Feykir


Feykir - 16.12.2020, Blaðsíða 26

Feykir - 16.12.2020, Blaðsíða 26
26 48/2020 Það er óhætt að segja að þetta ár sem nú er að renna sitt skeið hefur heldur betur sett okkur öll á annan stað í lífinu, stað sem að minnsta kosti ég hefði aldrei getað ímyndað mér að ég ætti eftir að upplifa. Fyrir nákvæmlega ári síðan var ég, ásamt nokkrum góðum vinkonum úr Kvenfélagi Svínavatnshrepps, að spóka mig í Crawley á Englandi, svo hamingjusöm og grunlaus um hvað myndi bíða okkar er heim kæmi. Þetta var dásamleg ferð, en við rétt komumst heim þegar skall á óveðrið sem byrjaði 10. desember og olli afar miklum skaða, bæði hér og annars staðar. Þetta gerðist eins og hendi væri veifað og í blessuðum Blöndudalnum, þar sem er alltaf gott veður eins og allir vita, varð allt alveg spinnigal. Það fauk allt sem fokið gat, skepnur fenntu og rafmagnið fór svo hræðilegt ástand skapaðist í fjósunum. Hjá okkur á Löngumýri fauk fjárhússtafn og hluti af þaki, við misstum kindur í fönn, fé sem við höfðum ekki fundið. (Þess ber að geta að eiginmaðurinn var leitandi að kindum á meðan ég spókaði mig í útlandinu). Kýrnar fóru auðvitað illa út úr rafmagnsleysinu. Þetta var víða svona, við höfðum það alls ekki verra en aðrir. Þetta var ömurlegur tími og við vorum auðvitað alveg í áfalli, gjörsamlega útúrþreytt að skríða milli fjóss og bæjar í blindhríð og stormi. Ég bara veit ekki hvað ég hefði gert ef mig hefði órað fyrir að loksins (eftir áramót) þegar veðrið fór að skána skylli á heimsfaraldur. Covid 19 dreifðist um heimsbyggðina og bókstaflega lokaði okkur inni heima hjá okkur og stoppaði félagslíf, alls kyns vinnutækifæri og gerði það að verkum að allt skólastarf fór úr skorðum. Framhaldsskólanemar þurftu að koma heim og læra í gegnum tölvuna sína. Stelpan okkar var ein af þeim sem var að klára námið sitt hjá FNV á vorönn og varð stúdent sl. vor. Þetta gekk samt allt ótrúlega vel eins og alltaf þegar allir gera sitt besta. Það sem mér finnst samt standa upp úr á þessu ári er allt það góða. Fyrst og fremst hve rosalega tæknivædd við erum. Börn geta lært heima og við sitjum við tölvuna og kveðjum vini sem við getum ekki á annan hátt fylgt síðasta spölinn. Þetta ber sannarlega að þakka. Það virðast allir leggjast á eitt með að gera hlutina sem auðveldasta. Mig langar að nefna starfsfólk Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki sem á einum morgni á síðustu vorönn græjaði allt svo nemendur gætu haldið sínu striki, mætt í tíma heima í tölvunni sinni og fengið alla þá aðstoð sem hægt var. Það var ómetanlegt. Það var dálítið skrýtið að vera viðstödd útskrift dótturinnar þar sem hver nemandi mátti taka tvo með sér, en mikið rosalega var ég samt þakklát fyrir að við foreldrarnir gátum verið þarna. Það var líka dásamlegt að upplifa alla hjálpina í vonda veðrinu, hjálparsveitin flutti bæði fólk og fé og gerði allt sem hægt var að gera. Nágrannar hjálpuðust að og smiðir hentu frá sér verkefnum til að hjálpa bændum. Enn einu sinni fann ég hvað ég á dásamlega nágranna, bý í góðu samfélagi og hvað okkar ágæta Norðurland vestra er gott landsvæði. Mér finnst líka aðdáunarvert hve fólk hefur staðið sig í sóttvörnum og er duglegt að fara eftir reglum. Ég er mjög þakklát. Ég vona að við höldum þessu striki, förum varlega, hjálpumst að og sendum kærleika hvert til annars, áfram. Við þurfum að halda út. Ég er samt svo þakklát fyrir árið 2020 og allan lærdóminn en ég hlakka til að fá árið 2021. Ég er viss um að það á eftir að koma okkur á óvart, á góðan hátt. - - - - - - Ég skora á Þórdísi Evu Einarsdóttur frá Grænuhlíð að taka við pennanum. ÁSKORENDAPENNINN | palli@feykir Birgitta H. Halldórsdóttir A-Hún. Litið til baka Birgitta H. Halldórsdóttir. MYND ÚR EINKASAFNI Finnur Freyr M. Gústavsson 3 ára Hvað finnst þér um jólin? Þau eru skemmtileg. Ég ætla fá mér kerru fyrir jólin. Ég ætla að segja pabba mínum það. Hvað getur þú sagt mér um jólasveina? Þeir eru í svona rauðum galla. Þeir eru svona pínuponku litlir. Einn er alveg svona pínulítill (sýnir með höndum), hann borðar sko alltaf morgunmat. Svo er einn mjööög stór (sýnir með höndum). Af hverju höldum við jólin? Út af því að það eru jólin heima hjá mér. Ég á jólapeysu. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Ís. Ef þú myndir hitta jólasvein hvað myndir þú segja honum? Að það má ekki setja sand í sófann. Þeir eiga að fara í gröfuna með mér. Og ég ætla að fara í gröfuna með þeim. Pabbi ætlar að grafa með þeim af því að þeir kunna það ekki. Við mokum stóra holu með gröfunni og tökum upp mölina. Hvað gerir þú í jólafríinu? Ég ætla fara í gröfuna með pabba mínum og jólasveinarnir eiga að fara í bílinn minn, í hvíta bílinn Cruiser-inn. Hvað heldur þú að jólasveinana langi að fá í jólagjöf? Þá langar líka í ís eins og mig. En heldurðu að ísinn bráðni ekki? Nei hann bráðnar sko ekki. Langar í ís í jólagjöf b Krakkarnir í Ársölum á Sauðárkróki svara jólaspurningum Jökla Magnúsdóttir 2 ára Hvað segir jólasveinn- inn? Halló. Hvar á jólasveinninn heima? Hann á heima úti hjá Önnu og Elsu. Hvað borðar jólasveinninn? Graut, rúsínur, epli og svo meiri graut. Hvað langar þig í frá jólasveininum? Bát, fugl og bíl. Samtölin við krakkana voru tekin saman af starfsfólki Ársala. Takk fyrir!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.