Feykir - 09.09.2020, Síða 3
Framkvæmt í hverfisbrekkunni á Sauðárkróki
Gamla hlaðan lifnar við
Hafist hefur verið handa við
framkvæmdir í Sæmundarhlíðinni
á Sauðárkróki en þar hyggjast
Gagn ehf. og Sauðárkróksbakarí
blása lífi í gömlu hlöðuna, sem
stendur við mynni Sauðárgils og
Litlaskógar, og gera að veitinga- og
samverustað í miðju Króksins. Að
sögn Magnúsar Freys Gíslasonar,
arkitekts og hönnuðar, gengur
verkefnið út á „...að glæða þennan
stað lífi og toga fólk út að sýna sig
og sjá aðra og njóta matar og
drykkja með félögum, öðrum
íbúum samfélagsins og þeirra
gesta sem við fáum í fjörðinn.“
Magnús segir að staðurinn sé
fyrst og fremst hugsaður fyrir
heimafólk og miðast reksturinn við
að þjónusta nærsamfélagið. „Þarna
er hægt að tylla sér í hressingu eftir
göngutúr um þær mörgu göngu-
leiðir sem tengjast staðnum í
gegnum t.d. Sauðárgil. Námsmenn
úr FNV, hinum megin við götuna
geta sest þarna inn og unnið í
ritgerðum yfir góðum kaffibolla.
Þarna getum við hist fyrir og eftir
körfuboltaleiki og lengi mætti
áfram telja.“
Það eru Gagn ehf., í eigu
Magnúsar og Kolbrúnar Daggar
Sigurðardóttur konu hans, og
Sauðárkróksbakarí, sem Róbert
Óttarsson og Selma Barðdal eiga,
sem standa að framkvæmdum.
Hvað á að byggja og hvernig
hyggist þið nota gömlu hlöðuna
sjálfa? „Við erum að nýta núverandi
byggingu og í henni verður aðal-
rými veitingastaðarins, þar er
afgreiðsla og sæti við glugga sem
opnar á útsýni upp Sauðárgil. Svo
eru reistar viðbyggingar, sitt hvoru
megin, annars vegar bakendi sem
inniheldur vörumóttöku, eldhús og
starfsmannaaðstöðu. Svo hins
vegar skála með sætum og
snyrtingu. Á suðvestur horni er svo
stór pallur.“
Stefnt að opnun
sumarið 2021
Hlaðan gamla, eins og hún er oft
kölluð, er kannski best þekkt hin
síðari áður sem aðsetur þeirra sem
unnu við skólagarðana og ungra
kofasmiða. Magnús segir að þau
Kolbrún hafi haft auga á þessu húsi
síðan þau fluttu aftur á Krókinn
og hafi verið að kasta hugmynd-
inni á milli sín í nokkur ár. „Síðan
kynntum við hugmyndina fyrir
Róberti hjá Sauðárkróksbakaríi og
höfum við verið að þróa verkefnið
frekar síðan,“ segir Magnús Freyr.
Hvers konar staður á þetta að vera?
„Markmiðið er að hvetja fólk til
þess að flytja saumaklúbbinn,
afmælið eða hvaða tilefni sem er í
þessa samfélagsmiðstöð sem við
vonumst til að skapa. Þá er líka
hægt að setjast í drykk, gæða sér á
smáréttum og njóta þess að vera
innan um aðra. Þá er einnig stefnan
að geta hýst viðburði, fundi og litla
tónleika á staðnum. Fallegt úti-
svæði með frábæru útsýni er svo
góð viðbót á sumrin.“
Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að-
komu gesta og umhverfið í kring?
„Staðsetningin hentar afar vel í
þessa gerð af rekstri þar sem þetta
er mjög miðsvæðis í bænum og á
mörkum bæjar og náttúru.
Þjónusta af þessu tagi er einnig
takmörkuð í þessum hluta bæjarins
og er staðurinn í göngufæri við öll
hverfin. Tillagan inniheldur engin
bílastæði þar sem ætlunin er að
halda svæðinu nánast bíllausu og
lágmarka allt rask á umhverfinu
við veitingastaðinn. Tvö bílastæði
verða þó til staðar, eitt fyrir fatlaða
og annað fyrir lestun og losun.
Suðvestan við húsið er gamli
matjurtagarðurinn, eða skólagarð-
arnir, og hann væri gaman að yrkja
upp að nýju og nýta í matreiðslu á
staðnum og/eða að bjóða bæjar-
búum reit til að rækta sitt eigið
grænmeti.“
Hvað hefur verið mest ögrandi við
þetta verkefni? Áskoranir hafa
verið í ferlinu en nú er verkið hafið
og skotgengur undir handleiðslu
öflugra verktaka enda eigum við
Skagfirðingar einstaklega fært fólk
á öllum sviðum sem snúa að svona
framkvæmd. Þannig að við horfum
bjartsýn fram á veginn og hlökk-
um mikið til að geta boðið alla
velkomna sumarið 2021,“ segir
Magnús Freyr að lokum. /ÓAB
Myndin sýnir hugmynd hönnuðarins um það hvernig aðkoman að veitingastaðnum verði. MYND AÐSEND
Séð yfir svæðið. Bóknámshús FNV til vinstri og sjúkrahúsið efst til hægri. MYND: PF
Frá framkvæmdum. MYNDIR AÐSENDAR
Við óskum
Sauðárkróksbakaríi
til hamingju með
140 ára afmælið
Akurhlíð 1 Sauðárkróki Sími 453 6166
Borgarflöt 3 Sauðárkróki Sími 453 6490
Sími 455 6000 www.skagafjordur.is
Dalvegi 4 Kópavogi
Sími 564 4700
Borgarteigi 12 Sauðárkróki Sími 453 5000
Landsbankinn
Sími 410 4000 www.li.is
VERKFRÆÐISTOFA
Aðalgötu 21 550 Sauðárkróki Sími 458 5050
Borgarmýri 1 550 Sauðárkróki Sími 453 5170
Sími 444 7000 www.arionbanki.is
Sauðárkróki Sími 453 5020
Bílaverkstæði
Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570
Borgarmýri 1 550 Sauðárkróki Sími 453 5433 www.stettarfelag.is
Sími 432 4200 (Sauðárkróki) | www.hsn.is
Hesteyri 1 Sauðárkróki Sími 455 4400 www.fisk.is
Vélaverkstæði
Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4560
34/2020 3