Feykir - 16.12.2020, Blaðsíða 8
8 48/2020
mig í mjólkurbúðina?“ Auðskiljanlegt
dulmál. Síðan fylgdi tegund og magn af
því sem átti að panta fyrir viðkomandi.
Sumar áfengistegundir höfðu einnig
gælunöfn. Tommi í Hjarðarholti bað
til dæmis stundum um „Dúskinn“ en
sú flaska var með dúsk bundinn um
hálsinn, púrtvín minnir mig. Öll þessi
gælunöfn þekktu afgreiðslumennirnir á
Siglufirði. Á þessum tíma var brennivínið
langalgengast, svo kom vodkinn. Öld
séniversins var þá ekki gengin í garð.
Öðru hvoru urðu menn í bænum
uppiskroppa með þessar guðaveigar.
Mikilvægt þótti því að vita hver væri
að panta vín og hverjir ættu ósóttar
pantanir á pósthúsinu. Á veturna komu
sendingarnar frá Siglufirði með Drangi22)
og voru hífaðar í stroffu upp á bílpall á
bryggjunni. Þegar pakkarnir voru teknir
úr stroffunni á bílpallinum voru alltaf
einhverjir gaurar uppi á palli að lesa á
pakkana. Upphrópunin ofan af pallinum
við lesturinn „Hvers son er Sölvi Jóns?23)“
varð fræg í þessu sambandi og sögð eign
Skúla Jóhanns.24)
Úrsus Íslands sterkari en Hemmi
Fyrir kom þegar menn sátu að sumbli
og allt vín búið seint að kvöldi eða þegar
komið var fram á nótt, að menn bönkuðu
upp á hjá pabba til að fá hann til að fara
með sér út á stöð til að leysa út pakka frá
Siglufirði. Viðkomandi áttu þá ef til vill
ekkert pantað sjálfir en vissu þá hvaða
menn í bænum ættu ósóttar pantanir og
höfðu leitað til þeirra til að fá lánað - eða
ekki. Og svo var borgað í sama í næstu
ferð Drangs sem gat þó verið langt í. Þetta
gekk þó fljótar fyrir sig á sumrin þegar
Sleitustaðamenn voru í daglegum ferðum
og Búddi25) með marga pakka í skottinu
á rútunni.
Við sem töldum að Hemmi Ellu væri
sterkasti maður á Íslandi, sérstaklega
eftir að hann beygði járnkallinn, urðum
fyrir talsverðu áfalli sumarið 1957 þegar
Gunnar Salómonsson,26) sem kallaði sig
Úrsus Íslands, kom í heimsókn í Hofsós.
Gunnar var fæddur árið 1907 og
uppalinn á Snæfellsnesi en flutti síðar til
Reykjavíkur. Árið 1934 kom til Reykja-
víkur þýskur aflraunamaður, Jung
Atlas að nafni, og heillaðist Gunnar
mjög af afrekum hans og mun hafa
hlotið hvatningu frá honum að reyna
við aflþrautir. Árið 1936 fór Gunnar
til Þýskalands í hópi íþróttamanna og
kennara sem voru boðnir sem áhorfendur
á Ólympíuleikana sem þá voru haldnir
í Berlín. Eftir Ólympíuleikana lá leið
Gunnars til Kaupmannahafnar og þar
réð hann sig til starfa hjá fjölleikaflokki
og sýndi þrautir sínar með þeim í
Danmörku, en einnig í Noregi, Svíþjóð
og Þýskalandi. Sagt er að fáir eða engir
gætu leikið allar þrautir hans eftir honum.
Sýning aflrauna á erlendri grundu varð
þannig ævistarf Gunnars, en hann kom
tvisvar til Íslands árin 1951 og 1957 og fór
um landið með sýningu sína.
Gunnar var með sýningu sína í
barnaskólanum og var margt manna
saman komið og opið milli kennslu-
stofanna uppi og stóð Gunnar við töfluna
í Miðdeildinni. Hann sýndi ýmsar
aflraunir, reif símaskrár í fjóra hluta,
beygði svera járnteina með því að bregða
þeim aftur fyrir hálsinn, svo rak hann
tíu tommu nagla með berum höndum
gegnum 2x4 tommu planka. Reyndar
man ég að hann setti skinnpjötlu inn
í lófann til að blóðgast ekki undan
hausnum á naglanum. Síðan bauð hann
mönnum að hengja sig en það var þannig
að hann lagði kaðal um hálsinn og bauð
sex mönnum, þrem hvoru megin, að toga
af öllu afli í kaðalinn og herða að. Ekki
tókst Hofsósingum að hengja Gunnar
Salómonsson. Gunnar hafði einnig
útvegað sér tvo háa búkka og var lagður
sver planki á milli. Síðan sveiflaði hann
átta pöbbum mismunandi léttilega upp
á plankann og gekk síðan sjálfur undir
plankann, lagði herðarnar undir og lyfti
upp. Þetta var sérlega minnistæð aflraun
því þegar hann ætlaði að sveifla pabba
upp á plankann með því að taka undir
hendur hans hristi pabbi hann af sér
vegna þess að hann kitlaði svo mikið
undan taki Gunnars. Gekk svo nokkrum
sinnum en svo fór að Gunnari tókst að
sveifla Þorsteini Hjálmarssyni upp á
plankann með hinum pöbbunum. Mér
sýndist hann fara léttast með Geirmund
kaupfélagsstjóra27) og Munda Steins,28) en
þeir voru frekar gannvaxnir menn eins
og allir muna.
Kvikmyndir og Hvítasunnumenn
Kvikmyndasýningar Guðrúnar Brun-
borg29) eru minnisstæðar, en hún ferðaðist
um landið á sumrin og sýndi kvikmyndir.
Oftast sýndi Guðrún í barnaskólanum en
einnig minnir mig í veitingasalnum á
efri hæð kaupfélagsins. Auk mynda frá
Noregi sýndi Guðrún gjarnan myndir
teknar af frumstæðu fólki í Afríku og
Suður-Ameríku. Guðrún stóð gjarnan
við hliðina á kvikmyndatjaldinu og þýddi
jafnóðum á íslensku hvort heldur sem
var tal eða texta og sagði fram með skýrri
röddu.
Guðrún fæddist árið 1896 á Reyðar-
firði. Hún fékk ung berkla í mjöðmina
og var það ástæðan fyrir helti hennar.
Hún fór til Noregs til lækninga og
kynntist þar manni sínum Salomon
Knattspyrnulið Umf. Höfðstrendings á hátindi frægðar sinnar. Myndin er tekin á malarvellinum á Króknum að loknum sigurleik við Tindastól um Skaga-
fjarðarmeistaratitilinn. Frá vinstri: Rúnar Gíslason frá Sleitustöðum, Gestur Þorsteinsson, bróðir greinarhöfundar, Björn Jóhannsson, Stefán Sveinn Gunnarsson,
Broddi Þorsteinsson, bróðir greinarhöfundar, Páll Þorsteinsson, bróðir greinarhöfundar, Pálmi Þórðarson, Sigfús Ólafsson frá Gröf, Gunnar Geir Gunnarsson,
Þorsteinn Ólason, Sigmundur Guðmundsson, Jóhannes Sigmundsson, Brekkukoti. Myndin er fengin hjá Finni Sigurbjörnssyni. Hún átti eiginlega að birtast með
síðasta pistli um leiki og tómstundir, en er of skemmtileg til að hægt sé að sleppa henni.
Leikskrá með Draugalestinni sem Leikfélag Hofsóss setti upp leikárið 1951-1982. Myndir í eigu Fanneyjar Björnsdóttur.