Feykir - 16.12.2020, Blaðsíða 7
48/2020 7
Í öðrum pistli mínum lofaði ég að birta
pistil á gamlárskvöld sem átti að fjalla um
gámlárskvöldin í Hofsós hér áður fyrr. Úr
þessu varð aðeins lengri pistill sem fjallar
einnig um nokkrar aðrar samkomur og
heimsóknir í Hofsós svona í kringum
árið 1960.
Leikfélag Hofsóss var stofnað árið
1950, sama ár og Þjóðleikhúsið tók til
starfa. Starfið í leikfélaginu var öflugt
á meðan Skjaldborgar1) naut við sem
samkomuhúss, þ.e. áður en hún breyttist
í bátasmíðastöð Gíma,2) en svo var
Skjaldborg seld og féð lagt í hið nýja
félagsheimili. Það tók nú aldeilis tímann
sinn að koma því upp, eins og allir vita,
og lá starfsemi leikfélagsins því niðri í
mörg ár en var endurvakin í hinu nýja
félagsheimili, Höfðaborg.
Fyrir mér er minnisstæðasta
leikritið sem sett var á svið í Skjaldborg
„Draugalestin“.3) Mamma og pabbi4) léku
bæði í Draugalestinni og höfðum við
krakkarnir miklar áhyggjur af mömmu
sem tókst illa að fela sig fyrir ljótu
köllunum á bak við hurð. Jón Stefánsson5)
lék lestarvörðinn sem illa fór fyrir en við
það stökk Jóna Þórðar6) upp úr sæti sínu
og hrópaði skerandi röddu „Afi er dáinn,
afi er dáinn“.
Ég átti því láni að fagna síðar á ævinni
að sækja heim öll helstu óperuhús
heimsins, meðal annarra í London, París,
Berlín, Vín og New York. Ég get ekki
sagt að neitt af því sem ég sá og heyrði
þar sé minnisstæðara eða fastar grópað
í huga mér en þetta kvöld í Skjaldborg.
Ég náði meira segja að sofna einu sinni
á Metropolitan á Maddama Butterfly,
en eftir Draugalestina í Skjaldborg gat
enginn krakki í Hofsós sofnað fyrir
spenningi fyrr en langt var komið fram á
nótt.
Vegna þess langa tíma sem bygging
félagsheimilisins tók, var ákveðið að
setja þak á kjallarann og varð félags-
heimiliskjallarinn þannig danshús og
skemmtistaður bæjarins um margra ára
skeið. Unglingar og krakkar dönsuðu
mikið á þessum árum og var slík
UMSJÓN
Fríða Eyjólfsdóttir
Pistillinn sem hér fer á eftir er
upphaflega áramótakveðja sem
birtist á Facebooksíðunni
Hofsósingar nær og fjær þann 31.
desember 2017 og er sá fjórði í
röðinni af fimm sem Þorsteinn
Þorsteinsson skrifaði og hefur
gefið Feyki góðfúslegt leyfi til að
birta. Í þessum pistli heldur
Þorsteinn áfram að rifja upp
minningar frá Hofsósi frá árunum í
kringum 1960.
dansskemmtun kölluð „Dinninabbi“ og
boðuð með hvísli milli unglinga í bænum.
Kiddi í Bræðraborg7) spilaði á nikkuna og
við dönsuðum, stundum oft í viku. Þarna
kenndu systur mínar mér að dansa og bý
ég enn að því. Kerti voru skorin niður og
vaxinu dreift um gólfið til að auðveldara
væri að dansa á ómeðhöndlaðri furunni.
Þarna voru líka alvöru dansleikir og
man ég eftir Ferguson tríóinu með
Geirmund8) í broddi fylkingar spila fyrir
dansi. Blóðhiti var stundum nokkur í
mönnum eftir dansleiki í kjallaranum
og varð þeim þá stundum sundurorða á
grasbalanum fyrir utan. Ég á minningu
þar sem Kjartan Ívars9) er að skilja að
tvo heiðursmenn, ónefnda, sem ætluðu
að rjúka í hár saman. Kjartan beygði sig
snöggt undir aðvífandi rothögg, greip
utan um viðkomandi, lagði hann á
grasbalann og talaði róandi til hans.
Mikið um dýrðir á gamlárskvöld
Önnur reglubundin skemmtun var
gamlársbrennan. Á þeim tíma sem
ég er að rifja upp var brennan á
bökkunum sunnan við Bergland.10)
Söfnun í brennuna tók margar vikur,
en ýmsir lögðu á sig ómælt erfiði við að
safna í brennuna. Ég hef áður minnst á
nótabátinn Stalín11) í þessu sambandi, en
hann var hlutaður í sundur fyrir neðan
Pakkhúsið og dreginn á brennuna í
tveim pörtum. Gunnsi12) stjórnaði eins
og venjulega og var kominn með beltin
á traktorinn til að draga. Síðan ýttu
menn á eftir, en Hemmi Ellu13) var sem
sagt með járnkall sem hann brá undir
flakið að aftan og lyfti upp meðan verið
var að koma bátspartinum upp á götu.
Hann tók vel á því og þannig beygði
hann járnkallinn. Gunnsi stjórnaði líka
við brennuna. Hann var með sína rauðu
Esso olíukerru og búinn að festa langt
vatnsrör við stútinn á byssunni og gat
því sprautað olíu á eldinn úr nokkurri
fjarlægð. Þegar Gunnsi var búinn að pusa
vel á bálið og brennan komin í blússandi
gang, heyrðist daufur söngur úti í
myrkrinu sem smám saman hækkaði og
svo birtust álfarnir sem komu dansandi
í fylkingu. Þeim fylgdu púkar og tröll
sem skutust sitt á hvað og létu ófriðlega.
Álfadrottingin og álfakóngurinn fóru
fremst í álfafylkingunni og voru það
virðingarstöður. Þrátt fyrir að Gunnsi
væri brennukóngur minnir mig að hann
og Magga14) hafi líka stundum verið
álfadrottning og –kóngur. Steinunn frá
Hólkoti15) sagði mér nýlega að pabbi
hennar, Hjálmar í Hólkoti, og mamma16)
hafi einnig gegnt þessu hlutverki. Síðar
hlutu Hulla og Óttar í Enni17) þennan
heiðurssess, hávaxin og myndarleg.
Mig minnir að Bjössi Jóa18) og Tommi í
Hjarðarholti19) hafi verið púkar en man
það þó ekki alveg.
Síðar um kvöldið var ball í barnaskól-
anum undir harmónikkuleik Sigga
Björns20) eða Snorra í Ártúni21) og börnin
fengu að vera til kl. 12. Og hver haldið
þið að hafi stjórnað dansinum? Auðvitað
Gunnsi. Fyrst var það mars til að fá pörin
út á gólfið. Þegar fullmannað var orðið á
gólfinu var myndaður hringur og þegar
Gunnsi stappaði í gólfið fóru herrarnir í
aðra áttina og dömurnar í hina takandi
í hendur hvers annars í leiðinni, vinstri,
hægri, vinstri, hægri. Þegar pörin mætt-
ust á ný stappaði Gunnsi aftur í gólfið
og þá var það Kokkurinn sem tók við,
dömurnar í innri hring, karlarnir í
ytri. Og svo dönsuðu pörin vínarkruss,
masúrka, vals, polka eða tangó og
kannski eitthvað fleira. Mamma og pabbi
og Gunnsi og Magga dönsuðu skiftiræl
sem var hálfgert sýningaratriði. Síðar á
ballinu voru það Eyjarnar á Skagafirði,
þar sem einn herra gekk um með tvær
eða þrjár dömur og bauð lausum herrum
að velja eyju á Skagafirði. Einhvern
veginn var það svo, að menn urðu kátari
er á kvöldið leið en þó án þess að ég sem
barn eða unglingur tæki eftir því hvar
„kallakókið“ var geymt. Ekki voru borð í
salnum þá til að fela undir, því stólunum
var bara raðað meðfram veggjunum.
Sennilega fóru menn fram á gang eða
niður á klósett til að staupa sig.
Ríkið eða Deildardalurinn
Á þessum árum var algengasta leiðin
til að útvega sér áfengi að panta vínið
í póstkröfu frá Ríkinu á Siglufirði.
Hin leiðin var að fara í Deildardalinn.
Pantanirnar fóru fram þannig að menn
hringdu eða komu á símstöðina og stungu
höfðinu inn um gatið við skiptiborðið og
sögðu: „Viltu hringja fyrir mig?“ eða „Viltu
panta fyrir mig? „ eða „Viltu hringja fyrir
Dúóið Tveir tíglar. Siggi Bjöss [Sigurður Björnsson] þenur nikkuna og Mummi [Guðmundur Kristjánsson]
slær taktinn á trommurnar á balli í barnaskólanum. Myndin er í eigu Finns Sigurbjörnssonar.
b Þorsteinn Þorsteinsson rifjar upp gamla tíma
Samkomur og skemmtanir í Hofsós
Álfar í Hofsós fylkja sér á ganginum í barnaskólanum og búa sig til útgöngu í álfadansinn. Á miðri mynd
eru konungshjónin Hulla og Óttar í Enni. F.v. má bera kennsl á lægra setta álfa þá Trausta Gunnarsson,
Guðmund Kristjánsson, séra Sigurpál, Björn Jóhannsson og Sigurbjörn Magnússon (með gleraugun).
Maðurinn milli konungshjónanna dæmist vera Þorvaldur Óskarsson frá Sleitustöðum. Myndin er í eigu
Finns Sigurbjörnssonar.