Feykir - 16.12.2020, Blaðsíða 14
14 48/2020
Bók um svefn
hélt vöku fyrir Ólafi
( BÓK-HALDIÐ ) oli@feykirt.is
Ólafur Sigurgeirsson lektor í fiskeldi
Á Kálfsstöðum í Hjaltadal
leitar Feykir í bókhald
húsbóndans, Ólafs Inga
Sigurgeirssonar, sem er
lektor í fiskeldi við
Háskólann á Hólum. Ólafur
er af árgerð 1964, fæddur
og upp alinn á Flúðum í
Hrunamannahreppi. Hann
býr með Sigríði Björns-
dóttur, eða Systu dýra-
lækni, sem nú starfar sem
sérgreinadýralæknir hjá
MAST og hefur umsjón
með heilbrigði og velferð
hrossa.
„Er með stóran óreiðukennd-
an haug af bókum við
rúmið (þarf að taka til),
mest sagnfræði, fræðandi
frásagnir og ævisögur og
eitthvað af bundnu máli eftir
gamla skarfa. Aðeins útvaldar
skáldsögur komast í hauginn,“
segir Ólafur þegar Feykir spyr
hvaða bækur hann sé með
á náttborðinu. „Er núna að
lesa gagnmerka fræðibók,
Þess vegna sofum við, eftir
Matthew Walker tauga-
vísindamann við Berkeley-
háskóla. Þar er gerð grein
fyrir mikilvægi svefns og færð
ótal vísindaleg rök fyrir að
of lítill svefn valdi víðtækum
líkamlegum og andlegum
heilsufarsvandamálum ungra
sem aldinna. Leiðir hugann að
þeim ógöngum sem nútíma
lífsmáti, einkum í vestrænum
samfélögum, er kominn í.
Hvers vegna erum við t.d. að
þvæla börnum, og sérstaklega
unglingum, inn í skólastofur
snemma morguns, jafnvel í
svarta myrkri? Bókin er svo
umhugsunarverð að hún
rændi mig svefni!“
Hver er uppáhaldsbókin af
þeim sem þú hefur lesið gegn-
um tíðina? „Því er ómögu-
legt að svara. En nýlega las
ég bókina Leitin að svarta
víkingnum eftir Bergsvein
Birgisson, sem varpar nýju
ljósi á sögu landnáms Íslands
í mínum huga. Stórmerk bók
sem varð til þess að ég þurfti
að grufla í því nánar og lesa
fleira sem því tengist.“
Ólafur Sigurgeirsson. MYND: SB
Hefur þú heimsótt staði sér-
staklega vegna þess að þeir
tengjast bókum sem þú hefur
lesið? „Já. Fór til dæmis fyrir
rúmu ári í sérstaka hópferð
til Skotlands og Orkneyja á
söguslóðir stórgóðra bóka
Vilborgar Davíðsdóttur, sem
hverfast um Auði djúpúðgu
og hennar slekti. Þangað var
sérlega fróðlegt og skemmtilegt
að koma. Ekki dró úr að
höfundurinn var með í för og
lýsti staðháttum sögusviðsins og
jós úr sínum brunni. Það knúði
á endurlestur bókanna og nú
er enn ein, Undir Yggdrasil,
nýkomin út. Ég tek hana næst.“
Hver er eftirminnilegasta
bókin sem þú hefur fengið að
gjöf? „Fólk mætti endilega
gauka að mér meira af eftir-
minnilegum bókum – svo ég
geti svarað þessari spurningu
sómasamlega.“
Hvað er best með bóklestri?
„Næði.“
Ef þú ættir að gefa einhverjum
sem þér þykir vænt um bók,
hvaða bók yrði þá fyrir valinu?
„Ég er nú líklega ekki mjög
næmur á hvað fólk vill lesa
eða með sérstök heilræði
í þeim efnum. Hef lítið ýtt
einstökum bókum að mínum
nánustu þannig lagað. Eru
bankabækur alveg úr sögunni?
Kannski ég svari bara: Gömlu
bláu skólaljóðin! Af henni
lærði ég a.m.k. talsvert af þeim
kveðskap sem ég festi í minni
og bý að. Auðvitað bók sem
ætti að halda að börnum,“
segir Ólafur að lokum.
Hvers konar bækur lestu
helst? „Ég les ýmislegt en
það þarf helst að vera annað-
hvort fræðandi eða skemmti-
legar frásagnir, helst hvoru-
tveggja. Líklega er ég búinn
að lesa fjandi margar ævisögur
forvitnilegs fólks, athafna-
manna, skálda, bænda,
stjórnmálamanna o.fl. sem
lifði á 18. og 19. öld og fram
á þá tuttugustu. Les einstaka
skáldsögur, hef lesið þetta
hefðbundna að sjálfsögðu,
en líklega telst ég seint vera
sérstaklega nútímalegur les-
andi – ef það segir eitthvað?“
Hvaða bækur voru í uppáhaldi
hjá þér þegar þú varst barn?
„Til dæmis Tinni og svo
kunni ég Ættbók og sögu
íslenska hestsins eftir Gunnar
Bjarnason býsna vel. Þegar
ég kom fyrst í Skagafjörð á
barnsaldri þekkti ég til grað-
hesta frá mörgum bæjum og
kannaðist við bæjarnöfnin –
frá lestrinum.“
Hvaða bók er ómissandi eða
er einhver ein bók sem hefur
sérstakt gildi fyrir þig? „Ég er
ekki í sérstöku tilfinninga-
sambandi við neina bók, held
ég. Ég veit ekki um ómissandi
bók því ef ég væri búinn að
lesa hana er hún ekki lengur
ómissandi! Nú þarf enginn
lengur á uppsláttarritum að
halda, svo þau reyndust ekki
heldur ómissandi. En mér
finnst notalegt að eiga mikið af
bókum og þær eru á heildina
litið ómissandi.“
Hvaða rithöfundar eða skáld
fá hjartað til að slá örar? „Ég
á þegar í vandræðum með of
háan blóðþrýsting (kannski
vegna of lítils svefns?) og því
reyni ég að láta ekki einstakar
bókaútgáfur eða rithöfunda
bæta þar á.“
Áttu þér uppáhalds bókabúð?
„Það var gaman að koma til
Braga meðan hann var og hét.“
Hversu margar bækur held-
urðu að þú eignist árlega?
„Hingað slæðast talsvert
margar bækur árlega, jafnvel
svo að húsfreyja er farin að
kvarta og lýsa áhyggjum yfir
plássleysi. Bókum er sjaldnast
hægt að henda. Margt af því er
enn ólesið.“
Ertu fastagestur á einhverju
bókasafni? „Nei – ekki nema
mínu eigin.“
Jólin mín
Sveinfríður Jónsdóttir Gauksstöðum á Skaga
Besta jólalagið er
Heims um ból
Jólin eru… samvera með
mínu besta fólki.
Hvað kemur þér í jóla-
skap? Hundslappadrífa
og lyktin af heimasoðnu
rauðkáli
Hvert er besta jólalagið?
Heims um jól.
Hvað finnst þér ómiss-
andi að gera yfir hátíð-
irnar? Vera í hátiðarskapi.
Hvað langar þig að fá í
jólagjöf? Bók.
Bakar þú fyrir jólin? Mjög
lítið nú orðið.
Hver er uppáhaldsköku-
sortin þín? Kúrekakökur.