Feykir - 16.12.2020, Blaðsíða 17
48/2020 17
Holt. „Hennar fjölskyldusaga
á því rætur hér,“ segir Arnar
Þór.
Hversu langan tíma tók að
gera upp og hvað var erfiðast
eða skemmtilegast? „Við fjár-
festum í húsinu haustið 2015,
gerðum það smám saman
gróflega íbúðarhæft fyrir
okkur og nýttum tímann í að
kynnast Fljótunum og Trölla-
skaga betur. Endurbyggingar-
starfið hófst svo 2017. Það var
auðvitað ýmislegt sem kom
upp á og ekki hægt að segja
annað en að ferlið hafi verið
lærdómsríkt en skemmti-
legast fannst okkur að fá
tækifæri til að njóta þess að
vera í Fljótum og svo að sjá
afraksturinn – sveitahótel sem
við erum virkilega stolt af,“
segir Ólöf.
Tröllaskaginn er
skíðahöfuðborg
Íslands
Eru Fljótin paradís? „Strax og
við sáum húsið auglýst á sínum
tíma kallaði svæðið á okkur.
Við vorum farin að velta fyrir
okkur hvað okkur langaði að
gera í framtíðinni og upp-
bygging staðbundinnar ferða-
þjónustu heillaði. Við höfum
verið mikið á skíðum og í
útivist og Ólöf veiddi um tíma
árlega með vinkvennahópi í
Fljótaá, þannig að svæðið
höfðaði sterklega til okkar
eigin áhugamála, “ segir Arnar
Þór og heldur áfram: „Fljótin
eru auðvitað paradís útivistar-
fólks; hér eru göngu- og hjóla-
leiðir um allt, hestamennska,
veiðiár, vötn og berjamór að
sumri og á veturna er Trölla-
skaginn skíðahöfuðborg Ís-
lands og skiptir þá engu hvort
um er að ræða gönguskíði,
alpaskíði eða fjallaskíði. Eftir
fyrstu skoðun á húsinu og
umhverfi þess varð ekki aftur
snúið – við vorum bara heilluð
af svæðinu eins og allir sem
það heimsækja.“
Bjóðið þið upp á afþreyingu og
veitingar fyrir gesti? „Við
seljum alla gistingu með
morgunverði og þriggja rétta
kvöldverði og veitum alla
þjónustu í drykkjarföngum.
Við erum svo heppin að gest-
gjafar okkar á staðnum hafa
sýnt fádæma natni við að
tryggja gæði matar, veitinga og
þjónustu þannig að gestir
okkar njóti dvalarinnar í hví-
vetna,“ segir Ólöf.
Arnar Þór minnir á að þau
séu með ferðaskrifstofuleyfi og
bjóði margskonar ferðapakka
með mismunandi áherslum.
„En við leggjum líka áherslu á
að kynna nágrennið fyrir
gestum, bjóðum dagsferðir,
bæði gönguferðir og ferðir á
raf-fjallahjólum, sem opna
víddir og tinda fyrir öllum
sem vilja stíga á hjólhest. Hann
Gestur er reyndur og vand-
virkur leiðsögumaður sem
tryggir að allar ferðir séu
gestum til gleði. Við erum líka
í góðu samstarfi við nágranna
okkar, þ.á.m. Langhús hesta-
leigu og Brúnastaði, en þar
hefur á undanförnum árum
m.a. verið rekinn húsdýra-
garður sem gleður yngstu
gestina.“
Hvernig gestir eru það sem
heimsækja Sóta og hver er
markhópurinn? „Við höfum
einbeitt okkur að markaðs-
setningu og kynningarstarfi á
netinu og samfélagsmiðlum,
erum vel sýnileg á Facebook og
Instagram og erum með öfl-
uga vefsíðu (www.sotisummits.
is). Við beinum kynningar-
starfsemi okkar að gestum sem
vilja njóta dásamlegrar og
stórbrotinnar náttúru, frið-
semdar og ævintýra og höfum
reynt að höfða til þeirra sem
vilja njóta hvers kyns útivistar.“
Hefur Covid-faraldurinn sett
strik í reikninginn hjá ykkur?
„Vissulega settu faraldurinn
og sóttvarnaraðgerðir allt úr
skorðum hjá okkur en á móti
kom að okkur gafst tækifæri
til að einbeita okkur að
íslenska markaðinum og það
hefur verið mjög gaman. Við
vitum að við erum frábær
kostur fyrir Íslendinga sem
eru að leita að afþreyingu,
notalegheitum og góðri þjón-
ustu og munum áfram byggja
okkar starfsemi á að sinna
heimalandinu vel.
Það olli svo viðbótarerfið-
leikum að við féllum milli
skips og bryggju í aðgerðum
stjórnvalda, þar sem okkar
starfsemi byrjaði í raun þegar
allt skall í lás í vor og allar
aðgerðir stjórnvalda miðuðust
við samanburð við rekstur
fyrra árs, en vonandi sjáum
við til sólar í ferðaþjónust-
unni með vorinu. Við höldum
ótrauð áfram og hlökkum til
að bjóða gestum okkar áfram
upp á fjölbreytta dagskrá og
gæðaþjónustu,“ segja Ólöf og
Arnar Þór.
Sveitahótelið er opið allan
ársins hring og þau eru alltaf
með eitthvað á döfinni. Nú í
vetrarbyrjun settu þau í loftið
tilboð á gistingu og buðu sér-
sniðna dagskrá fyrir ýmsa litla
hópa, en eftir áramót stendur
til að keyra upp í skíðaver-
tíðina, með gönguskíðaferð-
um, fjallaskíðadagskrá og
námskeið sem auka öryggi í
fjallaferðamennsku að vetrum.
Þau hvetja fólk til að fylgjast
með á vefsíðunni og skrá sig á
póstlistann til að missa ekki af
tækifærum til upplifunar.
Myndir frá Sóta Lodge á Sólgörðum og ferðaþjónustu í Fljótunum.
48/2020