Feykir


Feykir - 30.09.2020, Page 8

Feykir - 30.09.2020, Page 8
úr að hann var sendur á sveitabæ hér innanfjarðar sem vinnumaður. Ekki leið á löngu þar til bóndinn hafði samband við lögreglu og lét vita að hann saknaði peninga og var það töluverð upphæð sem bónda vantaði. Ég fór ásamt gamla varðstjóranum á vettvang og við ræddum við bóndann og gangsterinn og þegar hann varð tvísaga þá handtókum við gaurinn og ókum með hann af stað í handjárnum á Krókinn. Er á lögreglustöðina var komið segir Mundi við mig að við verðum að gera líkamsleit á manninum og var ástæðan sú að Munda grunaði að maðurinn væri með eitthvað á þeim stað þar sem að sólarljóssins nyti eigi við. Við fórum í málið og viti menn peningavöndull, óhugnanlega þykkur komst í sólina. „Hann iðaði sér allt of mikið í sætinu á bílnum,“ var svar Munda þegar ég spurði hann að því hvernig hann hefði fattað þetta. - - - - - - Ég skora á Sigurð Hólmar Kristjánsson, fulltrúa lögreglustjóra, að taka við pennanum. Það var á vormánuðum 2008 sem fjölskyldan flutti búferlum frá Flateyri til Sauðárkróks en ég hafði tekið starfi varðstjóra í lögreglunni á Sauðárkróki eftir að hafa starfað sem slíkur í lögreglunni á Ísafirði í um tíu ár. Þetta var nú töluverð breyting fyrir mig og mína að koma úr 200 manna þorpi og flytja á Krókinn þar sem allt var til alls og Bergljót Ásta, dóttir okkar, fékk bekkjarfélaga en hún hafði verið ein í árgangi á Flateyri. Einnig tókum við strax eftir hvað menningarlífið var öflugt hér, ég byrjaði fljótlega í karlakórnum Heimi og Gógó byrjaði að tengja sig við leikfélagið á staðnum. Vinnufélagarnir voru ekki af verri endanum og dásamleg reynsla að starfa með köllum eins og Kristjáni Óla og Guðmundi, Munda, sem marga fjöruna höfðu sopið. Það byrjaði svo sem ekkert áfallalaust að mæta á fyrstu vaktina hérna á Króknum þegar Mundi tók á móti mér og sagðist ekki ætla að taka í hönd mína þar sem að hann hafi viljað að annar maður fengi jobbið, eins og hann orðaði það, en það átti eftir að breytast því þegar Mundi gekk út af lögreglustöðinni frá sinni síðustu vakt sem lögreglumaður, tók hann í höndina á mér og sagðist líta á mig sem arftaka sinn í starfi. Við verðum nú að láta eina löggusögu fylgja hér af Munda sem sýnir hvað hann gat verið naskur. Lesendur kannast kannski við þegar við fengum hingað í Skagafjörðinn, fyrir nokkrum árum, ófagra sendingu frá einu af Eystrasaltslöndum, kauða sem hafði nú einhverja tengingu við mafíustarfsemi og gerði óskunda í einni verslun bæjarins með því að lesa upplýsingar af kortum viðskiptavina þannig að hægt var að taka út af þeim. Rannsókn málsins tók mikinn tíma og maðurinn var settur í farbann og einhvern veginn varð það ÁSKORENDAPENNINN Pétur Björnsson Sauðárkróki Arftaki Munda UMSJÓN Páll Friðriksson Pétur Björnsson. MYND AÐSEND Nýliðar voru áberandi í starfi GSS í sumar en metþátttaka var á árlegu nýliðanámskeiði í júní. Formaður klúbbsins brá sér í hlutverk blaðamanns og tók nokkra þeirra tali og mun Feykir birta viðtöl í næstu blöðum. Díana Dögg Hreinsdóttir og Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir brugðu sér í golfdressið í sumar en Dúfa hefur oftast klæðst mark- mannstreyjunni þegar sportið er annars vegar þar sem hún var öflug á milli stanganna hjá nokkrum liðum í Íslandsmóti KSÍ. Körfuboltabolur- inn var líka mikið notaður hér áður fyrr og kannski ekki alveg kominn á herðatréð enn. „Við tókum þetta alla leið og erum búnar að spila við hvert tækifæri,“ segja þær Díana og Dúfa. Þær eru sammála um að það hafi verið auðvelt að ganga í klúbbinn og að vel hafi verið tekið á móti þeim, allir tilbúnir að leiðbeina og hjálpa. Díana segir að það hafi komið sér á óvart að hún varð ekki geggjað góð strax, en líka að góðu golfararnir geta átt mjög slæm högg líka. Dúfa segir það helst hafa komið sér á óvart hve forfallin hún varð. Þær mæla með að allir prófi íþróttina: „Golf er skemmtileg leið til að fá sér smá göngutúr,“ segir Dúfa. Sumarið hefur verið eftirminnilegt og skemmtilegt. „Líklega stendur upp úr að hafa náð tveimur fuglum og að hafa náð tvisvar lengra upphafshöggi en Árný þegar við spiluðum saman í vanur/óvanur,“ segir Díana. ( NÝLIÐAR Í GOLFI ) @Kristján Bjarni Halldórsson Tókum þetta alla leið Dúfa Dröfn og Díana Dögg. AÐSEND MYND Díana Dögg og Dúfa Dröfn Sérstakur kafli í sögunni er nú skráður og sýnist í öllu geta okkar veislukjör stytt. Við sjáum það nú að sitthvað var gott hér áður þó sífellt við værum að tuða um þetta og hitt. Því veira sem enginn í verunni mikið þekkir er veraldarplága orðin sem fjandaher. Hún aflagar kjörin og utanlandsferðunum hnekkir og enginn veit hvernig málið að lokum fer. En sumir eru víst meira en mikið hræddir og margir reiðir af hagsmunaskelfandi vá. Og til eru þeir sem trúa því líka mæddir að tilveran öll sé nú lokadóm sinn að fá. Og verið getur að allt þetta eigi með rökum einhverjar stoðir og sumar af traustari gerð. En mannkyn sem allt er á kafi í siðlausum sökum er síst til þess fært að dæma hvað hér er á ferð. Það kemur í ljós hvað Covid mun hafa að segja en kannski er best að tjá sig sem minnst um það. Úr einhverju verða þó allir að lokum að deyja og ef til vill komast menn þannig á friðsælli stað! AÐSENT | Rúnar Kristjánsson Kveðið um Covid 8 37/2020

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.