Feykir - 30.09.2020, Page 6
lokið við að setja upp upplýst
ljósaskilti í garðinum, beint á
móti inngöngunni í garðinn en
fráfarandi stjórn hafði unnið
að þessu verkefni um tíma og
aðeins var eftir að bæta við
nokkrum merktum leiðum,
finna staðsetningu fyrir skiltið
og fjármagna dæmið. Þetta
sama ár var gert bílaplan
við garðinn í samvinnu við
Blönduósbæ, en rætt hafði
verið um nauðsyn þess að
koma upp malbikuðu plani
utan við garðinn í nokkuð
mörg ár. Kostnaður var rúm-
lega sex milljónir króna og
þar af var hlutur kirkjugarðs-
ins 2,5 milljónir króna en
Blönduósbær fjármagnaði
restina,“ segir Valli og heldur
áfram.
„Árið 2019 var ráðist í það
stóra verkefni að gera við allar
steypuskemmdir sem komnar
voru í kirkjugarðsvegginn.
Þetta verkefni var unnið í
samráði við dr. Magga Jóns
Kirkjugarðurinn á
Blönduósi til fyrirmyndar
Kirkjan hefur átt örlítið
undir högg að sækja síðustu
árin og fréttir um fækkun
í þjóðkirkjunni nokkuð
algengar. Engu að síður virðast
allir hafa skoðun á kirkjunni
og hvert hlutverk hennar eigi
að vera og þá ekki síður hvort
það sé í lagi að teikna Jesú sem
barmgóðan, hamingjusaman
hippa o.s.frv. Það er þó nokkuð
víst að fæstum hugnast að
sjá kirkjur og kirkjugarða í
niðurníðslu, enda íbúar oft
stoltir af sinni kirkju og þær
víða bæjarprýði og miðpunktur
samfélagsins. Á Blönduósi
er nýleg kirkjan sannarlega
perla í bænum miðjum.
Kirkjugarðurinn er hins
vegar staðsettur á brekkunni
vestan við Blöndu og gamla
Sýslumannsbústaðinn.
Hvað hefur verið gert í kirkju-
garðinum á Blönduósi síðustu
2-3 árin? „Árið 2018 var
Frá framkvæmdum í kirkjugarðinum í sumar.
AÐSENDAR MYNDIR
Rætt við Valdimar Guðmannsson vegna framkvæmda við kirkjugarð Blönduóskirkju
Fyrir tilviljun heimsótti blaðamaður Feykis kirkjugarð
Blönduóskirkju í sumar og hreifst af umgengninni og
þeim framkvæmdum sem átt höfðu sér stað og unnið var
að. Bæði var garðurinn snyrtilegur, bílaplan malbikað og
bráðsnjallt upplýsingaskilti um garðinn var til
fyrirmyndar. Á þeim tíma var verið að undirbúa
lagfæringu á stígnum sem liggur um garðinn. Það var
því ekki úr vegi að hafa samband við Valdimar
Guðmannsson, Valla Blönduósing, formann stjórnar
kirkjugarðs Blönduóskirkju og spyrja hann út í
framkvæmdirnar.
VIÐTAL
Óli Arnar Brynjarsson
Undirstöður fyrir auglýsingaskilti steyptar – og að sjálfsögðu allir í sjálfboðavinnu!
sem hannaði garðinn á sínum
tíma. Samið var við Árna Þor-
valdsson múrarameistara úr
Mosfelsbæ að vinna verkið.
Þessir tveir heiðursmenn,
ásamt efnasérfræðingum hjá
BM Vallá, völdu efnið sem
notað var við viðgerðina á
veggnum. Viðgerðirnar tók-
ust mjög vel og liturinn er
svipaður og á kirkjunni, enda
er hún einnig hönnuð af dr.
Magga Jóns. Kostnaður við
þetta verkefni var rúmar fjórar
milljónir króna fyrir utan alla
sjálfboðavinnu og aðkomu
fyritækja á Blönduósi varðandi
fæði verktaka, gistingu fyrir þá
og flutning á efni svo eitthvað
sé nefnt.
Á sama ári var einnig byrjað
að setja upp trékrossa með
plötum með nafni, fæðingar-
og dánardegi á þekkt en
ómerkt leiði. Kostnaður við
hvert leiði er um 12.000 krónur
sem garðurinn borgar.
Á þessu ári, 2020, hefur
verið haldið áfram með þetta
6 37/2020