
33/2020 3