Feykir


Feykir - 30.09.2020, Qupperneq 10

Feykir - 30.09.2020, Qupperneq 10
BYGGÐASAFN SKAGFIRÐINGA GREINIR FRÁ VERKEFNUM SUMARSINS OG ÁHRIFUM COVID-19 eftir Berglindi Þorsteinsdóttur og Ylfu Leifsdóttur Óhefðbundið sumar hjá Byggðasafninu Það hefur verið fremur óvenjulegt um að litast í Glaumbæ undanfarna mánuði, þar sem alla jafna má sjá margt um ferðamanninn og oftar en ekki fjöldann af rútum á hlaðinu, en nú hefur verið heldur rólegra á safnsvæðinu vegna kórónuveirufaraldursins. Um tólf þúsund gestir hafa heimsótt Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ og Víðimýrarkirkju það sem af er þessu ári og er þetta um 68% fækkun miðað við sama tíma í fyrra. Réði þar fækkun erlendra ferðamanna mestu um. Það var okkur þó gleðiefni að Íslendingar voru duglegir að heimsækja safnið í sumar en í fyrra voru Íslendingar um 7% gesta safnsins en í ár um 27%. Tíminn mun svo leiða það í ljós hver staðan verður í árslok. Með tilkomu COVID-19 núna í vor var ljóst að þetta sumar yrði með öðru móti en síðustu ár. Lögð voru drög að viðburðadagskrá til að hafa líf og fjör á safnsvæðinu í von um að trekkja að fleiri gesti. Boðið var upp á daglegar leiðsagnir, leiki á laugardögum og gestum leyft að sjá hvernig strokka á smjör og leika með leggjabú á gamla mátann. Hestar frá Syðra-Skörðugili mættu á svæðið og var börnum boðið á bak, þjóðlegar og prúðbúnar konur í Pilsaþyt heimsóttu safnið og vöktu að vanda aðdáun gesta. Þá kom Eyjólfur Eyjólfsson og heillaði viðstadda með langspilsleik í bað- stofunni. Haldið var upp á afmælisdag Mark Watson, hins enska aðalsmanns sem tók ástfóstri við Glaumbæ og íslenska fjárhundinn á fyrri hluta 20. aldar en framlag hans til varðveislu hvors tveggja var ómetanlegt. Af því tilefni fjölmenntu íslenskir hundar og eigendur þeirra í Glaumbæ og gestum var boðið að klappa fjór-fætlingunum. Sótt var um styrk úr aukaúthlutun safnaráðs vegna Covid-19, sem ætlaður var til eflingar á faglegu starfi viður- kenndra safna og hlaut Byggðasafnið 1,5 m.kr. styrk. Þá kom Nathalie Jacqueminet, sérfræðingur í forvörslu og safnafræðingur, til ráðgjafar í Byggðasafnið í tæpar tvær vikur í júlí. Meðal þeirra verkefna sem Nathalie kom að var aðstoð við að meta ástand gripa í sýningum, leiðbeina um hvernig meta á hvort gripir þarfnist hvíldar eða forvörslu og hvernig frágang gripa í safngeymslum væri best háttað. Einnig aðstoðaði hún við gerð nýrrar neyðar- áætlunar, fór yfir öryggismál og aðstoðaði við gerð áætlunar um um- hirðu gripa. Kom hún, ásamt starfs- mönnum safnsins, víða við í sýningum og safngeymslum safnsins meðan á veru hennar hjá safninu. Munum við halda áfram vinnu okkar í áætlana-gerð Til vinstri: Frá flutningi nýs þjónustuhúss í Glaumbæ. Til hægri: Glæsilegar konur í Pilsaþyt ásamt Eyjólfi Eyjólfs- syni langspilsleikara, Ásmundi Kristjánssyni gullsmið og Guðrúnu Hildi Rosenkjær hjá Annríki, þjóðbúningar og skart. Nathalie Jacqueminet sérfræðingur í forvörslu ásamt starfsfólki Byggðasafns Skagfirðinga. MYNDIR: BYGGÐASAFN SKAGFIRÐINGA Byggðasafn Skagfirð- inga, Héraðsbókasafn Skagfirðinga, Héraðs- skjalasafn Skagfirðinga og Listasafn Skagfirðinga tóku sig saman og létu hanna fyrir sig nýtt auðkenni safnanna. Nýtt og sameiginlegt auð- kenni er tákn um vilja safnanna til aukins samstarfs sín á milli, sem öll sinna skagfirskum menningararfi. Gengið var til samninga við Þórhall Kristjánsson grafísk- an hönnuð hjá Effekt hönnun slf., um hönnun auðkennisins. Leitað var innblásturs á meðal prýðis- gripa sem varðveittir eru hjá Byggðasafni Skagfirðinga með áherslu á útskurð, en það er gott dæmi um alþýðulist sem tengir öll söfnin saman. Útskurður var ein af þeim aðferðum sem Íslendingar notuðu öðrum fremur til að fegra umhverfi sitt í árhundruð. Gripirnir voru sjaldan merktir höfundi en stundum var hægt að greina höfundareinkenni í stíl og myndmáli útskurðar. Útskurðurinn sem er fyrir- mynd auðkennisins prýðir kistil sem var í eigu Guðrúnar Björnsdóttur frá Skíðastöð- um í Laxárdal (BSk 857 – sjá meðfylgjandi myndir). Hann er sérlega fallegur og vel varðveittur en hann var gefinn til safnsins fyrir tæpri hálfri öld (1972). Kistillinn sjálfur er frá árinu 1767 og er ártalið rist á framhlið hans, listamaðurinn er óþekktur. Útskurðartáknið á hlið kistilsins fangaði athygli okkar þar sem myndmál þess getur vel táknað söfnin fjögur, eitt lauf stendur fyrir hvert safn, sem tengjast innan banda Skagafjarðar og skagfirsks menningararfs. Auðkennin eru eins en hvert safn er með sinn lit og þar af leið- andi sitt sérkenni. Litavalið eru hefðbundnir jarðlitir en litina má finna allt frá vefnaði úr jurtalituðu bandi yfir í blæbrigði torfsins, og í verkum Jóhannesar Geirs – þeir tóna vel saman og eiga skírskotun í skagfirskan menningararf. Sameiginlegt tákn safnanna í Skagafirði Mynd af lógói Byggðasafnsins og útskornum kistlinum sem varð innblástur fyrir nýtt auðkenni safnanna í Skagafirði en sama tákn er í merkjum Héraðsskjala-, Héraðsbóka- og Listasafns Skagafjarðar. og frekari úrvinnslu þeirrar vinnu sem fram fór og ábendinga sem fram komu á meðan á dvöl hennar hjá Byggða- safninu stóð. Þetta fremur rólega sumar veitti einnig tækifæri til ýmissa verka sem annars hefði ekki gefist tími til að framkvæma. Sumarstarfsmenn safns- ins höfðu í nógu að snúast í ýmsu viðhaldi og þrifum í upphafi sumars þegar sem fæstir gestir voru á ferð- inni. Farið var í yfirhalningu á Gils- stofunni í ár, gluggar voru lagfærðir og húsið málað og klárað var að lagfæra glugga í Áshúsi en Trésmiðjan Ýr hafði veg og vanda að þeirri viðgerð sem hófst sl. vor. Þá var farið í að ganga frá umhverfis nýtt þjónustuhús í Glaum- bæ, sem hagleiksmennirnir í áhaldahúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar smíðuðu. Fornverksmenn sáu um að tyrfa þakið, önnuðust uppsetningu hliðs, hellulögn og annan frágang umhverfis þjónustu- húsið svo prýði er að. Einnig hafa þeir umsjón með viðgerðum á gamla bænum núna í haust. Frá Mark Watson deginum þegar íslenskir fjárhundar og eigendur þeirra heimsóttu safnið. 10 37/2020

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.